Fann fyrir nærveru hinna látnu í Auschwitz Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. júní 2024 21:00 Talið er að 1,3 milljónir manna hafi verið flutt í útrýmingabúðirnar í Auschwitz og 1,1 milljón verið tekin af lífi. Hilmar Þór „Það tók virkilega á að sjá þennan stað og upplifa þá skelfilegu sögu sem þarna fór fram,“ segir ljósmyndarinn Hilmar Þór Norðfjörð. Hann heimsótti á dögunum útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz með myndavélina við höndina. Hilmar Þór lýsti upplifun sinni af heimsókn sinni í fangabúðirnar alræmdu í færslu á Facebook á dögunum. Talið er að 1,1 milljón manna, að stærstum hluta gyðingar, hafi verið teknir af lífi í fangabúðunum yfir fimm ára tímabil í seinni heimsstyrjöldinni. Auschwitz voru stærstu fanga- og útrýmingarbúðir nasista í stríðuna, staðsettar í Póllandi sem Þjóðverjar hernámu. Hilmar Þór „Það tók virkilega á að sjá þennan stað og upplifa þá skelfilegu sögu sem þarna fór fram. Það er eitt að sjá bíómyndir eða þætti sem fjalla um þennan tíma í sögunni en annað að vera á staðnum og nánast finna fyrir nærveru þeirra sem enduðu líf sitt á þessum skelfilega stað. Og við skulum ekki gleyma að í sögulegu samhengi er alls ekki langt síðan þessir atburðir áttu sér stað,“ segir Hilmar Þór. Hilmar Þór „Flest þau sem fóru í Auschwitz lifðu skemur en ár áður en þau voru myrt í gasklefunum eða á annan hræðilegan hátt. Þetta var saklaust fólk sem, eins og ég eða þú, sem vissi að það ætti ekki mikla möguleika á að sleppa frá búðunum lifandi. Og bara að hugsa um að þurfa að fara í gegnum hvern dag með það í huganum er skelfilegt eitt og sér.“ Að neðan má sjá fleiri listrænar myndir Hilmars Þórs frá Auschwitz. Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hér að neðan má sjá færsluna sem Hilmar birti með myndunum en hægt er að skoða fleiri myndir frá Auschwitz á vefnum nordleica.com eða á instagram.com/nordleica. Hilmar Þór heldur úti ljósmyndavefnum nordleica.com en Hilmar starfaði í um tuttugu ár sem blaðaljósmyndari, meðal annars á DV. Færslu Hilmar má sjá hér að neðan. Sagan má ekki gleymast! Það hefur lengi verið á dagskrá hjá mér að heimsækja Auswitch - Birkenau og það varð loksins úr því á mánudaginn þegar ég fór með Auði í þessar fyrrum útrýmingarbúðir Nasista. Allir sem ég veit um að hafa farið þangað segja að upplifunin sé skelfileg enda er eitt að sjá heimildarmynd eða kvikmynd um staðinn en allt annað fara á staðinn og skoða söguna, fórnarlömbin og muna að það er ekki langt síðan þetta helvíti á jörðu var starfrækt. Heimsóknin var erfið og situr í mér. Að sjá persónulega muni fólks, hár af mörg þúsund manneskjum sem var selt til að búa til sængur, dýnur og kodda. Skála þar sem börn dvöldu, allt að 10 saman í rúmi og vitneskjan um að meðal-dvalartími fanga sem komu var frá nokkrum vikum í um ár áður en þau voru send í gasklefana enda orðin of veikburða til að vinna. Sagan endurtekur sig og þess vegna finnst mér skipta alla máli að muna eftir þeim voðaverkum og grimmdinni sem fram fór í Auswitch - Birkenau sem og öðrum fangabúðum. Ég tók myndir á staðnum, þar sem það mátti, og notaði myndavélina sem vegg til að vernda mig en jafnframt til að geta minnt mig á að sagan má ekki gleymast, þá endurtekur hún sig. Ég mæli eindregið með heimsókn í Auswitch - Birkenau, jafnvel þó það séu erfið skref að ganga. Seinni heimsstyrjöldin Ljósmyndun Íslendingar erlendis Ferðalög Pólland Þýskaland Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Hilmar Þór lýsti upplifun sinni af heimsókn sinni í fangabúðirnar alræmdu í færslu á Facebook á dögunum. Talið er að 1,1 milljón manna, að stærstum hluta gyðingar, hafi verið teknir af lífi í fangabúðunum yfir fimm ára tímabil í seinni heimsstyrjöldinni. Auschwitz voru stærstu fanga- og útrýmingarbúðir nasista í stríðuna, staðsettar í Póllandi sem Þjóðverjar hernámu. Hilmar Þór „Það tók virkilega á að sjá þennan stað og upplifa þá skelfilegu sögu sem þarna fór fram. Það er eitt að sjá bíómyndir eða þætti sem fjalla um þennan tíma í sögunni en annað að vera á staðnum og nánast finna fyrir nærveru þeirra sem enduðu líf sitt á þessum skelfilega stað. Og við skulum ekki gleyma að í sögulegu samhengi er alls ekki langt síðan þessir atburðir áttu sér stað,“ segir Hilmar Þór. Hilmar Þór „Flest þau sem fóru í Auschwitz lifðu skemur en ár áður en þau voru myrt í gasklefunum eða á annan hræðilegan hátt. Þetta var saklaust fólk sem, eins og ég eða þú, sem vissi að það ætti ekki mikla möguleika á að sleppa frá búðunum lifandi. Og bara að hugsa um að þurfa að fara í gegnum hvern dag með það í huganum er skelfilegt eitt og sér.“ Að neðan má sjá fleiri listrænar myndir Hilmars Þórs frá Auschwitz. Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hér að neðan má sjá færsluna sem Hilmar birti með myndunum en hægt er að skoða fleiri myndir frá Auschwitz á vefnum nordleica.com eða á instagram.com/nordleica. Hilmar Þór heldur úti ljósmyndavefnum nordleica.com en Hilmar starfaði í um tuttugu ár sem blaðaljósmyndari, meðal annars á DV. Færslu Hilmar má sjá hér að neðan. Sagan má ekki gleymast! Það hefur lengi verið á dagskrá hjá mér að heimsækja Auswitch - Birkenau og það varð loksins úr því á mánudaginn þegar ég fór með Auði í þessar fyrrum útrýmingarbúðir Nasista. Allir sem ég veit um að hafa farið þangað segja að upplifunin sé skelfileg enda er eitt að sjá heimildarmynd eða kvikmynd um staðinn en allt annað fara á staðinn og skoða söguna, fórnarlömbin og muna að það er ekki langt síðan þetta helvíti á jörðu var starfrækt. Heimsóknin var erfið og situr í mér. Að sjá persónulega muni fólks, hár af mörg þúsund manneskjum sem var selt til að búa til sængur, dýnur og kodda. Skála þar sem börn dvöldu, allt að 10 saman í rúmi og vitneskjan um að meðal-dvalartími fanga sem komu var frá nokkrum vikum í um ár áður en þau voru send í gasklefana enda orðin of veikburða til að vinna. Sagan endurtekur sig og þess vegna finnst mér skipta alla máli að muna eftir þeim voðaverkum og grimmdinni sem fram fór í Auswitch - Birkenau sem og öðrum fangabúðum. Ég tók myndir á staðnum, þar sem það mátti, og notaði myndavélina sem vegg til að vernda mig en jafnframt til að geta minnt mig á að sagan má ekki gleymast, þá endurtekur hún sig. Ég mæli eindregið með heimsókn í Auswitch - Birkenau, jafnvel þó það séu erfið skref að ganga.
Sagan má ekki gleymast! Það hefur lengi verið á dagskrá hjá mér að heimsækja Auswitch - Birkenau og það varð loksins úr því á mánudaginn þegar ég fór með Auði í þessar fyrrum útrýmingarbúðir Nasista. Allir sem ég veit um að hafa farið þangað segja að upplifunin sé skelfileg enda er eitt að sjá heimildarmynd eða kvikmynd um staðinn en allt annað fara á staðinn og skoða söguna, fórnarlömbin og muna að það er ekki langt síðan þetta helvíti á jörðu var starfrækt. Heimsóknin var erfið og situr í mér. Að sjá persónulega muni fólks, hár af mörg þúsund manneskjum sem var selt til að búa til sængur, dýnur og kodda. Skála þar sem börn dvöldu, allt að 10 saman í rúmi og vitneskjan um að meðal-dvalartími fanga sem komu var frá nokkrum vikum í um ár áður en þau voru send í gasklefana enda orðin of veikburða til að vinna. Sagan endurtekur sig og þess vegna finnst mér skipta alla máli að muna eftir þeim voðaverkum og grimmdinni sem fram fór í Auswitch - Birkenau sem og öðrum fangabúðum. Ég tók myndir á staðnum, þar sem það mátti, og notaði myndavélina sem vegg til að vernda mig en jafnframt til að geta minnt mig á að sagan má ekki gleymast, þá endurtekur hún sig. Ég mæli eindregið með heimsókn í Auswitch - Birkenau, jafnvel þó það séu erfið skref að ganga.
Seinni heimsstyrjöldin Ljósmyndun Íslendingar erlendis Ferðalög Pólland Þýskaland Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið