Segja lögreglu hafa gætt stillingar við mótmælin í Skuggasundi Smári Jökull Jónsson skrifar 21. júní 2024 17:50 Fjölnir setur hótanirnar í beint samhengi við Palestínumótmælin, en lögregla hefur tvisvar beitt piparúða á mótmælendur í mótmælum á síðustu vikum. vísir/arnar Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu telur engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu við mótmælin í Skuggasundi í síðasta mánuði. Lögregla er sögð hafa gætt meðalhófs í aðgerðum sínum. Nefndin kom saman til fundar í dag og fjallaði um viðbrögð lögreglu vegna mótmælanna þann 31. maí síðastliðinn en greint er frá ákvörðun nefndarinnar á vef hennar. Þar kemur fram að nefndin hafi farið ítarlega yfir þau gögn sem henni bárust frá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hafi skilað upptökum úr búkmyndavélum til nefndarinnar sem auk þess hafi haft aðgang að fjölmörgu myndefni sem birst hefur í fjölmiðlum. „Viðvörunum um notkun á úðavopni var tekið með háði“ Nefndin reifar atburðina þennan dag í skýrslunni sem birtist í dag. Þar segir að lögregla hafi verið með viðbúnað á vettvangi vegna ríkisstjórnarfunds og hafi lokað Skuggasundi að hluta með grindverki. Mótmælendum hafi fjölgað þegar líða tók á og lokað leið fyrir bifreiðar að Skuggasundi 3 þar sem ríkisstjórnarfundurinn fór fram. Þegar fundi ríkisstjórnar var lokið hafi mótmælendur síðan lagst á Lindargötu fyrir framan grindverkið þar sem beygt er niður Skuggasund, fyrir framan framhjól bifreiðar og neitað að færa sig. Lögregla hafi gefið mótmælendum ítrekuð fyrirmæli um að víkja af götunni en hluti þeirra hafi ekki hlýtt. „Þá gaf stjórnandi á staðnum skipun um að taka upp úðabrúsa og gefa þannig til kynna að þeir yrðu notaðir ef ekki yrði farið að skipunum lögreglu. Mótmælendum var einnig gefin munnleg viðvörun um að piparúði yrði notaður ef þeir færðu sig ekki af götunni. Viðvörunum lögreglu um notkun á úðavopni var tekið með háði og skipanir lögreglu hunsaðar. Ölum hefði því átt að vera ljóst hvað stæði til hjá lögreglu ef þeir fylgdu ekki skýrum fyrirmællum lögreglu og færðu sig af götunni,“ segir orðrétt í skýrslu nefndarinnar. Í skýrslunni er einnig fjallað um hlutverk lögreglu og að handhöfum lögregluvalds sé heimilt að beita valdi við framkvæmd skyldustarfa sinna. Þá skuli lögregla aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði verður ekki náð með öðru og vægara móti og skal þess gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til. Engar vísbendingar um refsiverða háttsemi Í skýrslu nefndarinnar kemur fram að af þeim upptökum sem nefndin hafi undir höndum af vettvangi verði ekki annað séð en að aðgerðir lögreglu samræmist skyldum hennar, þar með talið þegar piparúða var beitt. Samkvæmt upplýsingum frá mótmælanda á staðnum fengu um 40 mótmælendur piparúðann yfir sig. Þrír fóru sjálfir á spítala og tveir voru fluttir til aðhlynningar af sjúkraliðum í næsta hús. Í skýrslunni er hins vegar tekið fram að enginn mótmælandi hafi slasast og að af skoðun myndefnis verði ekki annað ráðið en að lögreglumenn hafi gætt stillingar á vettvangi og gætt þess að mótmælendur yrðu ekki fyrir tjóni umfram það sem óhjákvæmilegt væri miðað við aðstæður. „Telur nefnd um eftirlit með lögreglu að lögreglan hafi ekki gengið lengra en nauðsyn krafði við störf sín í umrætt sinn og því hafi meðalhófs verið gætt.“ Þá kemur fram að með hliðsjón af því sem nefnt er í skýrslunni og þeim gögnum sem nefndin hafi undir höndum séu ekki upp vísbendingar um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu. Nefndin telur því ekki tilefni til að aðhafast frekar vegna erindisins. Skýrslan í heild Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira
Nefndin kom saman til fundar í dag og fjallaði um viðbrögð lögreglu vegna mótmælanna þann 31. maí síðastliðinn en greint er frá ákvörðun nefndarinnar á vef hennar. Þar kemur fram að nefndin hafi farið ítarlega yfir þau gögn sem henni bárust frá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hafi skilað upptökum úr búkmyndavélum til nefndarinnar sem auk þess hafi haft aðgang að fjölmörgu myndefni sem birst hefur í fjölmiðlum. „Viðvörunum um notkun á úðavopni var tekið með háði“ Nefndin reifar atburðina þennan dag í skýrslunni sem birtist í dag. Þar segir að lögregla hafi verið með viðbúnað á vettvangi vegna ríkisstjórnarfunds og hafi lokað Skuggasundi að hluta með grindverki. Mótmælendum hafi fjölgað þegar líða tók á og lokað leið fyrir bifreiðar að Skuggasundi 3 þar sem ríkisstjórnarfundurinn fór fram. Þegar fundi ríkisstjórnar var lokið hafi mótmælendur síðan lagst á Lindargötu fyrir framan grindverkið þar sem beygt er niður Skuggasund, fyrir framan framhjól bifreiðar og neitað að færa sig. Lögregla hafi gefið mótmælendum ítrekuð fyrirmæli um að víkja af götunni en hluti þeirra hafi ekki hlýtt. „Þá gaf stjórnandi á staðnum skipun um að taka upp úðabrúsa og gefa þannig til kynna að þeir yrðu notaðir ef ekki yrði farið að skipunum lögreglu. Mótmælendum var einnig gefin munnleg viðvörun um að piparúði yrði notaður ef þeir færðu sig ekki af götunni. Viðvörunum lögreglu um notkun á úðavopni var tekið með háði og skipanir lögreglu hunsaðar. Ölum hefði því átt að vera ljóst hvað stæði til hjá lögreglu ef þeir fylgdu ekki skýrum fyrirmællum lögreglu og færðu sig af götunni,“ segir orðrétt í skýrslu nefndarinnar. Í skýrslunni er einnig fjallað um hlutverk lögreglu og að handhöfum lögregluvalds sé heimilt að beita valdi við framkvæmd skyldustarfa sinna. Þá skuli lögregla aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði verður ekki náð með öðru og vægara móti og skal þess gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til. Engar vísbendingar um refsiverða háttsemi Í skýrslu nefndarinnar kemur fram að af þeim upptökum sem nefndin hafi undir höndum af vettvangi verði ekki annað séð en að aðgerðir lögreglu samræmist skyldum hennar, þar með talið þegar piparúða var beitt. Samkvæmt upplýsingum frá mótmælanda á staðnum fengu um 40 mótmælendur piparúðann yfir sig. Þrír fóru sjálfir á spítala og tveir voru fluttir til aðhlynningar af sjúkraliðum í næsta hús. Í skýrslunni er hins vegar tekið fram að enginn mótmælandi hafi slasast og að af skoðun myndefnis verði ekki annað ráðið en að lögreglumenn hafi gætt stillingar á vettvangi og gætt þess að mótmælendur yrðu ekki fyrir tjóni umfram það sem óhjákvæmilegt væri miðað við aðstæður. „Telur nefnd um eftirlit með lögreglu að lögreglan hafi ekki gengið lengra en nauðsyn krafði við störf sín í umrætt sinn og því hafi meðalhófs verið gætt.“ Þá kemur fram að með hliðsjón af því sem nefnt er í skýrslunni og þeim gögnum sem nefndin hafi undir höndum séu ekki upp vísbendingar um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu. Nefndin telur því ekki tilefni til að aðhafast frekar vegna erindisins. Skýrslan í heild
Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira