Jón sat hjá Árni Sæberg skrifar 20. júní 2024 12:50 Jón Gunnarsson greiddi ekki atkvæði um tillöguna. Vísir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi ekki atkvæði um vantrauststillögu á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra. Tillagan var felld með talsverðum meirihluta greiddra atkvæða. Talsverð eftirvænting var eftir því hvernig Jón myndi haga atkvæði sínu enda hefur hann verið mjög harðorður í garð Bjarkeyjar í kjölfar ákvörðunar hennar um að leyfa hvalveiðar. Jón var ekki óánægður með ákvörðunina sem slíka en gagnrýndi stjórnsýsluhætti Bjarkeyjar harðlega. Jón gerði grein fyrir atkvæði sínu í pontu Alþingis þegar atkvæði voru greidd um tillöguna. Hann sagði eðlilega kröfu að ráðherra víki úr embætti ef rétt reynist að hann hafi misbeitt valdi sínu. Vinstri græn eigi ekki erindi á Alþingi „Ábyrgðin liggur þó fyrst og fremst hjá þingflokki þeim sem ráðherrann situr í umboði fyrir. Flókin staða VG í þeim efnum, tveir af þremur ráðherrum eru með hæstaréttardóm á bakinu fyrir að brjóta á réttindum sveitarfélaga og almennings og nú má segja að fleiri dómar séu væntanlegir. Staðreyndin er augljóslega sú að stjórnmálaflokkur sem styður og lætur slík vinnubrögð átölulaus á kannski takmarkað erindi á Alþingi Íslendinga. Virðulegur forseti, það eru viðsjárverðir tímar í íslenskri pólitík og ábyrgðarhlutur að rjúfa ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar á þessum degi. Ég treysti forsætisráðherra og mörgum ráðherrum ríkisstjórnarinnar og ég greiði því ekki atkvæði.“ Óli Björn sagði nei en vildi helst hafa VG annars staðar Tveir aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokks höfðu ekki farið í grafgötur með óánægju sína með stjórnsýsluhætti Bjarkeyjar. Teitur Björn Einarsson var fjarverandi vegna veikinda og þurfti því ekki að taka afstöðu á þingi í dag. Óli Björn Kárason ákvað að gera grein fyrir atkvæði sínu á þingfundinum. Hann sagði að hann telji það enn mistök að Sjálfstæðisflokkurinn hafi samþykkt að atvinnuvegaráðuneytið [matvælaráðuneytið] væri í höndum Vinstri grænna. „En eftir að hafa hlustað á þann málflutning stjórnarandstöðunnar og máltilbúnað, ef málatilbúnað skyldi kalla, þá get ég aldrei slegist í lið með slíku fólki. Ég mun aldrei vera í liði með þeim sem reyna að fella ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Og ég mun, þegar ég vakna í fyrramálið, líta glaður í spegil og sáttur við sjálfan mig eftir að hafa sagt nei.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira
Talsverð eftirvænting var eftir því hvernig Jón myndi haga atkvæði sínu enda hefur hann verið mjög harðorður í garð Bjarkeyjar í kjölfar ákvörðunar hennar um að leyfa hvalveiðar. Jón var ekki óánægður með ákvörðunina sem slíka en gagnrýndi stjórnsýsluhætti Bjarkeyjar harðlega. Jón gerði grein fyrir atkvæði sínu í pontu Alþingis þegar atkvæði voru greidd um tillöguna. Hann sagði eðlilega kröfu að ráðherra víki úr embætti ef rétt reynist að hann hafi misbeitt valdi sínu. Vinstri græn eigi ekki erindi á Alþingi „Ábyrgðin liggur þó fyrst og fremst hjá þingflokki þeim sem ráðherrann situr í umboði fyrir. Flókin staða VG í þeim efnum, tveir af þremur ráðherrum eru með hæstaréttardóm á bakinu fyrir að brjóta á réttindum sveitarfélaga og almennings og nú má segja að fleiri dómar séu væntanlegir. Staðreyndin er augljóslega sú að stjórnmálaflokkur sem styður og lætur slík vinnubrögð átölulaus á kannski takmarkað erindi á Alþingi Íslendinga. Virðulegur forseti, það eru viðsjárverðir tímar í íslenskri pólitík og ábyrgðarhlutur að rjúfa ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar á þessum degi. Ég treysti forsætisráðherra og mörgum ráðherrum ríkisstjórnarinnar og ég greiði því ekki atkvæði.“ Óli Björn sagði nei en vildi helst hafa VG annars staðar Tveir aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokks höfðu ekki farið í grafgötur með óánægju sína með stjórnsýsluhætti Bjarkeyjar. Teitur Björn Einarsson var fjarverandi vegna veikinda og þurfti því ekki að taka afstöðu á þingi í dag. Óli Björn Kárason ákvað að gera grein fyrir atkvæði sínu á þingfundinum. Hann sagði að hann telji það enn mistök að Sjálfstæðisflokkurinn hafi samþykkt að atvinnuvegaráðuneytið [matvælaráðuneytið] væri í höndum Vinstri grænna. „En eftir að hafa hlustað á þann málflutning stjórnarandstöðunnar og máltilbúnað, ef málatilbúnað skyldi kalla, þá get ég aldrei slegist í lið með slíku fólki. Ég mun aldrei vera í liði með þeim sem reyna að fella ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Og ég mun, þegar ég vakna í fyrramálið, líta glaður í spegil og sáttur við sjálfan mig eftir að hafa sagt nei.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira