Óheppnasti leikmaður Evrópumótsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2024 11:51 Romelu Lukaku er örugglega ekki mikill aðdáandi myndbandsdómgæslu eftir tvo fyrstu leiki Belgíu á EM í fótbolta í Þýskalandi. Getty/ Stu Forster Það er ekki hægt annað en að vorkenna belgíska framherjanum Romelu Lukaku sem er enn að bíða eftir fyrsta löglega marki sínu á Evrópumótinu í Þýskalandi. Þrjú mörk hafa verið dæmd af Lukaku af myndbandsdómurum. Hann gæti því verið markahæsti leikmaður keppninnar en er þess í stað enn að bíða eftir marki númer eitt. Hann er án efa óheppnasti leikmaður Evrópumótsins til þessa. Það sem er kannski verst að Lukaku hefur fagnað öllum þessum þremur mörkum gríðarlega aðeins til þess að fá fréttirnar úr VAR-herberginu í kjölfarið. Tvö markanna voru dæmd af vegna rangstöðu og eitt vegna umdeildrar hendi í aðdragandanum. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Það munaði ekki mörgum millimetrum í rangstöðunni í markinu sem var dæmt af Lukaku á móti Rúmenum í gær. Hann fékk þá laglega stungusendingu frá Kevin De Bruyne og skoraði af mikill yfirvegum. Í ljós kom að hann var örlítið fyrir innan aftasta varnarmann þegar sendingin var gefin. Mörkin tvö sem voru dæmd af honum á móti Slóvökum voru markaskoraramörk en það seinna var einkar lagleg afgreiðsla. Seinna markið var fullkomlega gilt í augum allra og enginn mótmælti. Það fannst aftur á móti hendi í aðdragandanum og það var nóg til að markið var dæmt af. E-riðill er æsispennandi eftir að Belgar unnu Rúmeníu í dag. Romelu Lukaku hélt áfram að skora mörk sem telja ekki neitt 😞🇧🇪🇷🇴 pic.twitter.com/dSLoD26GHL— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 22, 2024 Belgar unnu leikinn á móti Rúmeníu í gær ólíkt því þegar þeir töpuðu fyrsta leiknum. Svekkelsi Lukaku var því ekki eins mikið í gær. Belgarnir eru í öðru sæti riðilsins og sigur á Úkraínu í lokaleiknum ætti að koma þeim í sextán liða úrslitin. Spennan í riðlinum er samt mikil því öll fjögur liðin geta tryggt sig áfram með sigri. Þau hafa nefnilega öll fjögur náð í þrjú stig í fyrstu tveimur leikjum sínum. Rúmenar töpuðu 2-0 í gær en eru samt í efsta sæti riðilsins þökk sé 3-0 sigurs þeirra á Úkraínu í fyrtsa leik. Lokaumferðin á miðvikudaginn verður því æsispennandi. Hver veit nema að Lukaku nái þá loksins að skora löglegt mark. Hann hlýtur að hætta að vera svona óheppinn. Markið og helstu atviku úr sigri Slóvakíu gegn Belgíu í dag. VAR stöðvaði Lukaku í tvígang 🇪🇺 pic.twitter.com/4jGPedg0RV— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 17, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Þrjú mörk hafa verið dæmd af Lukaku af myndbandsdómurum. Hann gæti því verið markahæsti leikmaður keppninnar en er þess í stað enn að bíða eftir marki númer eitt. Hann er án efa óheppnasti leikmaður Evrópumótsins til þessa. Það sem er kannski verst að Lukaku hefur fagnað öllum þessum þremur mörkum gríðarlega aðeins til þess að fá fréttirnar úr VAR-herberginu í kjölfarið. Tvö markanna voru dæmd af vegna rangstöðu og eitt vegna umdeildrar hendi í aðdragandanum. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Það munaði ekki mörgum millimetrum í rangstöðunni í markinu sem var dæmt af Lukaku á móti Rúmenum í gær. Hann fékk þá laglega stungusendingu frá Kevin De Bruyne og skoraði af mikill yfirvegum. Í ljós kom að hann var örlítið fyrir innan aftasta varnarmann þegar sendingin var gefin. Mörkin tvö sem voru dæmd af honum á móti Slóvökum voru markaskoraramörk en það seinna var einkar lagleg afgreiðsla. Seinna markið var fullkomlega gilt í augum allra og enginn mótmælti. Það fannst aftur á móti hendi í aðdragandanum og það var nóg til að markið var dæmt af. E-riðill er æsispennandi eftir að Belgar unnu Rúmeníu í dag. Romelu Lukaku hélt áfram að skora mörk sem telja ekki neitt 😞🇧🇪🇷🇴 pic.twitter.com/dSLoD26GHL— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 22, 2024 Belgar unnu leikinn á móti Rúmeníu í gær ólíkt því þegar þeir töpuðu fyrsta leiknum. Svekkelsi Lukaku var því ekki eins mikið í gær. Belgarnir eru í öðru sæti riðilsins og sigur á Úkraínu í lokaleiknum ætti að koma þeim í sextán liða úrslitin. Spennan í riðlinum er samt mikil því öll fjögur liðin geta tryggt sig áfram með sigri. Þau hafa nefnilega öll fjögur náð í þrjú stig í fyrstu tveimur leikjum sínum. Rúmenar töpuðu 2-0 í gær en eru samt í efsta sæti riðilsins þökk sé 3-0 sigurs þeirra á Úkraínu í fyrtsa leik. Lokaumferðin á miðvikudaginn verður því æsispennandi. Hver veit nema að Lukaku nái þá loksins að skora löglegt mark. Hann hlýtur að hætta að vera svona óheppinn. Markið og helstu atviku úr sigri Slóvakíu gegn Belgíu í dag. VAR stöðvaði Lukaku í tvígang 🇪🇺 pic.twitter.com/4jGPedg0RV— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 17, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira