Margrét Lára: Breiðablik með öflugasta liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 14:00 Blikakonur fagna hér sigri á Val í toppslagnum á dögunum. Vísir/Hari Blikakonur eru með fullt hús á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir átta sigra í fyrstu átta leikjum sínum. Bestu mörkin ræddu Blikaliðið og þá sérstaklega breiddina hjá sóknarmönnum liðsins. „Eitt sem ég er að velta fyrir mér með framherjana. Katrín Ásbjörnsdóttir setur nokkur mörk í bikarleiknum og er svo bara sett á bekkinn í þessu móti. Nik (Chamberlain) og Edda (Garðarsdóttur) hafa úr miklu að velja og eru með frábæra framherja á bekknum í Katrínu og Birtu (Guðlaugsdóttur),“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Blikar eru með markatöluna 24-2 í þessum átta leikjum. Þær hafa skorað þrjú mörk eða fleiri í sex af átta leikjum og ekki fengið á sig mark í öllum leikjum nema tveimur. Breiddin ekkert eðlilega góð „Breiddin í þessu Blikaliði er ekkert eðlilega góð. Hrafnhildur Ása (Halldórsdóttir) er mjög ung en ofboðslega skemmtilegur leikmaður. Ég væri til í að sjá hana spila í hverri umferð. Hún er bara ung og þetta stór og breiður hópur sem Breiðablik á,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Fyrir mitt leyti, og eins og staðan er núna, þá finnst mér Breiðablik vera með öflugasta liðið. Þær eru að fá á sig mjög fá mörk. Þær eru að skora fullt af mörkum,“ sagði Margrét Lára. „Það er líka að dreifast vel. Það eru fimm leikmenn sem eru komnar með þrjú mörk plús,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. Líður svo miklu betur „Þær eru með mjög gott sjálfstraust og þeim er farið að líða svo miklu miklu betur í þessu kerfi hjá Nik og Eddu. Það er að skila sér alveg svakalega núna,“ sagði Margrét. Bára kom með þá kenningu að Nik sé að halda öllum leikmönnum Blika góðum með því að skipta leikjum á milli framherjaparanna eða það þá að hann sé að halda þeim öllum heitum með því að leyfa þeim öllum að spila. Margrét Lára sagði líka að það yrði gaman að sjá hvernig Blikaliðið mun bregðast við þegar þær misstíga sig. Þá er erfitt að vera eitthvað ósáttur „Þær hafa ekki tapað leik eða stigi síðan að mótið byrjaði. Maður sér ekkert breytast fyrr en þær mögulega misstíga sig. Ef þær misstíga sig sem ég held að munu nú gerast á einhverjum tímapunkti. Þá verður gaman að sjá hvernig þær bregðast þá við,“ sagði Margrét. „Fer þá að koma einhver pirringur inn í leikmannahópinn? Þegar við vinnum, það er gaman, allir eru að skora og allir eru að njóta sín. Þá er erfitt að vera eitthvað ósáttur eða pirraður. Um leið og úrslitin eru ekki að skila sér þá mun reyna á hópinn,“ sagði Margrét. Það má finna alla umfjöllunina um Blikaliðið hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin. Breiddin í Breiðabliksliðinu Besta deild kvenna Bestu mörkin Breiðablik Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
„Eitt sem ég er að velta fyrir mér með framherjana. Katrín Ásbjörnsdóttir setur nokkur mörk í bikarleiknum og er svo bara sett á bekkinn í þessu móti. Nik (Chamberlain) og Edda (Garðarsdóttur) hafa úr miklu að velja og eru með frábæra framherja á bekknum í Katrínu og Birtu (Guðlaugsdóttur),“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Blikar eru með markatöluna 24-2 í þessum átta leikjum. Þær hafa skorað þrjú mörk eða fleiri í sex af átta leikjum og ekki fengið á sig mark í öllum leikjum nema tveimur. Breiddin ekkert eðlilega góð „Breiddin í þessu Blikaliði er ekkert eðlilega góð. Hrafnhildur Ása (Halldórsdóttir) er mjög ung en ofboðslega skemmtilegur leikmaður. Ég væri til í að sjá hana spila í hverri umferð. Hún er bara ung og þetta stór og breiður hópur sem Breiðablik á,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Fyrir mitt leyti, og eins og staðan er núna, þá finnst mér Breiðablik vera með öflugasta liðið. Þær eru að fá á sig mjög fá mörk. Þær eru að skora fullt af mörkum,“ sagði Margrét Lára. „Það er líka að dreifast vel. Það eru fimm leikmenn sem eru komnar með þrjú mörk plús,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. Líður svo miklu betur „Þær eru með mjög gott sjálfstraust og þeim er farið að líða svo miklu miklu betur í þessu kerfi hjá Nik og Eddu. Það er að skila sér alveg svakalega núna,“ sagði Margrét. Bára kom með þá kenningu að Nik sé að halda öllum leikmönnum Blika góðum með því að skipta leikjum á milli framherjaparanna eða það þá að hann sé að halda þeim öllum heitum með því að leyfa þeim öllum að spila. Margrét Lára sagði líka að það yrði gaman að sjá hvernig Blikaliðið mun bregðast við þegar þær misstíga sig. Þá er erfitt að vera eitthvað ósáttur „Þær hafa ekki tapað leik eða stigi síðan að mótið byrjaði. Maður sér ekkert breytast fyrr en þær mögulega misstíga sig. Ef þær misstíga sig sem ég held að munu nú gerast á einhverjum tímapunkti. Þá verður gaman að sjá hvernig þær bregðast þá við,“ sagði Margrét. „Fer þá að koma einhver pirringur inn í leikmannahópinn? Þegar við vinnum, það er gaman, allir eru að skora og allir eru að njóta sín. Þá er erfitt að vera eitthvað ósáttur eða pirraður. Um leið og úrslitin eru ekki að skila sér þá mun reyna á hópinn,“ sagði Margrét. Það má finna alla umfjöllunina um Blikaliðið hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin. Breiddin í Breiðabliksliðinu
Besta deild kvenna Bestu mörkin Breiðablik Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira