„Ef hún andar inn á vellinum þá skorar hún“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 11:00 Sandra María Jessen fagnar marki með Bríeti Fjólu Bjarnadóttur í sumar. Vísir/Hulda Margrét Sandra María Jessen varð um helgina sú fimmtánda í sögunni til að skora hundrað mörk í efstu deild kvenna í fótbolta. Bestu mörkin ræddu afrek Söndru sem er langmarkahæsti leikmaður Bestu deildar kvenna í sumar með tólf mörk í aðeins átta leikjum. Það var byrjað á því að ræða þá ákvörðun Söndru að halda tryggð við ungt lið Þór/KA. „Við bjuggumst við því að það yrði erfitt fyrir Þór/KA að halda henni. Það tekst hjá Jóa [Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA]. Auðvitað eru hennar fjölskyldutengsl fyrir norðan en það hefur örugglega töluvert þurft til að halda henni fyrir norðan,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Maður skilur það að það hafi mögulega kitlað aðeins. Nú er ég ekki að tala um að koma á höfuðborgarsvæðið af því að það er svo frábært. Að fá nýja áskorun fyrir hana á Íslandi. Hún hefur bara spilað í Þór/KA á Íslandi og það eru margir leikmenn sem vilja fá nýja áskorun,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Ég held bara að hún hafi fundið sér nýja áskorun fyrir norðan og maður getur alltaf gert það í því umhverfi sem maður er í. Maður þarf bara að hugsa út fyrir boxið og ég held að Sandra María hafi gert það enda er hún að standa sig frábærlega vel,“ sagði Margrét Lára. „Ef hún andar inn á vellinum þá skorar hún. Eins og þetta fyrsta mark. Ég veit ekkert hvort hún snertir boltann einu sinni. Henni er alveg sama. Hún fagnar því,“ sagði Margrét. Þær skoðuðu síðan mörk Söndru í sigrinum á Stjörnunni. „Svo þarftu, Margrét Lára, að fagna til þess að eiga mörkin,“ sagði Helena. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um Söndru Maríu og hvar hún er meðal markahæstu leikmanna sögunnar. Á listanum mátti líka sjá bæði Margréti Láru og Helenu og þær ræddu það aðeins líka. Klippa: Bestu mörkin. Sandra María með hundrað mörk í efstu deild Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Bestu mörkin Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Arnar Þór látinn fara frá Gent Fótbolti Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Bestu mörkin ræddu afrek Söndru sem er langmarkahæsti leikmaður Bestu deildar kvenna í sumar með tólf mörk í aðeins átta leikjum. Það var byrjað á því að ræða þá ákvörðun Söndru að halda tryggð við ungt lið Þór/KA. „Við bjuggumst við því að það yrði erfitt fyrir Þór/KA að halda henni. Það tekst hjá Jóa [Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA]. Auðvitað eru hennar fjölskyldutengsl fyrir norðan en það hefur örugglega töluvert þurft til að halda henni fyrir norðan,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Maður skilur það að það hafi mögulega kitlað aðeins. Nú er ég ekki að tala um að koma á höfuðborgarsvæðið af því að það er svo frábært. Að fá nýja áskorun fyrir hana á Íslandi. Hún hefur bara spilað í Þór/KA á Íslandi og það eru margir leikmenn sem vilja fá nýja áskorun,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Ég held bara að hún hafi fundið sér nýja áskorun fyrir norðan og maður getur alltaf gert það í því umhverfi sem maður er í. Maður þarf bara að hugsa út fyrir boxið og ég held að Sandra María hafi gert það enda er hún að standa sig frábærlega vel,“ sagði Margrét Lára. „Ef hún andar inn á vellinum þá skorar hún. Eins og þetta fyrsta mark. Ég veit ekkert hvort hún snertir boltann einu sinni. Henni er alveg sama. Hún fagnar því,“ sagði Margrét. Þær skoðuðu síðan mörk Söndru í sigrinum á Stjörnunni. „Svo þarftu, Margrét Lára, að fagna til þess að eiga mörkin,“ sagði Helena. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um Söndru Maríu og hvar hún er meðal markahæstu leikmanna sögunnar. Á listanum mátti líka sjá bæði Margréti Láru og Helenu og þær ræddu það aðeins líka. Klippa: Bestu mörkin. Sandra María með hundrað mörk í efstu deild
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Bestu mörkin Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Arnar Þór látinn fara frá Gent Fótbolti Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira