Bubbi hrærður: Trúir því að Níu líf muni á endanum vakna að nýju Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. júní 2024 07:01 Bubbi á sviði í Borgarleikhúsinu. Hann hefur mætt á svo gott sem allar og mætir á þá síðustu í kvöld. Grímur Bjarnason Bubbi Morthens tónlistarmaður segist ætla að taka á því í ræktinni í dag áður en hann skellir sér upp í Borgarleikhús í kvöld til að vera viðstaddur 250. og síðustu sýninguna af söngleiknum Níu líf um ævi hans og störf. Hann segist án orða, eftir sitji yndislegar minningar og segist Bubbi trúa því að sýningin verði endurvakin. „Mig skortir orð. Í alvörunni. Maður þarf einhvern tíma til að ná utan um þetta. En fegurðin í þessu eru auðvitað allar þessar minningar, þessi gleði sem við höfum upplifað með öllu þessu fólki sem hefur komið og átt með okkur þessa stund. Þannig að þegar uppi er staðið þá er þetta einhverskonar ævintýri sem á sér ekki hliðstæðu eins og Brynhildur leikhússtjóri sagði, once in a blue moon,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Bubbi hefur birt baksviðs-speglasjálfsmyndir fyrir hverja einustu sýningu síðan fyrsta sýningin fór fram árið 2020. Í tilefni af síðustu sýningunni sem fram fer í kvöld hefur Borgarleikhúsið tekið þær saman í myndbandinu hér fyrir neðan. Bubbi missti einungis af einni sýningu, það var vegna veirunnar skæðu sem setti einmitt strik í reikninginn um skeið stuttu eftir að Níu líf var frumsýnd árið 2020, fyrir fjórum árum síðan. Sýningin hefur fyrir löngu slegið met sem aðsóknarmesta sýningin í sögu landsins. Klippa: Bubbi baksviðs á yfir tvöhundruð sýningum Níu lífa Minningarnar og vináttan stendur upp úr Bubbi segist vera vel stemmdur fyrir deginum í dag. Í kvöld verður hann viðstaddur síðustu sýninguna en hann segist ætla að taka deginum eins og venjulega. Mæta í ræktina, boxa, sippa og lyfta. Taka gufubað. Ekki flókið eins og Bubbi lýsir því, enda kvöldið í kvöld líf og fjör. „Þetta er náttúrulega algjörlega ótrúlegt,“ segir Bubbi um vegferð Níu lífa í Borgarleikhúsinu síðustu fjögur ár. „Og ég er nú bara þannig stemmdur að ég spái því að þessi sýning muni vakna úr dvala aftur. Ég spái því að einn daginn fari hún í gang aftur en fram að því þá er þetta búið að vera magnað ferðalag,“ segir Bubbi hlæjandi, hress og kátur og bersýnilega snortinn. „Að kynnast öllum þessum leikurum, sjá hvílík fagmennska er í gangi hjá þessu fólki. Það hefur verið makalaust að fylgjast með þessum hópi og forréttindi að fá að kynnast þessu fólki. Hljómsveitin er líka mergjuð og starfsfólkið! Þetta eru fjögur ár, þrjú ár í leikhúsinu meira eða minna, allar helgar og ég verð að segja það að bæði er ég búinn að eignast mikið af vinum og félögum og minningum,“ segir Bubbi. „Já ég held að þetta verði skringilegt, að vakna ekki einn daginn og hugsa: „Jæja það eru sýningar um helgina.“ Þetta er eitthvað sem ég sá ekki fyrir. Ég sá ekki fyrir að þetta yrði stærsta söng-leiksýning Íslandssögunnar. Að 120, 130 þúsund manns myndi sjá þetta,“ segir Bubbi enn hlæjandi og viðurkennir að það séu alvöru tilfinningar í spilunum í aðdraganda kvöldsins. Leikhús Tónlist Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
„Mig skortir orð. Í alvörunni. Maður þarf einhvern tíma til að ná utan um þetta. En fegurðin í þessu eru auðvitað allar þessar minningar, þessi gleði sem við höfum upplifað með öllu þessu fólki sem hefur komið og átt með okkur þessa stund. Þannig að þegar uppi er staðið þá er þetta einhverskonar ævintýri sem á sér ekki hliðstæðu eins og Brynhildur leikhússtjóri sagði, once in a blue moon,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Bubbi hefur birt baksviðs-speglasjálfsmyndir fyrir hverja einustu sýningu síðan fyrsta sýningin fór fram árið 2020. Í tilefni af síðustu sýningunni sem fram fer í kvöld hefur Borgarleikhúsið tekið þær saman í myndbandinu hér fyrir neðan. Bubbi missti einungis af einni sýningu, það var vegna veirunnar skæðu sem setti einmitt strik í reikninginn um skeið stuttu eftir að Níu líf var frumsýnd árið 2020, fyrir fjórum árum síðan. Sýningin hefur fyrir löngu slegið met sem aðsóknarmesta sýningin í sögu landsins. Klippa: Bubbi baksviðs á yfir tvöhundruð sýningum Níu lífa Minningarnar og vináttan stendur upp úr Bubbi segist vera vel stemmdur fyrir deginum í dag. Í kvöld verður hann viðstaddur síðustu sýninguna en hann segist ætla að taka deginum eins og venjulega. Mæta í ræktina, boxa, sippa og lyfta. Taka gufubað. Ekki flókið eins og Bubbi lýsir því, enda kvöldið í kvöld líf og fjör. „Þetta er náttúrulega algjörlega ótrúlegt,“ segir Bubbi um vegferð Níu lífa í Borgarleikhúsinu síðustu fjögur ár. „Og ég er nú bara þannig stemmdur að ég spái því að þessi sýning muni vakna úr dvala aftur. Ég spái því að einn daginn fari hún í gang aftur en fram að því þá er þetta búið að vera magnað ferðalag,“ segir Bubbi hlæjandi, hress og kátur og bersýnilega snortinn. „Að kynnast öllum þessum leikurum, sjá hvílík fagmennska er í gangi hjá þessu fólki. Það hefur verið makalaust að fylgjast með þessum hópi og forréttindi að fá að kynnast þessu fólki. Hljómsveitin er líka mergjuð og starfsfólkið! Þetta eru fjögur ár, þrjú ár í leikhúsinu meira eða minna, allar helgar og ég verð að segja það að bæði er ég búinn að eignast mikið af vinum og félögum og minningum,“ segir Bubbi. „Já ég held að þetta verði skringilegt, að vakna ekki einn daginn og hugsa: „Jæja það eru sýningar um helgina.“ Þetta er eitthvað sem ég sá ekki fyrir. Ég sá ekki fyrir að þetta yrði stærsta söng-leiksýning Íslandssögunnar. Að 120, 130 þúsund manns myndi sjá þetta,“ segir Bubbi enn hlæjandi og viðurkennir að það séu alvöru tilfinningar í spilunum í aðdraganda kvöldsins.
Leikhús Tónlist Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira