Tuttugu og sex pör „ganga í það óheilaga“ á einu bretti Máni Snær Þorláksson skrifar 21. júní 2024 11:50 Inga Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar, segir að enn sé mikilvægt fyrir fólk að ganga í hjónaband. Þau í Siðmennt bjóða upp á ókeypis hjónavígslur í dag. BYLGJAN Tuttugu og sex pör munu ganga í hjónaband á einu bretti í Ráðhúsinu í Reykjavík í dag. Veraldlega lífskoðunarfélagið Siðmennt sér um hjónavígslurnar sem eru ókeypis í tilefni alþjóðlegs dags húmanista sem fagnað er á sumarsólstöðum. „Í dag er heimsdagur Húmanista sem er alltaf í tengslum við sólstöður, þá reynum við að gefa aðeins til baka til samfélagsins og það ætlum við að gera með því að hjálpa fólki sem hefur kannski frestað því í einhvern tíma að ganga í það óheilaga,“ segir Inga Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar, um daginn í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Fyrstu pörin séu þegar mætt niður í Ráðhús til að ganga í hjónaband. Inga útskýrir þá hvernig athafnirnar fara fram í dag. „Við tökum á móti parinu, óskum þeim til hamingju með daginn og svo fá þau að hitta athafnastjórann sinn,“ segir hún en fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að skortur verði á athafnastjórum þrátt fyrir þennan fjölda para sem er að gifta sig. „Við erum með alveg nokkra athafnastjóra sem skipta þessu verkefni á milli sín. Pörin eru kannski búin að senda örfáar línur um sig og athafnastjórinn hefur tekið mið af því. Svo göngum við úr skugga um að þau séu með alla pappíra og að þetta sé allt í lagi, að þau megi gifta sig.“ Er þetta alltaf svipaður fjöldi eða eru þetta fleiri í ár heldur en vanalega? „Það eru talsvert fleiri pör núna sem ákveða að hoppa á þetta. Við erum búin að vera svona aðeins að fínpússa þetta fyrirbæri.“ „Þá eru kannski engar afsakanir lengur“ Eins og komið hefur fram er ókeypis fyrir pörin að gifta sig hjá Siðmennt í dag, það er að segja fyrir utan kostnaðinn við að fá pappírana frá hinu opinbera. „Það kostar náttúrulega eitthvað smá að fá pappírana, Þjóðskrá og Sýslumaður eru með þann kaleik. Það kostar einhvern, ég veit ekki, tíu þúsund kall eða eitthvað,“ segir Inga. „Hjá okkur kostar svo 80 þúsund krónur að fá persónusniðna hjónavígslu með öllu sem því fylgir. Að athafnastjórinn komi og hitti parið, reki úr þeim garnirnar hvernig þau kynntust og allt það og mæti svo á staðinn.“ Athöfnin er þó ódýrari fyrir félaga í Siðmennt, tuttugu þúsund krónur eru slegnar af verðinu fyrir hvern einstakling sem skráður er í félagið fyrir hjónavígsluna. Inga segir að mörg þessara para sem ganga í hjónaband hjá þeim í dag eigi það sameiginlegt að hafa verið saman áratugum saman. „En hefur einhvern veginn aldrei látið verða af þessu en svo þegar þú ert með eitthvað eins og þetta, það er ókeypis og þau þurfa ekki neitt tilstand, við tökum það á okkur.“ Siðmennt sjái um að ráða tónlistarfólk og kaupa kampavínið. „Við reynum að gera þetta að huggulegri stund,“ segir Inga. „Þá eru kannski engar afsakanir lengur, það er ekki hægt að slá einhverju á frest ef þú þarft ekkert að gera nema fá að skreppa úr vinnunni í hálftíma.“ Hættur fylgi því að vera ekki í hjónabandi Aðspurð um það hvort það sé ennþá mikilvægt fyrir fólk að vera í hjónabandi svarar Inga játandi. „Í rauninni er ekkert sem kemur í staðinn fyrir þann gjörning, þú getur ekki gert erfðaskrá sem tryggir þér sömu réttindi,“ segir hún. „Eins mikið og ég elska hvað Ísland er víðsýnt og frjálslegt og svona, þá erum við kannski svolítið værukær þegar kemur að þessu. Við erum ein af ekkert svo mörgum þjóðum sem erum oft búin að eignast mörg börn áður en við göngum svo loksins í hjónaband. Það getur bara verið svolítið hættulegt.“ Þá útskýrir hún erfiðleikana sem geta fylgt því að missa maka þegar fólk er ekki í hjónabandi: „Ef að annað fellur frá og það eru börn og húsnæði í spilinu þá verður það mjög flókið að gera það allt upp og tryggja það að öll hafi réttindi. Ég held að fólk átti sig engan veginn á því að það er bara nánasti aðstandandi sem hefur réttindi eins og innan heilbrigðiskerfisins, ef það þarf að taka erfiðar ákvarðanir eða bara fá að vera hjá manneskju á þeirra lokaspretti utan heimsóknartíma, það fær það enginn nema bara afkvæmi og maki.“ Ástin og lífið Trúmál Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
„Í dag er heimsdagur Húmanista sem er alltaf í tengslum við sólstöður, þá reynum við að gefa aðeins til baka til samfélagsins og það ætlum við að gera með því að hjálpa fólki sem hefur kannski frestað því í einhvern tíma að ganga í það óheilaga,“ segir Inga Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar, um daginn í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Fyrstu pörin séu þegar mætt niður í Ráðhús til að ganga í hjónaband. Inga útskýrir þá hvernig athafnirnar fara fram í dag. „Við tökum á móti parinu, óskum þeim til hamingju með daginn og svo fá þau að hitta athafnastjórann sinn,“ segir hún en fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að skortur verði á athafnastjórum þrátt fyrir þennan fjölda para sem er að gifta sig. „Við erum með alveg nokkra athafnastjóra sem skipta þessu verkefni á milli sín. Pörin eru kannski búin að senda örfáar línur um sig og athafnastjórinn hefur tekið mið af því. Svo göngum við úr skugga um að þau séu með alla pappíra og að þetta sé allt í lagi, að þau megi gifta sig.“ Er þetta alltaf svipaður fjöldi eða eru þetta fleiri í ár heldur en vanalega? „Það eru talsvert fleiri pör núna sem ákveða að hoppa á þetta. Við erum búin að vera svona aðeins að fínpússa þetta fyrirbæri.“ „Þá eru kannski engar afsakanir lengur“ Eins og komið hefur fram er ókeypis fyrir pörin að gifta sig hjá Siðmennt í dag, það er að segja fyrir utan kostnaðinn við að fá pappírana frá hinu opinbera. „Það kostar náttúrulega eitthvað smá að fá pappírana, Þjóðskrá og Sýslumaður eru með þann kaleik. Það kostar einhvern, ég veit ekki, tíu þúsund kall eða eitthvað,“ segir Inga. „Hjá okkur kostar svo 80 þúsund krónur að fá persónusniðna hjónavígslu með öllu sem því fylgir. Að athafnastjórinn komi og hitti parið, reki úr þeim garnirnar hvernig þau kynntust og allt það og mæti svo á staðinn.“ Athöfnin er þó ódýrari fyrir félaga í Siðmennt, tuttugu þúsund krónur eru slegnar af verðinu fyrir hvern einstakling sem skráður er í félagið fyrir hjónavígsluna. Inga segir að mörg þessara para sem ganga í hjónaband hjá þeim í dag eigi það sameiginlegt að hafa verið saman áratugum saman. „En hefur einhvern veginn aldrei látið verða af þessu en svo þegar þú ert með eitthvað eins og þetta, það er ókeypis og þau þurfa ekki neitt tilstand, við tökum það á okkur.“ Siðmennt sjái um að ráða tónlistarfólk og kaupa kampavínið. „Við reynum að gera þetta að huggulegri stund,“ segir Inga. „Þá eru kannski engar afsakanir lengur, það er ekki hægt að slá einhverju á frest ef þú þarft ekkert að gera nema fá að skreppa úr vinnunni í hálftíma.“ Hættur fylgi því að vera ekki í hjónabandi Aðspurð um það hvort það sé ennþá mikilvægt fyrir fólk að vera í hjónabandi svarar Inga játandi. „Í rauninni er ekkert sem kemur í staðinn fyrir þann gjörning, þú getur ekki gert erfðaskrá sem tryggir þér sömu réttindi,“ segir hún. „Eins mikið og ég elska hvað Ísland er víðsýnt og frjálslegt og svona, þá erum við kannski svolítið værukær þegar kemur að þessu. Við erum ein af ekkert svo mörgum þjóðum sem erum oft búin að eignast mörg börn áður en við göngum svo loksins í hjónaband. Það getur bara verið svolítið hættulegt.“ Þá útskýrir hún erfiðleikana sem geta fylgt því að missa maka þegar fólk er ekki í hjónabandi: „Ef að annað fellur frá og það eru börn og húsnæði í spilinu þá verður það mjög flókið að gera það allt upp og tryggja það að öll hafi réttindi. Ég held að fólk átti sig engan veginn á því að það er bara nánasti aðstandandi sem hefur réttindi eins og innan heilbrigðiskerfisins, ef það þarf að taka erfiðar ákvarðanir eða bara fá að vera hjá manneskju á þeirra lokaspretti utan heimsóknartíma, það fær það enginn nema bara afkvæmi og maki.“
Ástin og lífið Trúmál Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira