ESPN hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum en að eina breytingin yrði á þessu ef leikmaður vill fara frá félaginu.
Það eru þó taldar einhverjar líkur á breytingum. Óvissa er um framtíð Kevin De Bruyne, Bernardo Silva og Ederson hjá City sem allir hafa verið orðaðir við brottför en þeir hafa þó ekki sagt félaginu að þeir vilji fara.
Source: City OK without signings for title defence
— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) June 17, 2024
Manchester City are prepared to head into next season with the same squad which won a record fourth consecutive Premier League title and may not make a major summer signing unless a player asks to leave… https://t.co/d4ohB6MUWx
City mun líka reyna að selja þá Joao Cancelo og Kalvin Phillips í sumar en báðir leikmennirnir voru úti á láni á síðustu leiktíð. Það kemur til greina að lána þá aftur samkvæmt frétt ESPN en helst vill félagið selja leikmennina sem voru á láni hjá Barcelona og West Ham United í vetur.
Enskir miðlar hafa fjallað um áhuga City á Bruno Guimarães hjá Newcastle en hann kemur aðeins til greina ef að De Bruyne, Silva eða jafnvel Matheus Nunes biðja um að fara.
City segir Brasilíumanninn þó ekki vera hundrað milljón punda virði eins og uppkaupaákvæðið í samningi hans hljóðar til um.
Það gæti þó orðið erfitt að semja við Newcastle um eitthvað minna en það en félagið vill ekki selja leikmanninn. Það er hægt að kaupa upp samninginn en aðeins út júnímánuð. Eftir það fellur ákvæðið úr gildi.