Dauðir fiskar hrannast upp og kerfið gerir ekkert Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júní 2024 20:00 Sums staðar í farvegi Grenlæks liggja dauðir fiskar sem urðu þurrkinum að bráð hreinlega í bunkum. Hafrannsóknarstofnun Grenlækur í Landbroti hefur staðið á þurru á ellefu kílómetra kafla síðan í vor og meirihluti hrygningarfiska er dauður. Sonur landeigenda segir stöðuna grafalvarlega. Grenlækur er í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu, rétt vestan Kirkjubæjarklausturs, og hefur um árabil verið eitt fengsælasta sjóbirtingssvæði landsins. Eins og myndirnar í fréttinni hér að neðan bera með sér stendur lækurinn á þurru á stórum kafla. Ástæðuna segir sonur landeiganda vera garða sem Vegagerðin og Landgræðslan reistu til að vernda þjóðveginn og mosa í Eldhrauni. Garðarnir, sem reistir voru 1992 og árin á eftir, hefti rennsli vatns úr árkvíslum sem renni í hraunið. „Þetta er ástand sem er búið að vera síðan í vor. Meiri hlutinn af hrygningarfisknum er dauður í læknum og ástandið er bara grafalvarlegt. Við erum mjög hrædd um að þessi fiskstofn, þessi sjóbirtingsstofn í Grenlæk, muni deyja út ef ekkert verður að gert,“ segir Leifur Bjarki Erlendsson. Hann er sonur hjónanna Þórunnar Júlíusdóttur og Erlendar Björnssonar í Seglbúðum, en þau eru meðal landeigenda við Grenlæk. Lækurinn hefur áður staðið á þurru, og gerði það síðast árið 2016. Leifur segir þurrkinn þó aldrei hafa varað jafn langt inn í sumarið, og að hver dagur skipti máli. „Nú er fiskurinn farinn að ganga aftur upp í ána, og augljóslega getur hann ekki gengið upp í þurra á,“ segir Leifur. Fjárhagslegt tjón ekki í forgrunni Auk áhrifa á náttúru og lífríkið myndi útdauði fiskstofnsins valda landeigendum og veiðiréttarhöfum töluverðu fjárhagslegu tjóni. Það sé þó ekki aðalatriði málsins. „Til skamms tíma skiptir auðvitað máli fyrir búsetu á svæðinu að bændur og landeigendur geti nýtt þessi hlunnindi. En það er miklu mikilvægara, til lengri tíma litið, að halda við lífríkinu, hvernig sem þessi hlunnindi verða svo nýtt í framtíðinni.“ Leifur Bjarki Erlendsson er sonur landeigenda við Grenlæk. Hann segir stöðuna í læknum grafalvarlega, og að stjórnvöld beri ábyrgð á því að bregðast við.Vísir/Rúnar Augljós lausn sé við vandanum. „Hún felst í því að fjarlægja garða sem hafa verið settir við Skaftá, sem hindra náttúrulegt rennsli Skaftár út á Eldhraunið, og hleypa svo vatninu undir Þjóðveg 1.“ Hvert hafið þið leitað? „Þetta er orðið örugglega 30 ára baráttumál landeigenda og veiðiréttarhafa við stjórnsýsluna. Við erum búin að leita til allra ráðherra síðustu 20, 30 ára. Það hefur lítið verið gert,“ segir Leifur. Grenlækur er skraufþurr á ellefu kílómetra kafla. Embættismenn vísi hver á annan Landeigendur hafi verið í sambandi við þrjú ráðuneyti sem málið heyri undir. „Og það er sama sagan eins og hefur alltaf verið síðustu 20, 30 ár: Þetta fer á milli ráðuneyta, embættismenn benda hver á annan, enginn sem tekur ábyrgð, það eru minnisblöð, það eru nefndir og það gerist ekki neitt.“ Landeigendur gefist ekki upp, en séu orðnir langþreyttir á stöðunni. „Nú er stofninn að deyja út, það er á ábyrgð stjórnvalda að gera eitthvað í því, og það er tiltölulega augljós lausn.“ Stangveiði Skaftárhreppur Vegagerð Umhverfismál Dýr Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Grenlækur er í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu, rétt vestan Kirkjubæjarklausturs, og hefur um árabil verið eitt fengsælasta sjóbirtingssvæði landsins. Eins og myndirnar í fréttinni hér að neðan bera með sér stendur lækurinn á þurru á stórum kafla. Ástæðuna segir sonur landeiganda vera garða sem Vegagerðin og Landgræðslan reistu til að vernda þjóðveginn og mosa í Eldhrauni. Garðarnir, sem reistir voru 1992 og árin á eftir, hefti rennsli vatns úr árkvíslum sem renni í hraunið. „Þetta er ástand sem er búið að vera síðan í vor. Meiri hlutinn af hrygningarfisknum er dauður í læknum og ástandið er bara grafalvarlegt. Við erum mjög hrædd um að þessi fiskstofn, þessi sjóbirtingsstofn í Grenlæk, muni deyja út ef ekkert verður að gert,“ segir Leifur Bjarki Erlendsson. Hann er sonur hjónanna Þórunnar Júlíusdóttur og Erlendar Björnssonar í Seglbúðum, en þau eru meðal landeigenda við Grenlæk. Lækurinn hefur áður staðið á þurru, og gerði það síðast árið 2016. Leifur segir þurrkinn þó aldrei hafa varað jafn langt inn í sumarið, og að hver dagur skipti máli. „Nú er fiskurinn farinn að ganga aftur upp í ána, og augljóslega getur hann ekki gengið upp í þurra á,“ segir Leifur. Fjárhagslegt tjón ekki í forgrunni Auk áhrifa á náttúru og lífríkið myndi útdauði fiskstofnsins valda landeigendum og veiðiréttarhöfum töluverðu fjárhagslegu tjóni. Það sé þó ekki aðalatriði málsins. „Til skamms tíma skiptir auðvitað máli fyrir búsetu á svæðinu að bændur og landeigendur geti nýtt þessi hlunnindi. En það er miklu mikilvægara, til lengri tíma litið, að halda við lífríkinu, hvernig sem þessi hlunnindi verða svo nýtt í framtíðinni.“ Leifur Bjarki Erlendsson er sonur landeigenda við Grenlæk. Hann segir stöðuna í læknum grafalvarlega, og að stjórnvöld beri ábyrgð á því að bregðast við.Vísir/Rúnar Augljós lausn sé við vandanum. „Hún felst í því að fjarlægja garða sem hafa verið settir við Skaftá, sem hindra náttúrulegt rennsli Skaftár út á Eldhraunið, og hleypa svo vatninu undir Þjóðveg 1.“ Hvert hafið þið leitað? „Þetta er orðið örugglega 30 ára baráttumál landeigenda og veiðiréttarhafa við stjórnsýsluna. Við erum búin að leita til allra ráðherra síðustu 20, 30 ára. Það hefur lítið verið gert,“ segir Leifur. Grenlækur er skraufþurr á ellefu kílómetra kafla. Embættismenn vísi hver á annan Landeigendur hafi verið í sambandi við þrjú ráðuneyti sem málið heyri undir. „Og það er sama sagan eins og hefur alltaf verið síðustu 20, 30 ár: Þetta fer á milli ráðuneyta, embættismenn benda hver á annan, enginn sem tekur ábyrgð, það eru minnisblöð, það eru nefndir og það gerist ekki neitt.“ Landeigendur gefist ekki upp, en séu orðnir langþreyttir á stöðunni. „Nú er stofninn að deyja út, það er á ábyrgð stjórnvalda að gera eitthvað í því, og það er tiltölulega augljós lausn.“
Stangveiði Skaftárhreppur Vegagerð Umhverfismál Dýr Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira