Þetta staðfestir Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. Bilunin átti sér stað í nótt og hefur verið viðvarandi í nokkra klukkutíma. Hann birti færslu á íbúahóp Seltjarnarnes á Facebook þar sem hann varar árrisula íbúa við.
Heitavatnslaust á Seltjarnarnesi

Ekkert heitt vatn er á Seltjarnarnesi vegna rafmagnsbilunar hjá Hitaveitu Seltjarnarness. Viðgerðarteymi hefur verið kallað út og kemur heitt vatn aftur á kerfið innan skamms.