„Fínt að vera í þessu umhverfi, fá smá mótlæti og brekku“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. júní 2024 08:00 Kristall Máni átti frábært tímabil í Danmörku þrátt fyrir að glíma mikið við meiðsli. vísir / sigurjón Fyrir síðasta tímabil skipti Kristall Máni Ingason til danska liðsins Sönderjyske eftir erfiðan tíma hjá Rosenborg í Noregi. Þar fann hann leikgleðina aftur og var einn besti maður liðsins sem tókst að tryggja sér sæti í efstu deild á næsta tímabili. Sönderjyske átti frábært tímabil í 1. deild Danmerkur, endaði í öðru sæti og mun því spila í efstu deild á næsta tímabili. Kristall Máni gaf flestar stoðsendingar allra leikmanna liðsins, sjö talsins og skoraði að auki átta mörk. Kristall endaði tímabilið sem þriðji markahæsti leikmaður liðsins og stoðsendingahæstur með sjö gjafir þrátt fyrir að missa töluvert úr vegna meiðsla.Sönderjyske Fodbold „Ég myndi segja mjög tímabil yfir höfuð, unnum flest alla leikina og spilum góðan fótbolta. Eftir að hafa komið frá erfiðum tíma í Rosenborg var þetta bara geggjað sko. Ég myndi segja að ég hafi spilað mjög vel, ég hefði viljað kannski aðeins fleiri stoðsendingar og mörk, en það verður bara á næsta tímabili.“ Kristall er nú í sumarfríi og nýtir tímann til æfinga með sínu gamla liði Víkingi en hann fór þaðan árið 2022 til Rosenborg. Tími hans í Noregi var ekki góður og einkenndist mikið af meiðslum en mótlætið mótaði hann og gerði að betri leikmanni. Kristall var leikmaður Víkings frá 2020-22. Hann varð tvöfaldur meistari tímabilið 2021.Vísir / Hulda Margrét „Það er erfitt að segja [af hverju hlutirnir gengu ekki upp hjá Rosenborg], mikið í gangi, lítill spiltími og glímdi við nárameiðsli. En þetta var bara fínn tími og fínt að vera í þessu umhverfi, fá smá mótlæti og brekku í þetta en gott að vera kominn til baka og maður bara stefnir upp brekkuna.“ Eftir eins gott tímabil og Kristall átti er eðlilegt að stærri lið sýni honum áhuga en sjálfur segist hann ekki hafa áhuga á félagaskiptum og ætlar að hjálpa Sönderjyske að halda sínu sæti í deildinni á næsta tímabili. „Alls ekki [að leita að nýju félagi], mér líður vel þarna í Sönderjyske og ég fæ bara að vera ég sjálfur þannig að ég er ekkert að stressa mig sko. Markmiðið fyrir næsta tímabil er bara að skora einhver mörk og leggja eitthvað upp. Halda okkur í þessari deild, fyrst og fremst.“ Danski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Sönderjyske átti frábært tímabil í 1. deild Danmerkur, endaði í öðru sæti og mun því spila í efstu deild á næsta tímabili. Kristall Máni gaf flestar stoðsendingar allra leikmanna liðsins, sjö talsins og skoraði að auki átta mörk. Kristall endaði tímabilið sem þriðji markahæsti leikmaður liðsins og stoðsendingahæstur með sjö gjafir þrátt fyrir að missa töluvert úr vegna meiðsla.Sönderjyske Fodbold „Ég myndi segja mjög tímabil yfir höfuð, unnum flest alla leikina og spilum góðan fótbolta. Eftir að hafa komið frá erfiðum tíma í Rosenborg var þetta bara geggjað sko. Ég myndi segja að ég hafi spilað mjög vel, ég hefði viljað kannski aðeins fleiri stoðsendingar og mörk, en það verður bara á næsta tímabili.“ Kristall er nú í sumarfríi og nýtir tímann til æfinga með sínu gamla liði Víkingi en hann fór þaðan árið 2022 til Rosenborg. Tími hans í Noregi var ekki góður og einkenndist mikið af meiðslum en mótlætið mótaði hann og gerði að betri leikmanni. Kristall var leikmaður Víkings frá 2020-22. Hann varð tvöfaldur meistari tímabilið 2021.Vísir / Hulda Margrét „Það er erfitt að segja [af hverju hlutirnir gengu ekki upp hjá Rosenborg], mikið í gangi, lítill spiltími og glímdi við nárameiðsli. En þetta var bara fínn tími og fínt að vera í þessu umhverfi, fá smá mótlæti og brekku í þetta en gott að vera kominn til baka og maður bara stefnir upp brekkuna.“ Eftir eins gott tímabil og Kristall átti er eðlilegt að stærri lið sýni honum áhuga en sjálfur segist hann ekki hafa áhuga á félagaskiptum og ætlar að hjálpa Sönderjyske að halda sínu sæti í deildinni á næsta tímabili. „Alls ekki [að leita að nýju félagi], mér líður vel þarna í Sönderjyske og ég fæ bara að vera ég sjálfur þannig að ég er ekkert að stressa mig sko. Markmiðið fyrir næsta tímabil er bara að skora einhver mörk og leggja eitthvað upp. Halda okkur í þessari deild, fyrst og fremst.“
Danski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira