„Fínt að vera í þessu umhverfi, fá smá mótlæti og brekku“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. júní 2024 08:00 Kristall Máni átti frábært tímabil í Danmörku þrátt fyrir að glíma mikið við meiðsli. vísir / sigurjón Fyrir síðasta tímabil skipti Kristall Máni Ingason til danska liðsins Sönderjyske eftir erfiðan tíma hjá Rosenborg í Noregi. Þar fann hann leikgleðina aftur og var einn besti maður liðsins sem tókst að tryggja sér sæti í efstu deild á næsta tímabili. Sönderjyske átti frábært tímabil í 1. deild Danmerkur, endaði í öðru sæti og mun því spila í efstu deild á næsta tímabili. Kristall Máni gaf flestar stoðsendingar allra leikmanna liðsins, sjö talsins og skoraði að auki átta mörk. Kristall endaði tímabilið sem þriðji markahæsti leikmaður liðsins og stoðsendingahæstur með sjö gjafir þrátt fyrir að missa töluvert úr vegna meiðsla.Sönderjyske Fodbold „Ég myndi segja mjög tímabil yfir höfuð, unnum flest alla leikina og spilum góðan fótbolta. Eftir að hafa komið frá erfiðum tíma í Rosenborg var þetta bara geggjað sko. Ég myndi segja að ég hafi spilað mjög vel, ég hefði viljað kannski aðeins fleiri stoðsendingar og mörk, en það verður bara á næsta tímabili.“ Kristall er nú í sumarfríi og nýtir tímann til æfinga með sínu gamla liði Víkingi en hann fór þaðan árið 2022 til Rosenborg. Tími hans í Noregi var ekki góður og einkenndist mikið af meiðslum en mótlætið mótaði hann og gerði að betri leikmanni. Kristall var leikmaður Víkings frá 2020-22. Hann varð tvöfaldur meistari tímabilið 2021.Vísir / Hulda Margrét „Það er erfitt að segja [af hverju hlutirnir gengu ekki upp hjá Rosenborg], mikið í gangi, lítill spiltími og glímdi við nárameiðsli. En þetta var bara fínn tími og fínt að vera í þessu umhverfi, fá smá mótlæti og brekku í þetta en gott að vera kominn til baka og maður bara stefnir upp brekkuna.“ Eftir eins gott tímabil og Kristall átti er eðlilegt að stærri lið sýni honum áhuga en sjálfur segist hann ekki hafa áhuga á félagaskiptum og ætlar að hjálpa Sönderjyske að halda sínu sæti í deildinni á næsta tímabili. „Alls ekki [að leita að nýju félagi], mér líður vel þarna í Sönderjyske og ég fæ bara að vera ég sjálfur þannig að ég er ekkert að stressa mig sko. Markmiðið fyrir næsta tímabil er bara að skora einhver mörk og leggja eitthvað upp. Halda okkur í þessari deild, fyrst og fremst.“ Danski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Sjá meira
Sönderjyske átti frábært tímabil í 1. deild Danmerkur, endaði í öðru sæti og mun því spila í efstu deild á næsta tímabili. Kristall Máni gaf flestar stoðsendingar allra leikmanna liðsins, sjö talsins og skoraði að auki átta mörk. Kristall endaði tímabilið sem þriðji markahæsti leikmaður liðsins og stoðsendingahæstur með sjö gjafir þrátt fyrir að missa töluvert úr vegna meiðsla.Sönderjyske Fodbold „Ég myndi segja mjög tímabil yfir höfuð, unnum flest alla leikina og spilum góðan fótbolta. Eftir að hafa komið frá erfiðum tíma í Rosenborg var þetta bara geggjað sko. Ég myndi segja að ég hafi spilað mjög vel, ég hefði viljað kannski aðeins fleiri stoðsendingar og mörk, en það verður bara á næsta tímabili.“ Kristall er nú í sumarfríi og nýtir tímann til æfinga með sínu gamla liði Víkingi en hann fór þaðan árið 2022 til Rosenborg. Tími hans í Noregi var ekki góður og einkenndist mikið af meiðslum en mótlætið mótaði hann og gerði að betri leikmanni. Kristall var leikmaður Víkings frá 2020-22. Hann varð tvöfaldur meistari tímabilið 2021.Vísir / Hulda Margrét „Það er erfitt að segja [af hverju hlutirnir gengu ekki upp hjá Rosenborg], mikið í gangi, lítill spiltími og glímdi við nárameiðsli. En þetta var bara fínn tími og fínt að vera í þessu umhverfi, fá smá mótlæti og brekku í þetta en gott að vera kominn til baka og maður bara stefnir upp brekkuna.“ Eftir eins gott tímabil og Kristall átti er eðlilegt að stærri lið sýni honum áhuga en sjálfur segist hann ekki hafa áhuga á félagaskiptum og ætlar að hjálpa Sönderjyske að halda sínu sæti í deildinni á næsta tímabili. „Alls ekki [að leita að nýju félagi], mér líður vel þarna í Sönderjyske og ég fæ bara að vera ég sjálfur þannig að ég er ekkert að stressa mig sko. Markmiðið fyrir næsta tímabil er bara að skora einhver mörk og leggja eitthvað upp. Halda okkur í þessari deild, fyrst og fremst.“
Danski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Sjá meira