Neita að borga tjón eftir að hafa mokað snjó yfir bíl Jón Ísak Ragnarsson skrifar 16. júní 2024 15:25 Búið var að moka snjó upp að og undir bíl Þóris þegar hann kom erlendis frá Þórir Brynjúlfsson Þórir Brynjúlfsson varð fyrir miklu óláni fyrir rúmlega ári síðan, þegar hann kom heim til Íslands eftir að hafa lagt bíl sínum á bílastæði ISAVIA á Keflavíkurflugvelli. Snjó hafði verið mokað upp að og undir bílinn, sem fraus og þrýstist upp í undirvagninn. Bíllinn varð fyrir nokkru tjóni, en ISAVIA og verktakinn sem sá um snjómoksturinn neita að borga tjónið. Þórir vakti athygli á þessu á Feisbúkksíðunni Bakland Ferðaþjónustunnar, þar sem hann birti myndir af bílnum á kafi í snjó og sagði sögu sína. Hann segir í samtali við fréttastofu að hann hafi lagt bíl sínum utarlega á P1 bílastæði ISAVIA þegar hann fór til Tenerife. Þegar hann kom til baka var búið að moka snjó upp að og undir bílinn. Miklar skemmdir Hann hafi brotið sér leið inn í bílinn með tennisspaða og komið honum í gang, en svo kom á daginn að ekki var hægt að setja bílinn í drive, þar sem frosinn snjór undir bílnum hefði þrýst upp í gírinn. Alls konar ljós hafi verið í mælaborðinu, bremsuleiðsla farin í sundur, handbremsubarkar farnir og skipt hafi þurft um hitt og þetta. Þórir braut sér leið að bílnum með tennisspaðaÞórir Brynjúlfsson Hann segist hafa farið með málið til ISAVIA, sem bentu á verktakann. „Þá fór ég til tryggingarfélags verktakans, og þeir neituðu að borga þetta. Þá kærði ég þetta til úrskurðarnefndar og málið er þar í dag,“ segir Þórir. Tryggingarfélagið sé nýbúið að senda mótrök gegn honum. Hefði átt að gera sér grein fyrir því sem hann var að gera „Aðalatriðið er að verktakinn lokar bílinn inni af ásettu ráði. Maðurinn sem stýrir gröfinni á að vita það að bíllinn er lokaður inni. Það er búið að loka bílinn af fyrir manninn þegar hann kemur úr ferðalagi, það er svo augljóst,“ segir Þórir. Bíllinn var utarlega á bílastæði ISAVIAÞórir Brynjúlfsson Á Feisbúkk segir hann að næsta mál sé að kæra ISAVIA og verktakann fyrir skemmdarverk til lögreglu. „ÍSAVÍA hefur nánast einokunaraðstöðu á bílastæðum við Keflavíkurflugvöll og þiggur gjald fyrir en neitar allri ábyrgð á skemmdum á bifreiðum sem lagt er í þeirra stæði, hvernig svo sem til skemmdanna er stofnað. Menn skildu hafa það í huga,“ segir Þórir. Keflavíkurflugvöllur Tryggingar Snjómokstur Bílastæði Neytendur Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Þórir vakti athygli á þessu á Feisbúkksíðunni Bakland Ferðaþjónustunnar, þar sem hann birti myndir af bílnum á kafi í snjó og sagði sögu sína. Hann segir í samtali við fréttastofu að hann hafi lagt bíl sínum utarlega á P1 bílastæði ISAVIA þegar hann fór til Tenerife. Þegar hann kom til baka var búið að moka snjó upp að og undir bílinn. Miklar skemmdir Hann hafi brotið sér leið inn í bílinn með tennisspaða og komið honum í gang, en svo kom á daginn að ekki var hægt að setja bílinn í drive, þar sem frosinn snjór undir bílnum hefði þrýst upp í gírinn. Alls konar ljós hafi verið í mælaborðinu, bremsuleiðsla farin í sundur, handbremsubarkar farnir og skipt hafi þurft um hitt og þetta. Þórir braut sér leið að bílnum með tennisspaðaÞórir Brynjúlfsson Hann segist hafa farið með málið til ISAVIA, sem bentu á verktakann. „Þá fór ég til tryggingarfélags verktakans, og þeir neituðu að borga þetta. Þá kærði ég þetta til úrskurðarnefndar og málið er þar í dag,“ segir Þórir. Tryggingarfélagið sé nýbúið að senda mótrök gegn honum. Hefði átt að gera sér grein fyrir því sem hann var að gera „Aðalatriðið er að verktakinn lokar bílinn inni af ásettu ráði. Maðurinn sem stýrir gröfinni á að vita það að bíllinn er lokaður inni. Það er búið að loka bílinn af fyrir manninn þegar hann kemur úr ferðalagi, það er svo augljóst,“ segir Þórir. Bíllinn var utarlega á bílastæði ISAVIAÞórir Brynjúlfsson Á Feisbúkk segir hann að næsta mál sé að kæra ISAVIA og verktakann fyrir skemmdarverk til lögreglu. „ÍSAVÍA hefur nánast einokunaraðstöðu á bílastæðum við Keflavíkurflugvöll og þiggur gjald fyrir en neitar allri ábyrgð á skemmdum á bifreiðum sem lagt er í þeirra stæði, hvernig svo sem til skemmdanna er stofnað. Menn skildu hafa það í huga,“ segir Þórir.
Keflavíkurflugvöllur Tryggingar Snjómokstur Bílastæði Neytendur Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira