Lagði til breytingar á ræðuhöldum á sautjánda júní Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. júní 2024 00:29 Guðni Th. Jóhannesson frestaði formlega þingfundum 154. löggjafarþings á fyrsta tímanum í nótt. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði til að forsetinn héldi ræðu á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn í stað forsætisráðherra eins og tíðkast hefur. Þetta sagði hann þegar hann frestaði þingfundum 154. löggjafarþings á fyrsta tímanum í nótt. Fundum Alþingis verður fram haldið þann tíunda september. Við þingfrestun flutti Birgir Ármannsson forseti Alþingis ræðu þar sem hann talaði um hið nýafstaðna áttræðisafmæli lýðveldisins og minntist einnig á hið komandi afmæli Alþingis sem fagnar ellefu hundruð árum árið 2030. Þá mælti Hanna Katrín Friðriksson þingkona Viðreisnar fyrir hönd Alþingismanna. Að lokum flutti Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ræðu þar sem hann lagði til að forseti héldi ræðu á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn í stað forsætisráðherra og að forseta Íslands yrði búinn staður á Þingvöllum þannig að hann þurfi ekki að vera gestur þegar hann sinnir embættisverkum þar. Sagði Guðni forsetann gegna sameiningarskyldu við þjóðina. „Ekki hef ég viljað vekja máls á því opinberlega á meðan ég sit sjálfur á Bessastöðum en í ljósi hinnar einstöku stöðu forseta Íslands í stjórnskipun og samfélagi tel ég fara vel á því að sá eða sú sem því embætti gegnir flytji ávarp til þjóðarinnar á þjóðhátíðardaginn frekar en forsætisráðherra eins og venja hefur verið,“ sagði Guðni. „Þar fer stjórnmálaleiðtogi sem talar frá degi til dags fyrir hönd ríkisstjórnarinnar eða síns flokks. Sá maður er því í öðrum sporum en forseti hverju sinni,“ sagði hann þá. Svo áréttaði forsetinn að honum þætti að sá kafli stjórnarskrárinnar sem lýtur að völdum og verksviði þjóðhöfðingjans ætti að vera endurskoðaður. Þar megi til dæmis finna ákvæði um meint vald forseta til að veita undanþágur auk kostnaðarsamra og úreltra ákvæða um verksvið handhafa forsetavalds. Þá beindi forseti því til þingheims að æskilegt væri að setja lög um embætti forseta Íslands, ekki síst til að tryggja stjórnsýslulegt sjálfstæði þess. „Hér og víðar hef ég áður minnst á endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins sem ber þess enn glögg merki eins og Sveinn Björnsson sagði á sínum tíma að vera sniðin upprunalega fyrir annað land með öðrum viðhorfum,“ sagði Guðni. Í lok ræðu sinnar óskaði forseti nýkjörnum forseta, Höllu Tómasdóttur, velfarnaðar á vandasömum vettvangi. Þá færði hann þingmönnum góðar óskir og landsmönnum öllum kveðjur og þakkir fyrir samfylgdina. Guðni lýsti þingfundum formlega frestað til tíunda septmember þegar klukkan var gengin sautján mínútur í eitt. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar 17. júní Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira
Við þingfrestun flutti Birgir Ármannsson forseti Alþingis ræðu þar sem hann talaði um hið nýafstaðna áttræðisafmæli lýðveldisins og minntist einnig á hið komandi afmæli Alþingis sem fagnar ellefu hundruð árum árið 2030. Þá mælti Hanna Katrín Friðriksson þingkona Viðreisnar fyrir hönd Alþingismanna. Að lokum flutti Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ræðu þar sem hann lagði til að forseti héldi ræðu á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn í stað forsætisráðherra og að forseta Íslands yrði búinn staður á Þingvöllum þannig að hann þurfi ekki að vera gestur þegar hann sinnir embættisverkum þar. Sagði Guðni forsetann gegna sameiningarskyldu við þjóðina. „Ekki hef ég viljað vekja máls á því opinberlega á meðan ég sit sjálfur á Bessastöðum en í ljósi hinnar einstöku stöðu forseta Íslands í stjórnskipun og samfélagi tel ég fara vel á því að sá eða sú sem því embætti gegnir flytji ávarp til þjóðarinnar á þjóðhátíðardaginn frekar en forsætisráðherra eins og venja hefur verið,“ sagði Guðni. „Þar fer stjórnmálaleiðtogi sem talar frá degi til dags fyrir hönd ríkisstjórnarinnar eða síns flokks. Sá maður er því í öðrum sporum en forseti hverju sinni,“ sagði hann þá. Svo áréttaði forsetinn að honum þætti að sá kafli stjórnarskrárinnar sem lýtur að völdum og verksviði þjóðhöfðingjans ætti að vera endurskoðaður. Þar megi til dæmis finna ákvæði um meint vald forseta til að veita undanþágur auk kostnaðarsamra og úreltra ákvæða um verksvið handhafa forsetavalds. Þá beindi forseti því til þingheims að æskilegt væri að setja lög um embætti forseta Íslands, ekki síst til að tryggja stjórnsýslulegt sjálfstæði þess. „Hér og víðar hef ég áður minnst á endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins sem ber þess enn glögg merki eins og Sveinn Björnsson sagði á sínum tíma að vera sniðin upprunalega fyrir annað land með öðrum viðhorfum,“ sagði Guðni. Í lok ræðu sinnar óskaði forseti nýkjörnum forseta, Höllu Tómasdóttur, velfarnaðar á vandasömum vettvangi. Þá færði hann þingmönnum góðar óskir og landsmönnum öllum kveðjur og þakkir fyrir samfylgdina. Guðni lýsti þingfundum formlega frestað til tíunda septmember þegar klukkan var gengin sautján mínútur í eitt.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar 17. júní Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira