Birta María stökk yfir 1,85 metra og var nálægt nýju Íslandsmeti þegar hún felldi 1,89 metra naumlega.
Íslandsmetið í hástökki kvenna er 1,88 metrar og er orðið 34 ára gamalt. Það setti Þórdís Lilja Gísladóttir árið 1990.
Embla Margrét Hreimsdóttir gerði sömuleiðis vel þegar hún vann til bronsverðlauna í 1500 metra hlaupi á tímanum 4:50,41 mín.
Auk aðila að AASSE (samtökum smáþjóða í Evrópu) keppa á mótinu einnig fulltrúa nokkurra Austur-Evrópuríkja eins og. Albaníu, Moldóvu og Svartfjallalandi.
Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasamband Íslands, segir frá þessu eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar má einnig sjá Birtu reyna við Íslandsmetið.