Komst naumlega undan aurskriðu í Eyjafjarðardal Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. júní 2024 19:34 Aurskriðan féll þegar Ragnar var að sleppa fé upp á fjall. Aðsend Ragnar Jónsson bóndi á Halldórsstöðum innst í Eyjafirði var að klára að sleppa fé sínu upp á fjall þegar hann þurfti að bruna undan aurskriðu sem féll þar sem hann stóð. Hann komst sem betur fer undan og segir ekkert stórtjón hafa orðið af skriðunni. Þó hafi kafli úr girðingu skemmst þegar jörð hljóp yfir hana. Ragnar segir girðinguna hafa verið glænýja en að gott sé að ekki hafi farið verr. „Við vorum að þvæla þarna. Við vorum að klára að sleppa á fjall. Ég sé hana þarna uppi á fjalli þegar hún er á leiðinni niður,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Klippa: Aurskriða á Halldórsstöðum í Eyjafjarðardal Ragnar telur að mikil væta síðastliðinn sólarhring ásamt mikils kuldaveðurs undafarnar vikur hafi orsakað skriðuna. „Það var ausandi vatnsveður í gær og frost er ekki almennilega farið úr jörðu. Það er búið að vera það lélegt vor og byrjun sumars að það er enn frost í jörðu þarna uppi. Þetta fer örugglega af stað á frosinni jörð. Jarðvegurinn sem er þíður ofan við frost hann er orðinn vatnsmettaður og tekur ekki meira vatn og þá rennur þetta af stað. Það var mígandi rigning í allan gærdag,“ segir Ragnar. Ragnar segir einnig að skriða hafi farið á gamla bæinn sem stóð aðeins norðar en núverandi bær að Halldórsstöðum. Skriður sé að finna í gömlum heimildum þarna innst í Eyjafjarðardal. Martina Stefani skriðumatssérfræðingur segir enga tilkynningu hafa borist Veðurstofunni en að orsök skriðunnar verði skoðuð. Eyjafjarðarsveit Náttúruhamfarir Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Hann komst sem betur fer undan og segir ekkert stórtjón hafa orðið af skriðunni. Þó hafi kafli úr girðingu skemmst þegar jörð hljóp yfir hana. Ragnar segir girðinguna hafa verið glænýja en að gott sé að ekki hafi farið verr. „Við vorum að þvæla þarna. Við vorum að klára að sleppa á fjall. Ég sé hana þarna uppi á fjalli þegar hún er á leiðinni niður,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Klippa: Aurskriða á Halldórsstöðum í Eyjafjarðardal Ragnar telur að mikil væta síðastliðinn sólarhring ásamt mikils kuldaveðurs undafarnar vikur hafi orsakað skriðuna. „Það var ausandi vatnsveður í gær og frost er ekki almennilega farið úr jörðu. Það er búið að vera það lélegt vor og byrjun sumars að það er enn frost í jörðu þarna uppi. Þetta fer örugglega af stað á frosinni jörð. Jarðvegurinn sem er þíður ofan við frost hann er orðinn vatnsmettaður og tekur ekki meira vatn og þá rennur þetta af stað. Það var mígandi rigning í allan gærdag,“ segir Ragnar. Ragnar segir einnig að skriða hafi farið á gamla bæinn sem stóð aðeins norðar en núverandi bær að Halldórsstöðum. Skriður sé að finna í gömlum heimildum þarna innst í Eyjafjarðardal. Martina Stefani skriðumatssérfræðingur segir enga tilkynningu hafa borist Veðurstofunni en að orsök skriðunnar verði skoðuð.
Eyjafjarðarsveit Náttúruhamfarir Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira