Um er að ræða 230 fermetra parhús sem var byggt árið 2007. Í húsinu eru fimm til sex herbergi, þrjú baðherbergi og eitt gestasalerni.

Stofa er björt og rúmgóð með sérsmíðuðum arni og stein syllu undir úr íslensku grágrýti. Í stofu eru sérsmíðaðar áfastar hillur og sjónvarpsskápur með góðum hirslum. Úr stofu er útgengi á skjólgóðar svalir í suður og þaðan er gengið niður í gróðursælan garð. Einstaklega fallegur hlynur er fyrir miðjum garði ásamt öðrum fallegum gróðri og steinhleðslum.
Heimili hjónanna er innréttað á hlýlegan máta þar sem fallegir munir og listaverk prýða hvern krók og kima.
Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.

