Man City sagt ekki ætla að styrkja sig með nýjum leikmönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2024 16:30 Erling Haaland fagnar sigri Manchester City í ensku úrvalseildinni. Hann hefur unnið hana og orðið líka markakóngur á tveimur fyrstu tímabilum sínum í deildinni. Getty/Charlotte Tattersall Manchester City er tilbúið að fara inn í nýtt keppnistímabil með sama leikmannahóp og tryggði félaginu á dögunum fjórða enska meistaratitilinn í röð. ESPN hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum en að eina breytingin yrði á þessu ef leikmaður vill fara frá félaginu. Það eru þó taldar einhverjar líkur á breytingum. Óvissa er um framtíð Kevin De Bruyne, Bernardo Silva og Ederson hjá City sem allir hafa verið orðaðir við brottför en þeir hafa þó ekki sagt félaginu að þeir vilji fara. Source: City OK without signings for title defenceManchester City are prepared to head into next season with the same squad which won a record fourth consecutive Premier League title and may not make a major summer signing unless a player asks to leave… https://t.co/d4ohB6MUWx— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) June 17, 2024 City mun líka reyna að selja þá Joao Cancelo og Kalvin Phillips í sumar en báðir leikmennirnir voru úti á láni á síðustu leiktíð. Það kemur til greina að lána þá aftur samkvæmt frétt ESPN en helst vill félagið selja leikmennina sem voru á láni hjá Barcelona og West Ham United í vetur. Enskir miðlar hafa fjallað um áhuga City á Bruno Guimarães hjá Newcastle en hann kemur aðeins til greina ef að De Bruyne, Silva eða jafnvel Matheus Nunes biðja um að fara. City segir Brasilíumanninn þó ekki vera hundrað milljón punda virði eins og uppkaupaákvæðið í samningi hans hljóðar til um. Það gæti þó orðið erfitt að semja við Newcastle um eitthvað minna en það en félagið vill ekki selja leikmanninn. Það er hægt að kaupa upp samninginn en aðeins út júnímánuð. Eftir það fellur ákvæðið úr gildi. Enski boltinn Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira
ESPN hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum en að eina breytingin yrði á þessu ef leikmaður vill fara frá félaginu. Það eru þó taldar einhverjar líkur á breytingum. Óvissa er um framtíð Kevin De Bruyne, Bernardo Silva og Ederson hjá City sem allir hafa verið orðaðir við brottför en þeir hafa þó ekki sagt félaginu að þeir vilji fara. Source: City OK without signings for title defenceManchester City are prepared to head into next season with the same squad which won a record fourth consecutive Premier League title and may not make a major summer signing unless a player asks to leave… https://t.co/d4ohB6MUWx— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) June 17, 2024 City mun líka reyna að selja þá Joao Cancelo og Kalvin Phillips í sumar en báðir leikmennirnir voru úti á láni á síðustu leiktíð. Það kemur til greina að lána þá aftur samkvæmt frétt ESPN en helst vill félagið selja leikmennina sem voru á láni hjá Barcelona og West Ham United í vetur. Enskir miðlar hafa fjallað um áhuga City á Bruno Guimarães hjá Newcastle en hann kemur aðeins til greina ef að De Bruyne, Silva eða jafnvel Matheus Nunes biðja um að fara. City segir Brasilíumanninn þó ekki vera hundrað milljón punda virði eins og uppkaupaákvæðið í samningi hans hljóðar til um. Það gæti þó orðið erfitt að semja við Newcastle um eitthvað minna en það en félagið vill ekki selja leikmanninn. Það er hægt að kaupa upp samninginn en aðeins út júnímánuð. Eftir það fellur ákvæðið úr gildi.
Enski boltinn Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira