Brenna landnámsbæ til kaldra kola í tilraunaskyni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. júní 2024 14:17 Samkvæmt Landnámu og Eiríks sögu rauða bjuggu Eiríkur rauði Þorvaldsson og kona hans Þjóðhildur Jörundardóttir á Eiríksstöðum í Haukadal. Vísir/Vilhelm Haldin verður eldhátíð á Eiríksstöðum í Haukadal frá þeim fimmta júlí til sjöunda og er þétt dagskrá af alls konar eld- og víkingatengdum uppákomum. Bjarnheiður Jóhannsdóttir umsjónaraðili á Eiríksstöðum segir hátíðina tileinkaða eldi og tilraunafornleifafræði. Aðaldagskrárliðurinn og meginverkefni hátíðarinnar, að sögn Bjarnheiðar, er rannsókn á því hvernig torfhús brenna. Frásagnir Íslendingasagnanna af Flugumýrabrennu og Njálsbrennu gefi til kynna ákveðnar athafnir eða verkferla í kringum þá bardagaaðferð að brenna menn inni sem vert sé að rannsaka. Starfsmenn Eiríksstaða fóru á námskeið hjá Fornverkaskólanum til að læra að byggja úr torfi og viðhalda því.Eiríksstaðir „Menn virðast hafa byrjað á því að kveikja í húsinu utan frá og síðan farið að skeggræða við íbúana um hverjum ætti að hlífa og hverjir ættu að farast,“ segir Bjarnheiður. Smækkuð útgáfa landnámsbæjarins brennd Í tilraunaskyni verður því langhús reist úr torfi, smækkuð útgáfa af Eiríksstöðum, í vikunni fyrir brennuna sem verður síðan kveikt í. Þegar sé byrjað að skera torf fyrir torfbæinn skammlífa. Verkefnið er samvinnuverkefni milli Eiríksstaða og Hurstwic, bandarískra samtaka víkingaáhugamanna. „Þetta er hópur af „ofurvíkinganördum“ sem eru búnir að vera að rannsaka alls konar hluti tengda bardögum og vopnum,“ segir Bjarnheiður. Verkefnið er einnig unnið í samstarfi við Þjóðminjasafnið og Worcester Polytechnic Institute, bandarískum háskóla sem sérhæfir sig í brunavörnum. „Þetta verður mikið ævintýri, mikil vinna og svo verður til úr þessu þekking sem er ekki til í dag,“ segir Bjarnheiður. Tignir gestir Á svæðinu verður einnig bandarískur málfræðingur að nafni Jackson Crawford sem sérhæfir sig í forníslensku og forníslenskum bókmenntum. Hann heldur uppi rás á YouTube þar sem hann hleður upp fræðsluefni tengdu Íslendingasögum og eddukvæðunum ásamt fleiru. Hann hefur einnig kennt fornmálið í bandarískum háskólum ásamt því að vera mikill Íslandsvinur og tíður gestur hér á landi. Hurstwic-félagið hefur upp á síðkastið gert smærri tilraunir með eld í dyrakörmum og veggbútum í Bandaríkjunum.Hurstwic „Hann ætlar að taka á móti gestum í langhúsinu og miðla einhverju af sínum upplýsingum sem er fyrst og fremst forníslenska og forníslenskar bókmenntir,“ segir Bjarnheiður. Þá kemur einnig James Austin sem er þekktur járnsmiður. Hann hefur lengi unnið að því að endurgera tæki, tól og vopn frá víkingatímanum og hefur gert það í samvinnu við Þjóðminjasafnið. Hann fær þrívíddarskönnuð vopn sem hann smíðar svo í smiðju sinni. Tilraunaleirvinnsla Leirverkstæði verður einnig aðgengilegt gestum þar sem íslenskur leir verður unnin í ílát af ýmsu tagi. Bjarnheiður segir allar líkur á því að forfeður okkar hafi unnið leir sér til gagns en leirföng finnast ekki í fornleifauppgröftum. Leirgerðin á Eiríksstöðum verði því einnig eins konar rannsókn á því hvernig standi á því að aldrei finnist neinn leir. Gestir munu geta fylgst með og gert sína eigin hluti úr leir, fengið að slá á járnið hjá James og fræðst um bókmenntaarfinn okkar hjá Jackson. Þá verða föt lituð, flatbrauð bakað að hætti forfeðra okkar og -mæðra og alls konar víkingaaldargaman. Dagskrána má sjá í heild sinni á heimasíðu Hurstwic-félagsins hér. Söfn Dalabyggð Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Sjá meira
Aðaldagskrárliðurinn og meginverkefni hátíðarinnar, að sögn Bjarnheiðar, er rannsókn á því hvernig torfhús brenna. Frásagnir Íslendingasagnanna af Flugumýrabrennu og Njálsbrennu gefi til kynna ákveðnar athafnir eða verkferla í kringum þá bardagaaðferð að brenna menn inni sem vert sé að rannsaka. Starfsmenn Eiríksstaða fóru á námskeið hjá Fornverkaskólanum til að læra að byggja úr torfi og viðhalda því.Eiríksstaðir „Menn virðast hafa byrjað á því að kveikja í húsinu utan frá og síðan farið að skeggræða við íbúana um hverjum ætti að hlífa og hverjir ættu að farast,“ segir Bjarnheiður. Smækkuð útgáfa landnámsbæjarins brennd Í tilraunaskyni verður því langhús reist úr torfi, smækkuð útgáfa af Eiríksstöðum, í vikunni fyrir brennuna sem verður síðan kveikt í. Þegar sé byrjað að skera torf fyrir torfbæinn skammlífa. Verkefnið er samvinnuverkefni milli Eiríksstaða og Hurstwic, bandarískra samtaka víkingaáhugamanna. „Þetta er hópur af „ofurvíkinganördum“ sem eru búnir að vera að rannsaka alls konar hluti tengda bardögum og vopnum,“ segir Bjarnheiður. Verkefnið er einnig unnið í samstarfi við Þjóðminjasafnið og Worcester Polytechnic Institute, bandarískum háskóla sem sérhæfir sig í brunavörnum. „Þetta verður mikið ævintýri, mikil vinna og svo verður til úr þessu þekking sem er ekki til í dag,“ segir Bjarnheiður. Tignir gestir Á svæðinu verður einnig bandarískur málfræðingur að nafni Jackson Crawford sem sérhæfir sig í forníslensku og forníslenskum bókmenntum. Hann heldur uppi rás á YouTube þar sem hann hleður upp fræðsluefni tengdu Íslendingasögum og eddukvæðunum ásamt fleiru. Hann hefur einnig kennt fornmálið í bandarískum háskólum ásamt því að vera mikill Íslandsvinur og tíður gestur hér á landi. Hurstwic-félagið hefur upp á síðkastið gert smærri tilraunir með eld í dyrakörmum og veggbútum í Bandaríkjunum.Hurstwic „Hann ætlar að taka á móti gestum í langhúsinu og miðla einhverju af sínum upplýsingum sem er fyrst og fremst forníslenska og forníslenskar bókmenntir,“ segir Bjarnheiður. Þá kemur einnig James Austin sem er þekktur járnsmiður. Hann hefur lengi unnið að því að endurgera tæki, tól og vopn frá víkingatímanum og hefur gert það í samvinnu við Þjóðminjasafnið. Hann fær þrívíddarskönnuð vopn sem hann smíðar svo í smiðju sinni. Tilraunaleirvinnsla Leirverkstæði verður einnig aðgengilegt gestum þar sem íslenskur leir verður unnin í ílát af ýmsu tagi. Bjarnheiður segir allar líkur á því að forfeður okkar hafi unnið leir sér til gagns en leirföng finnast ekki í fornleifauppgröftum. Leirgerðin á Eiríksstöðum verði því einnig eins konar rannsókn á því hvernig standi á því að aldrei finnist neinn leir. Gestir munu geta fylgst með og gert sína eigin hluti úr leir, fengið að slá á járnið hjá James og fræðst um bókmenntaarfinn okkar hjá Jackson. Þá verða föt lituð, flatbrauð bakað að hætti forfeðra okkar og -mæðra og alls konar víkingaaldargaman. Dagskrána má sjá í heild sinni á heimasíðu Hurstwic-félagsins hér.
Söfn Dalabyggð Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Sjá meira