Utanríkisráðherra skipaði starfshóp um aðgerðir gegn gullhúðun EES-reglna 24. janúar 2024 á grundvelli samþykktar ríkisstjórnar. Starfshópinn skipuðu Brynjar Níelsson, lögfræðingur sem jafnframt var formaður, dr. Margrét Einarsdóttir prófessor og María Guðjónsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs.
Þau kynna tillögur að aðgerðum gegn gullhúðun á fundinum, sem hefst klukkan 12 og sjá má í spilaranum hér að neðan. Ráðherra og fulltrúar starfshópsins munu einnig sitja fyrir svörum á fundinum.
Skýrslu starfshópsins má lesa hér.