Óheppnasti leikmaður Evrópumótsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2024 11:51 Romelu Lukaku er örugglega ekki mikill aðdáandi myndbandsdómgæslu eftir tvo fyrstu leiki Belgíu á EM í fótbolta í Þýskalandi. Getty/ Stu Forster Það er ekki hægt annað en að vorkenna belgíska framherjanum Romelu Lukaku sem er enn að bíða eftir fyrsta löglega marki sínu á Evrópumótinu í Þýskalandi. Þrjú mörk hafa verið dæmd af Lukaku af myndbandsdómurum. Hann gæti því verið markahæsti leikmaður keppninnar en er þess í stað enn að bíða eftir marki númer eitt. Hann er án efa óheppnasti leikmaður Evrópumótsins til þessa. Það sem er kannski verst að Lukaku hefur fagnað öllum þessum þremur mörkum gríðarlega aðeins til þess að fá fréttirnar úr VAR-herberginu í kjölfarið. Tvö markanna voru dæmd af vegna rangstöðu og eitt vegna umdeildrar hendi í aðdragandanum. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Það munaði ekki mörgum millimetrum í rangstöðunni í markinu sem var dæmt af Lukaku á móti Rúmenum í gær. Hann fékk þá laglega stungusendingu frá Kevin De Bruyne og skoraði af mikill yfirvegum. Í ljós kom að hann var örlítið fyrir innan aftasta varnarmann þegar sendingin var gefin. Mörkin tvö sem voru dæmd af honum á móti Slóvökum voru markaskoraramörk en það seinna var einkar lagleg afgreiðsla. Seinna markið var fullkomlega gilt í augum allra og enginn mótmælti. Það fannst aftur á móti hendi í aðdragandanum og það var nóg til að markið var dæmt af. E-riðill er æsispennandi eftir að Belgar unnu Rúmeníu í dag. Romelu Lukaku hélt áfram að skora mörk sem telja ekki neitt 😞🇧🇪🇷🇴 pic.twitter.com/dSLoD26GHL— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 22, 2024 Belgar unnu leikinn á móti Rúmeníu í gær ólíkt því þegar þeir töpuðu fyrsta leiknum. Svekkelsi Lukaku var því ekki eins mikið í gær. Belgarnir eru í öðru sæti riðilsins og sigur á Úkraínu í lokaleiknum ætti að koma þeim í sextán liða úrslitin. Spennan í riðlinum er samt mikil því öll fjögur liðin geta tryggt sig áfram með sigri. Þau hafa nefnilega öll fjögur náð í þrjú stig í fyrstu tveimur leikjum sínum. Rúmenar töpuðu 2-0 í gær en eru samt í efsta sæti riðilsins þökk sé 3-0 sigurs þeirra á Úkraínu í fyrtsa leik. Lokaumferðin á miðvikudaginn verður því æsispennandi. Hver veit nema að Lukaku nái þá loksins að skora löglegt mark. Hann hlýtur að hætta að vera svona óheppinn. Markið og helstu atviku úr sigri Slóvakíu gegn Belgíu í dag. VAR stöðvaði Lukaku í tvígang 🇪🇺 pic.twitter.com/4jGPedg0RV— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 17, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Þrjú mörk hafa verið dæmd af Lukaku af myndbandsdómurum. Hann gæti því verið markahæsti leikmaður keppninnar en er þess í stað enn að bíða eftir marki númer eitt. Hann er án efa óheppnasti leikmaður Evrópumótsins til þessa. Það sem er kannski verst að Lukaku hefur fagnað öllum þessum þremur mörkum gríðarlega aðeins til þess að fá fréttirnar úr VAR-herberginu í kjölfarið. Tvö markanna voru dæmd af vegna rangstöðu og eitt vegna umdeildrar hendi í aðdragandanum. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Það munaði ekki mörgum millimetrum í rangstöðunni í markinu sem var dæmt af Lukaku á móti Rúmenum í gær. Hann fékk þá laglega stungusendingu frá Kevin De Bruyne og skoraði af mikill yfirvegum. Í ljós kom að hann var örlítið fyrir innan aftasta varnarmann þegar sendingin var gefin. Mörkin tvö sem voru dæmd af honum á móti Slóvökum voru markaskoraramörk en það seinna var einkar lagleg afgreiðsla. Seinna markið var fullkomlega gilt í augum allra og enginn mótmælti. Það fannst aftur á móti hendi í aðdragandanum og það var nóg til að markið var dæmt af. E-riðill er æsispennandi eftir að Belgar unnu Rúmeníu í dag. Romelu Lukaku hélt áfram að skora mörk sem telja ekki neitt 😞🇧🇪🇷🇴 pic.twitter.com/dSLoD26GHL— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 22, 2024 Belgar unnu leikinn á móti Rúmeníu í gær ólíkt því þegar þeir töpuðu fyrsta leiknum. Svekkelsi Lukaku var því ekki eins mikið í gær. Belgarnir eru í öðru sæti riðilsins og sigur á Úkraínu í lokaleiknum ætti að koma þeim í sextán liða úrslitin. Spennan í riðlinum er samt mikil því öll fjögur liðin geta tryggt sig áfram með sigri. Þau hafa nefnilega öll fjögur náð í þrjú stig í fyrstu tveimur leikjum sínum. Rúmenar töpuðu 2-0 í gær en eru samt í efsta sæti riðilsins þökk sé 3-0 sigurs þeirra á Úkraínu í fyrtsa leik. Lokaumferðin á miðvikudaginn verður því æsispennandi. Hver veit nema að Lukaku nái þá loksins að skora löglegt mark. Hann hlýtur að hætta að vera svona óheppinn. Markið og helstu atviku úr sigri Slóvakíu gegn Belgíu í dag. VAR stöðvaði Lukaku í tvígang 🇪🇺 pic.twitter.com/4jGPedg0RV— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 17, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira