Loksins Mannréttindastofnun Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 19. júní 2024 15:30 Mannréttindi eru hornsteinn frelsis, friðar, þróunar og réttlætis og þau ber að heiðra og hlú að þeim. Mannréttindi koma ekki að sjálfu sér heldur eru ákvörðun sem þarf að festa í lög, koma inn í kerfi, venja stofnanir við og viðhalda. Þessvegna er mikilvægt að mannréttindi eigi sér óháðan málsvara í stjórnkerfinu, sem heyrir ekki undir framkvæmdavaldið heldur sem sjálfstæð stofnun undir Alþingi. Það er þvi stórt skref og mikilvægt að loksins verður komið á fót sjálfstæðri, óháðri Mannréttindastofnun á Íslandi með það meginhlutverk að efla og vernda mannréttindi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum. Með því stöndum við jafnfætis velflestum Evrópuríkjum sem eiga slíka stofnun og getum loksins lögfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem er ætlað að verja og efla réttindi og virðingu og vinna að jafnrétti fatlaðs fólks í samfélaginu. Samningurinn var fullgiltur hér á landi árið 2016 en ekki hefur enn tekist að lögfesta hann – vegna þess að ekki var hægt að uppfylla skilyrði um óháða innlenda Mannréttindastofnun. Nú hillir undir að slíkt takist loksins. En stofnun sérstakrar Mannréttindastofnunar á Íslandi er ekki aðeins mikilvæg fyrir fatlað fólk heldur verða þar undir ýmis réttindi sem varin eru í stjórnarskrá lýðveldisins og er grundvallaratriði í siðuðu samfélagi að séu tryggð og eigi sér skilgreindan málsvara. Hlutverk Mannréttindastofnunnar felst til dæmis í eftirliti með framkvæmd laga, að veita ráðgjöf um vernd mannréttinda, fjalla um ástand mannréttindamála í landinu, vekja athygli á hugsanlegum mannréttindabrotum og eftir atvikum koma með tillögur að úrbótum, stuðla að rannsóknum á sviði mannréttinda, sinna fræðslu og hvetja til opinberrar umræðu um mannréttindi og ekki síst að vinna að því að mannréttindi séu virt á öllum sviðum samfélagsins. Þangað verður hægt að leita um ráðgjöf og leiðbeiningar og koma með ábendingar sem geta leitt til þess að stofnunin taki mál til skoðunar að eigin frumkvæði. Þessi stofnun getur því orðið mikilvægt skref á vegferð okkar til að tryggja að mannréttindaumhverfi verði eins og best verður á kosið hér á landi. Við undirbúningsvinnu að frumvarpi um Mannréttindastofnun Íslands var var haft víðtækt samráð við stofnanir, félagasamtök og aðra hagsmunaaðila sem öll lögðu ríka áhersla á mikilvægi þess að henni yrði komið sem fyrst á fót. Könnun var einnig lögð fram meðal almennings um stöðu mannréttinda og þar kom fram að einungis 30% svarenda töldu mannréttindaeftirliti nægilega vel sinnt á Íslandi og 93% í sömu könnun töldu mannréttindi gríðarlega mikilvæg til að skapa betra samfélag. Með stofnun Mannréttindastofnunar Íslands er því stigið mikilvægt skref, ekki einungis til að fara að vilja þjóðarinnar og uppfylla skyldur okkar heldur til að sýna á alþjóðavettvangi að á Íslandi setjum við mannréttindi í öndvegi. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Alþingi Vinstri græn Mannréttindi Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Mannréttindi eru hornsteinn frelsis, friðar, þróunar og réttlætis og þau ber að heiðra og hlú að þeim. Mannréttindi koma ekki að sjálfu sér heldur eru ákvörðun sem þarf að festa í lög, koma inn í kerfi, venja stofnanir við og viðhalda. Þessvegna er mikilvægt að mannréttindi eigi sér óháðan málsvara í stjórnkerfinu, sem heyrir ekki undir framkvæmdavaldið heldur sem sjálfstæð stofnun undir Alþingi. Það er þvi stórt skref og mikilvægt að loksins verður komið á fót sjálfstæðri, óháðri Mannréttindastofnun á Íslandi með það meginhlutverk að efla og vernda mannréttindi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum. Með því stöndum við jafnfætis velflestum Evrópuríkjum sem eiga slíka stofnun og getum loksins lögfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem er ætlað að verja og efla réttindi og virðingu og vinna að jafnrétti fatlaðs fólks í samfélaginu. Samningurinn var fullgiltur hér á landi árið 2016 en ekki hefur enn tekist að lögfesta hann – vegna þess að ekki var hægt að uppfylla skilyrði um óháða innlenda Mannréttindastofnun. Nú hillir undir að slíkt takist loksins. En stofnun sérstakrar Mannréttindastofnunar á Íslandi er ekki aðeins mikilvæg fyrir fatlað fólk heldur verða þar undir ýmis réttindi sem varin eru í stjórnarskrá lýðveldisins og er grundvallaratriði í siðuðu samfélagi að séu tryggð og eigi sér skilgreindan málsvara. Hlutverk Mannréttindastofnunnar felst til dæmis í eftirliti með framkvæmd laga, að veita ráðgjöf um vernd mannréttinda, fjalla um ástand mannréttindamála í landinu, vekja athygli á hugsanlegum mannréttindabrotum og eftir atvikum koma með tillögur að úrbótum, stuðla að rannsóknum á sviði mannréttinda, sinna fræðslu og hvetja til opinberrar umræðu um mannréttindi og ekki síst að vinna að því að mannréttindi séu virt á öllum sviðum samfélagsins. Þangað verður hægt að leita um ráðgjöf og leiðbeiningar og koma með ábendingar sem geta leitt til þess að stofnunin taki mál til skoðunar að eigin frumkvæði. Þessi stofnun getur því orðið mikilvægt skref á vegferð okkar til að tryggja að mannréttindaumhverfi verði eins og best verður á kosið hér á landi. Við undirbúningsvinnu að frumvarpi um Mannréttindastofnun Íslands var var haft víðtækt samráð við stofnanir, félagasamtök og aðra hagsmunaaðila sem öll lögðu ríka áhersla á mikilvægi þess að henni yrði komið sem fyrst á fót. Könnun var einnig lögð fram meðal almennings um stöðu mannréttinda og þar kom fram að einungis 30% svarenda töldu mannréttindaeftirliti nægilega vel sinnt á Íslandi og 93% í sömu könnun töldu mannréttindi gríðarlega mikilvæg til að skapa betra samfélag. Með stofnun Mannréttindastofnunar Íslands er því stigið mikilvægt skref, ekki einungis til að fara að vilja þjóðarinnar og uppfylla skyldur okkar heldur til að sýna á alþjóðavettvangi að á Íslandi setjum við mannréttindi í öndvegi. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar