Lýtalæknir handtekinn hálfu ári eftir að eiginkonan lést eftir aðgerð Árni Sæberg skrifar 19. júní 2024 17:35 Benjamin Jacob Brown framkvæmir sennilega ekki lýtaaðgerðir á næstunni. Lögreglan í Santa Rosa-sýslu Benjamin Jacob Brown, lýtalæknir í Flórída í Bandaríkjunum, hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa drepið eiginkonu sína af gáleysi í nóvember í fyrra. Í frétt CBS um málið segir að lögreglumenn hafi verið kallaðir til þann 21. nóvember síðastliðinn að læknastofu Browns. Þar hafi þeir fundið Hillary Ellington Brown, eiginkonu læknisins, í hjartastoppi og komið henni undir læknishendur. Hún hafi verið sett í öndunarvél en látist viku síðar. Lögreglan í Santa Rosa-sýslu tilkynnti á mánudag að Brown hefði verið handtekinn eftir ítarlega rannsókn á andláti eiginkonu hans. Fékk verkjalyfseitrun Í frétt Pensacola News Journal segir að Hillary hafi greinst með eitrun af völdum verkjalyfsins Lidokain eftir aðgerð sem maðurinn hennar framkvæmdi. Aðgerðin hafi falið í sér lagfæringu á vöðva, fegrunaraðgerð vegna öra á kvið, fitusog úr handlegg og varafyllingu. Rannsókn heilbrigðisyfirvalda í Flórída hafi bent til þess að Brown hafi ekki hringt á neyðarlínuna um leið og eiginkona hans missti meðvitund og ekki hafið fyrstu hjálp fyrr en minnst tíu mínútum síðar. Þá hafi Brown framkvæmt óleyfilegar aðgerðir á skjólstæðingum sínum og ekki fylgt reglum um sótthreinsun. Fórnaði sér svo læknirinn gæti ekki skaðað aðra Í frétt Pensacola News Journal er haft eftir Marty Ellington, föður Hillary, að Brown hafi valdið fjölskyldu hans ævarandi sorg með kæruleysi hans. „Egó hans og hroki urðu neyð hennar yfirsterkari og lengdu þann tíma sem hún þjáðist af súrefnisskorti í heila, sem leiddi til andláts hennar. Ben Brown svipti barnabörn mín móður þeirra, mig einkadótturinni og skærustu stjörnu okkar allra. Hillary fórnaði sér og gjalt fyrir með lífinu, til þess að Ben Brown geti ekki skaðað aðra. Kannski fær hann þá athygli sem hann á skilið í fangelsi. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Fleiri fréttir Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Sjá meira
Í frétt CBS um málið segir að lögreglumenn hafi verið kallaðir til þann 21. nóvember síðastliðinn að læknastofu Browns. Þar hafi þeir fundið Hillary Ellington Brown, eiginkonu læknisins, í hjartastoppi og komið henni undir læknishendur. Hún hafi verið sett í öndunarvél en látist viku síðar. Lögreglan í Santa Rosa-sýslu tilkynnti á mánudag að Brown hefði verið handtekinn eftir ítarlega rannsókn á andláti eiginkonu hans. Fékk verkjalyfseitrun Í frétt Pensacola News Journal segir að Hillary hafi greinst með eitrun af völdum verkjalyfsins Lidokain eftir aðgerð sem maðurinn hennar framkvæmdi. Aðgerðin hafi falið í sér lagfæringu á vöðva, fegrunaraðgerð vegna öra á kvið, fitusog úr handlegg og varafyllingu. Rannsókn heilbrigðisyfirvalda í Flórída hafi bent til þess að Brown hafi ekki hringt á neyðarlínuna um leið og eiginkona hans missti meðvitund og ekki hafið fyrstu hjálp fyrr en minnst tíu mínútum síðar. Þá hafi Brown framkvæmt óleyfilegar aðgerðir á skjólstæðingum sínum og ekki fylgt reglum um sótthreinsun. Fórnaði sér svo læknirinn gæti ekki skaðað aðra Í frétt Pensacola News Journal er haft eftir Marty Ellington, föður Hillary, að Brown hafi valdið fjölskyldu hans ævarandi sorg með kæruleysi hans. „Egó hans og hroki urðu neyð hennar yfirsterkari og lengdu þann tíma sem hún þjáðist af súrefnisskorti í heila, sem leiddi til andláts hennar. Ben Brown svipti barnabörn mín móður þeirra, mig einkadótturinni og skærustu stjörnu okkar allra. Hillary fórnaði sér og gjalt fyrir með lífinu, til þess að Ben Brown geti ekki skaðað aðra. Kannski fær hann þá athygli sem hann á skilið í fangelsi.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Fleiri fréttir Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Sjá meira