Fólk hvatt til að sýna aðgát vegna skriðufallahættu á Norðurlandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. júní 2024 22:41 Í forgrunni er Eyjafjarðará. Skriðan á upptök sín í miðri hlíð og nemur staðar neðarlega í hlíðinni. Veðurstofa Íslands Ofanflóðssérfræðingar Veðurstofu Íslands brýna til fólks að sýna aðgát og fylgjast vel með aðstæðum í fjallshlíðum þar sem fólk er að störfum. Í dag slapp bóndi í Eyjafjarðardal naumlega undan aurskriðu sem féll við Halldórsstaði þar sem hann var að þvæla fé upp á fjöll. Í kjölfar þess að Veðurstofu barst melding um aurskriðuna sem féll í Eyjafirði fór skriðusérfræðingur á vettvang til að kanna aðstæður. Þetta kemur fram í færslu á ofanflóðavef Veðurstofunnar. Tvær skriður til viðbótar Á vettvangi tók skriðusérfræðingurinn eftir tveimur nýlegum skriðum innst inni í Eyjafjarðardal til viðbótar við þá sem féll síðdegis í dag. Þær skriður voru þó efnislitlar og ollu engu tjóni. Í samtali við fréttastofu segir Martina Stefani, ofanflóðasérfræðingur Veðurstofunnar, að mat Ragnars Jónssonar bónda á upptökum skriðunnar við Halldórsstaði hafi verið í meginatriðum rétt. „Vatn rennur um flesta lækjarfarvegi og snjór er efst í fjöllum innarlega í dalnum. Jarðvegur er víða blautur eftir leysingar síðustu vikna og því ekki hægt að útiloka að fleiri skriður geti fallið,“ segir í færslunni. Veðurspáin geri þó ráð fyrir svölu veðri næsta sólarhringinn og lítilli úrkomu sem dregur úr líkum á skriðuföllum. Jarðvegur víða blautur á Norðurlandi Fyrr í vikunni barst Veðurstofunni einnig tilkynning um skriðu sem féll í farvegi í Langadal, skammt frá Húnaveri. Skriðan náði þó ekki niður á veg. „Þessir atburði gefa til kynna að jarðvegurinn er víða blautur á norðanverðu landinu og sumstaðar er snjór enn efst til fjalla. Þegar að staðbundin úrkoma verður geta skriður fallið án mikils fyrirvara og því er best að sýna aðgát og fylgjast með vel með aðstæðum í fjallshlíðum þar sem fólk er að störfum,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Aurskriðan sem féll við Halldórsstaði síðdegis í dag.Veðurstofa Íslands „Ef fólk verður vart við skriður er best að halda sig í fjarlægð og vera meðvituð um að skriður geta komið niður í púlsum. Erfitt er að spá fyrir um leysingarskriður þar sem snjóalög eru breytileg eftir landshlutum og erfitt er að spá fyrir um staðbunda úrkomu,“ segir jafnframt. Veðurstofan heldur utan um skráningar á skriðuföllum í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands. Þeir sem verða varir við skriður eða grjóthrun eru beðnir um að koma þeim upplýsingum til Veðurstofunnar. Eyjafjarðarsveit Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Í kjölfar þess að Veðurstofu barst melding um aurskriðuna sem féll í Eyjafirði fór skriðusérfræðingur á vettvang til að kanna aðstæður. Þetta kemur fram í færslu á ofanflóðavef Veðurstofunnar. Tvær skriður til viðbótar Á vettvangi tók skriðusérfræðingurinn eftir tveimur nýlegum skriðum innst inni í Eyjafjarðardal til viðbótar við þá sem féll síðdegis í dag. Þær skriður voru þó efnislitlar og ollu engu tjóni. Í samtali við fréttastofu segir Martina Stefani, ofanflóðasérfræðingur Veðurstofunnar, að mat Ragnars Jónssonar bónda á upptökum skriðunnar við Halldórsstaði hafi verið í meginatriðum rétt. „Vatn rennur um flesta lækjarfarvegi og snjór er efst í fjöllum innarlega í dalnum. Jarðvegur er víða blautur eftir leysingar síðustu vikna og því ekki hægt að útiloka að fleiri skriður geti fallið,“ segir í færslunni. Veðurspáin geri þó ráð fyrir svölu veðri næsta sólarhringinn og lítilli úrkomu sem dregur úr líkum á skriðuföllum. Jarðvegur víða blautur á Norðurlandi Fyrr í vikunni barst Veðurstofunni einnig tilkynning um skriðu sem féll í farvegi í Langadal, skammt frá Húnaveri. Skriðan náði þó ekki niður á veg. „Þessir atburði gefa til kynna að jarðvegurinn er víða blautur á norðanverðu landinu og sumstaðar er snjór enn efst til fjalla. Þegar að staðbundin úrkoma verður geta skriður fallið án mikils fyrirvara og því er best að sýna aðgát og fylgjast með vel með aðstæðum í fjallshlíðum þar sem fólk er að störfum,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Aurskriðan sem féll við Halldórsstaði síðdegis í dag.Veðurstofa Íslands „Ef fólk verður vart við skriður er best að halda sig í fjarlægð og vera meðvituð um að skriður geta komið niður í púlsum. Erfitt er að spá fyrir um leysingarskriður þar sem snjóalög eru breytileg eftir landshlutum og erfitt er að spá fyrir um staðbunda úrkomu,“ segir jafnframt. Veðurstofan heldur utan um skráningar á skriðuföllum í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands. Þeir sem verða varir við skriður eða grjóthrun eru beðnir um að koma þeim upplýsingum til Veðurstofunnar.
Eyjafjarðarsveit Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira