Á 90 þúsund servíettur í Hafnarfirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júní 2024 20:46 Jóhanna Gunnhildur Stefánsdóttir, servíettusafnari með meiru í Hafnarfirði, sem á um 90 þúsund servíettur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kona í Hafnarfirði er engum líka þegar kemur að söfnun á servíettum því hún á hvorki meira né minna en níutíu þúsund servíettur og bara eina tegund af hverri. Söfnunin hefur staðið yfir í fjörutíu ár. Þegar komið er inn til Jóhönnu Gunnhildar Stefánsdóttur á Herjólfsgötunni eru kassar út um allt fullir af servíettum og möppur inn í skápum, líka fullar af servíettum. „Þetta er svo skemmtilegt, það er svo gaman að skoða servíettur, raða þeim upp og horfa á þær og spá og speglúera í servíettum. Í gamla daga voru þær alltaf einfaldar en núna eru þær þriggja laga,” segir Jóhanna. En hvað finnst fólki í kringum þig að þú sért að safna svona mikið af servíettum? „Það segir óskup lítið við þessu, börnin mín kvarta stundum yfir því hvað þau eigi að gera við þetta þegar þau taka við þessu þegar ég fer frá, þau kvarta stundum, en þau umbera þetta og þau vita vel að ég hef gaman af þessu og þetta er búið að vera mitt líf og yndi,” segir Jóhanna og hlær. Jóhanna hefur fengið mörg gömul servíettusöfn gefins í gegnum árin og hún hefur líka keypt mikið af servíettum frá útlöndum. „Já, já, ég tek við gömlum servíettum, bæði gömlum og nýjum,”segir hún. Servíettur frá því þegar Elísabet Bretadrottning var sett inn í sitt embætti eru í miklu uppáhaldi hjá Jóhönnu. „Það eru drottningarservíettur, svo breiddust þær út um allt Evrópu þessar servíettur.” Og Jóhanna hefur málað myndir á alla kassana þannig að hún viti nú örugglega hvað er í hverjum kassa. Og svo er hún fljót að flétta í kössunum og hún passar til dæmi upp á það að jólasveinar með bangsa séu í sér kassa. Jóhanna málar myndir á alla kassana þannig að hún viti nákvæmlega hvernig servéttur eru í hverjum kassa.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þá fara þeir í þennan kassa, þessi er með bangsa.” En Jóhanna segist ekki eiga neina eina uppáhalds servíettu í safninu. „Nei, en ég held mjög mikið upp á snjókarla, mjög mikið upp á Parísar servétturnar þar sem turnin er og ég held mjög mikið upp á Hollensku servétturnar, þær eru mjög fallegar og skemmtilegar,” segir Jóhanna og bætir strax við skellihlæjandi. „Það verða allir að gera einherjar vitleysu og eiga það bara út af fyrir sig sína vitleysu, ég hef mjög gaman af servíettum.” Safnið hennar Jóhönnu er einstaklega fallegt og vel um það hugsað.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hafnarfjörður Söfn Grín og gaman Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
Þegar komið er inn til Jóhönnu Gunnhildar Stefánsdóttur á Herjólfsgötunni eru kassar út um allt fullir af servíettum og möppur inn í skápum, líka fullar af servíettum. „Þetta er svo skemmtilegt, það er svo gaman að skoða servíettur, raða þeim upp og horfa á þær og spá og speglúera í servíettum. Í gamla daga voru þær alltaf einfaldar en núna eru þær þriggja laga,” segir Jóhanna. En hvað finnst fólki í kringum þig að þú sért að safna svona mikið af servíettum? „Það segir óskup lítið við þessu, börnin mín kvarta stundum yfir því hvað þau eigi að gera við þetta þegar þau taka við þessu þegar ég fer frá, þau kvarta stundum, en þau umbera þetta og þau vita vel að ég hef gaman af þessu og þetta er búið að vera mitt líf og yndi,” segir Jóhanna og hlær. Jóhanna hefur fengið mörg gömul servíettusöfn gefins í gegnum árin og hún hefur líka keypt mikið af servíettum frá útlöndum. „Já, já, ég tek við gömlum servíettum, bæði gömlum og nýjum,”segir hún. Servíettur frá því þegar Elísabet Bretadrottning var sett inn í sitt embætti eru í miklu uppáhaldi hjá Jóhönnu. „Það eru drottningarservíettur, svo breiddust þær út um allt Evrópu þessar servíettur.” Og Jóhanna hefur málað myndir á alla kassana þannig að hún viti nú örugglega hvað er í hverjum kassa. Og svo er hún fljót að flétta í kössunum og hún passar til dæmi upp á það að jólasveinar með bangsa séu í sér kassa. Jóhanna málar myndir á alla kassana þannig að hún viti nákvæmlega hvernig servéttur eru í hverjum kassa.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þá fara þeir í þennan kassa, þessi er með bangsa.” En Jóhanna segist ekki eiga neina eina uppáhalds servíettu í safninu. „Nei, en ég held mjög mikið upp á snjókarla, mjög mikið upp á Parísar servétturnar þar sem turnin er og ég held mjög mikið upp á Hollensku servétturnar, þær eru mjög fallegar og skemmtilegar,” segir Jóhanna og bætir strax við skellihlæjandi. „Það verða allir að gera einherjar vitleysu og eiga það bara út af fyrir sig sína vitleysu, ég hef mjög gaman af servíettum.” Safnið hennar Jóhönnu er einstaklega fallegt og vel um það hugsað.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hafnarfjörður Söfn Grín og gaman Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira