Segja lögreglu hafa gætt stillingar við mótmælin í Skuggasundi Smári Jökull Jónsson skrifar 21. júní 2024 17:50 Fjölnir setur hótanirnar í beint samhengi við Palestínumótmælin, en lögregla hefur tvisvar beitt piparúða á mótmælendur í mótmælum á síðustu vikum. vísir/arnar Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu telur engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu við mótmælin í Skuggasundi í síðasta mánuði. Lögregla er sögð hafa gætt meðalhófs í aðgerðum sínum. Nefndin kom saman til fundar í dag og fjallaði um viðbrögð lögreglu vegna mótmælanna þann 31. maí síðastliðinn en greint er frá ákvörðun nefndarinnar á vef hennar. Þar kemur fram að nefndin hafi farið ítarlega yfir þau gögn sem henni bárust frá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hafi skilað upptökum úr búkmyndavélum til nefndarinnar sem auk þess hafi haft aðgang að fjölmörgu myndefni sem birst hefur í fjölmiðlum. „Viðvörunum um notkun á úðavopni var tekið með háði“ Nefndin reifar atburðina þennan dag í skýrslunni sem birtist í dag. Þar segir að lögregla hafi verið með viðbúnað á vettvangi vegna ríkisstjórnarfunds og hafi lokað Skuggasundi að hluta með grindverki. Mótmælendum hafi fjölgað þegar líða tók á og lokað leið fyrir bifreiðar að Skuggasundi 3 þar sem ríkisstjórnarfundurinn fór fram. Þegar fundi ríkisstjórnar var lokið hafi mótmælendur síðan lagst á Lindargötu fyrir framan grindverkið þar sem beygt er niður Skuggasund, fyrir framan framhjól bifreiðar og neitað að færa sig. Lögregla hafi gefið mótmælendum ítrekuð fyrirmæli um að víkja af götunni en hluti þeirra hafi ekki hlýtt. „Þá gaf stjórnandi á staðnum skipun um að taka upp úðabrúsa og gefa þannig til kynna að þeir yrðu notaðir ef ekki yrði farið að skipunum lögreglu. Mótmælendum var einnig gefin munnleg viðvörun um að piparúði yrði notaður ef þeir færðu sig ekki af götunni. Viðvörunum lögreglu um notkun á úðavopni var tekið með háði og skipanir lögreglu hunsaðar. Ölum hefði því átt að vera ljóst hvað stæði til hjá lögreglu ef þeir fylgdu ekki skýrum fyrirmællum lögreglu og færðu sig af götunni,“ segir orðrétt í skýrslu nefndarinnar. Í skýrslunni er einnig fjallað um hlutverk lögreglu og að handhöfum lögregluvalds sé heimilt að beita valdi við framkvæmd skyldustarfa sinna. Þá skuli lögregla aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði verður ekki náð með öðru og vægara móti og skal þess gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til. Engar vísbendingar um refsiverða háttsemi Í skýrslu nefndarinnar kemur fram að af þeim upptökum sem nefndin hafi undir höndum af vettvangi verði ekki annað séð en að aðgerðir lögreglu samræmist skyldum hennar, þar með talið þegar piparúða var beitt. Samkvæmt upplýsingum frá mótmælanda á staðnum fengu um 40 mótmælendur piparúðann yfir sig. Þrír fóru sjálfir á spítala og tveir voru fluttir til aðhlynningar af sjúkraliðum í næsta hús. Í skýrslunni er hins vegar tekið fram að enginn mótmælandi hafi slasast og að af skoðun myndefnis verði ekki annað ráðið en að lögreglumenn hafi gætt stillingar á vettvangi og gætt þess að mótmælendur yrðu ekki fyrir tjóni umfram það sem óhjákvæmilegt væri miðað við aðstæður. „Telur nefnd um eftirlit með lögreglu að lögreglan hafi ekki gengið lengra en nauðsyn krafði við störf sín í umrætt sinn og því hafi meðalhófs verið gætt.“ Þá kemur fram að með hliðsjón af því sem nefnt er í skýrslunni og þeim gögnum sem nefndin hafi undir höndum séu ekki upp vísbendingar um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu. Nefndin telur því ekki tilefni til að aðhafast frekar vegna erindisins. Skýrslan í heild Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
Nefndin kom saman til fundar í dag og fjallaði um viðbrögð lögreglu vegna mótmælanna þann 31. maí síðastliðinn en greint er frá ákvörðun nefndarinnar á vef hennar. Þar kemur fram að nefndin hafi farið ítarlega yfir þau gögn sem henni bárust frá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hafi skilað upptökum úr búkmyndavélum til nefndarinnar sem auk þess hafi haft aðgang að fjölmörgu myndefni sem birst hefur í fjölmiðlum. „Viðvörunum um notkun á úðavopni var tekið með háði“ Nefndin reifar atburðina þennan dag í skýrslunni sem birtist í dag. Þar segir að lögregla hafi verið með viðbúnað á vettvangi vegna ríkisstjórnarfunds og hafi lokað Skuggasundi að hluta með grindverki. Mótmælendum hafi fjölgað þegar líða tók á og lokað leið fyrir bifreiðar að Skuggasundi 3 þar sem ríkisstjórnarfundurinn fór fram. Þegar fundi ríkisstjórnar var lokið hafi mótmælendur síðan lagst á Lindargötu fyrir framan grindverkið þar sem beygt er niður Skuggasund, fyrir framan framhjól bifreiðar og neitað að færa sig. Lögregla hafi gefið mótmælendum ítrekuð fyrirmæli um að víkja af götunni en hluti þeirra hafi ekki hlýtt. „Þá gaf stjórnandi á staðnum skipun um að taka upp úðabrúsa og gefa þannig til kynna að þeir yrðu notaðir ef ekki yrði farið að skipunum lögreglu. Mótmælendum var einnig gefin munnleg viðvörun um að piparúði yrði notaður ef þeir færðu sig ekki af götunni. Viðvörunum lögreglu um notkun á úðavopni var tekið með háði og skipanir lögreglu hunsaðar. Ölum hefði því átt að vera ljóst hvað stæði til hjá lögreglu ef þeir fylgdu ekki skýrum fyrirmællum lögreglu og færðu sig af götunni,“ segir orðrétt í skýrslu nefndarinnar. Í skýrslunni er einnig fjallað um hlutverk lögreglu og að handhöfum lögregluvalds sé heimilt að beita valdi við framkvæmd skyldustarfa sinna. Þá skuli lögregla aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði verður ekki náð með öðru og vægara móti og skal þess gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til. Engar vísbendingar um refsiverða háttsemi Í skýrslu nefndarinnar kemur fram að af þeim upptökum sem nefndin hafi undir höndum af vettvangi verði ekki annað séð en að aðgerðir lögreglu samræmist skyldum hennar, þar með talið þegar piparúða var beitt. Samkvæmt upplýsingum frá mótmælanda á staðnum fengu um 40 mótmælendur piparúðann yfir sig. Þrír fóru sjálfir á spítala og tveir voru fluttir til aðhlynningar af sjúkraliðum í næsta hús. Í skýrslunni er hins vegar tekið fram að enginn mótmælandi hafi slasast og að af skoðun myndefnis verði ekki annað ráðið en að lögreglumenn hafi gætt stillingar á vettvangi og gætt þess að mótmælendur yrðu ekki fyrir tjóni umfram það sem óhjákvæmilegt væri miðað við aðstæður. „Telur nefnd um eftirlit með lögreglu að lögreglan hafi ekki gengið lengra en nauðsyn krafði við störf sín í umrætt sinn og því hafi meðalhófs verið gætt.“ Þá kemur fram að með hliðsjón af því sem nefnt er í skýrslunni og þeim gögnum sem nefndin hafi undir höndum séu ekki upp vísbendingar um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu. Nefndin telur því ekki tilefni til að aðhafast frekar vegna erindisins. Skýrslan í heild
Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira