Mbappé nefbrotnaði í 1-0 sigri Frakka gegn Austurríkismönnum síðastliðinn mánudag og þurfti að leita upp á sjúkrahús að leik loknum.
Mbappé sleppur þó við aðgerð og missir því ekki af stórum hluta Evrópumótsins.
Fyrr í vikunni bárust fréttir af því að enn væri óvíst hvort Mbappé gæti tekið þátt í næsta leik Frakka, þegar liðið mætir Hollendingum í riðlakeppninni á morgun, föstudag.
Mbappé virðist þó vera að ná vopnum sínum og var mættur á æfingur franska liðsins í dag með sérstaka hlífðargrímu. Gríman var skreytt með frönsku litunum, bláum, rauðum og hvítum, og virðist Mbappé vera að verða klár í slaginn.
MASKBAPPÉ 🇫🇷
— B/R Football (@brfootball) June 20, 2024
(via @equipedefrance) pic.twitter.com/BxY7i3l5J4