Hafa áhyggjur af hópamyndun ungra karlmanna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. júní 2024 10:28 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Heilt yfir hefur ofbeldisbrotum ungmenna ekki fjölgað hér á landi frá árinu 2007. Hins vegar hefur tilkynningum til lögreglu um alvarleg ofbeldisbrot fjölgað og hafa þau aldrei verið fleiri. Þá hefur lögregla sérstakar áhyggjur af hópamyndun ungmenna og ungra karlmanna í ofbeldismálum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Embættis ríkislögreglustjóra um ofbeldi barna, stöðuna og áskoranir í málaflokknum líkt og þær birtast í gögnum lögreglu. Í skýrslunni er leitast við að varpa ljósi á ofbeldisbrot barna sem stunda ofbeldis- og áhættuhegðun með neikvæðum afleiðingum á velferð þeirra og þroska. Flest búi við jákvæðar aðstæður Þá er farið yfir tölfræðigögn lögreglu sem tengjast ofbeldi ungmenna auk þess sem rýnt er í önnur útgefin gögn og birtingarmyndir á hagnýtingu barna og ungmenna í skipulagðri brotastarfsemi skoðuð. Fram kemur að flest börn á Íslandi búi við jákvæðar og uppbyggilegar aðstæður og taki virkan þátt í tómstundum, íþróttum og félagsstarfi sem eykur lífsgæði þeirra og framtíðarmöguleika. Ungmenni að störfum í kirkjugörðum Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Meðal helstu niðurstaðna eru þær að tilkynningum um ofbeldisbrot hjá aldurshópnum þrettán til fimmtán ára hafi fjölgað frá 2007. Fjöldi ungmenna sem fremja brot hefur hlutfallslega ekki fjölgað. Fleiri fremja hinsvegar ítrekuð ofbeldisbrot. Börn í hóp með einstaklingum í skipulagðri brotastarfsemi Þá benda gögn lögreglu til þess að börn og ungmenni séu í félagahóp með hópum og einstaklingum í skipulagðri brotastarfsemi þar sem ólögleg starfsemi fer fram. Segir í skýrslunni að lögreglan hafi áhyggjur af hópamyndun ungmenna og ungra karlmanna sem tengjast ofbeldismálum og skipulagðri brotastarfsemi. „Greiningardeild embættis ríkislögreglustjóra bendir á að greiningar þeirra sýni vísbendingar um að ungmenni eru hluti af félagahóp með brotahópum og/eða einstaklingum sem eru virkir þátttakendur í skipulagðri brotastarfsemi,“ segir meðal annars í skýrslunni. Segir að einn áhættuþáttur þegar komi að brotahópum sé sú aðferðafræði að nálgast ungmenni, sem séu einn viðkvæmasti hópur samfélagsins, með það í huga að efla brotastarfsemina. Vegna smæðar þjóðfélagsins hér á landi sjáist afleiðingar af hagnýtingu ungmenna og þeirri aðferðafræði sem brotahópar nýti fyrr en ella. Megi sjá að ungmenni, átján ára og yngri, séu hagnýtt í sölu fíkniefna. Ofbeldi sé beitt gagnvart jafnöldrum og eldri einstaklingum sen tengist fíkniefnamarkaðnium og/eða skipulagðri brotastarfsemi. „Þegar fjallað er um hagnýtingu er átt við þá aðferðafræði brotahópa að þvinga, hóta, kúga eða beita sálrænum blekkingum til að fá sínu framgengt. Gögn lögreglu gefa til kynna að einstaklingar og hópar í skipulagðri brotastarfsemi nálgast börn og ungmenni þar sem líkamsárásir, ofbeldi, hótanir, fíkniefnasala og vopnaburður eru hluti af ólöglegri starfsemi hópana.“ Skýrslan í heild sinni inni á vef Embættis ríkislögreglustjóra. Börn og uppeldi Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Embættis ríkislögreglustjóra um ofbeldi barna, stöðuna og áskoranir í málaflokknum líkt og þær birtast í gögnum lögreglu. Í skýrslunni er leitast við að varpa ljósi á ofbeldisbrot barna sem stunda ofbeldis- og áhættuhegðun með neikvæðum afleiðingum á velferð þeirra og þroska. Flest búi við jákvæðar aðstæður Þá er farið yfir tölfræðigögn lögreglu sem tengjast ofbeldi ungmenna auk þess sem rýnt er í önnur útgefin gögn og birtingarmyndir á hagnýtingu barna og ungmenna í skipulagðri brotastarfsemi skoðuð. Fram kemur að flest börn á Íslandi búi við jákvæðar og uppbyggilegar aðstæður og taki virkan þátt í tómstundum, íþróttum og félagsstarfi sem eykur lífsgæði þeirra og framtíðarmöguleika. Ungmenni að störfum í kirkjugörðum Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Meðal helstu niðurstaðna eru þær að tilkynningum um ofbeldisbrot hjá aldurshópnum þrettán til fimmtán ára hafi fjölgað frá 2007. Fjöldi ungmenna sem fremja brot hefur hlutfallslega ekki fjölgað. Fleiri fremja hinsvegar ítrekuð ofbeldisbrot. Börn í hóp með einstaklingum í skipulagðri brotastarfsemi Þá benda gögn lögreglu til þess að börn og ungmenni séu í félagahóp með hópum og einstaklingum í skipulagðri brotastarfsemi þar sem ólögleg starfsemi fer fram. Segir í skýrslunni að lögreglan hafi áhyggjur af hópamyndun ungmenna og ungra karlmanna sem tengjast ofbeldismálum og skipulagðri brotastarfsemi. „Greiningardeild embættis ríkislögreglustjóra bendir á að greiningar þeirra sýni vísbendingar um að ungmenni eru hluti af félagahóp með brotahópum og/eða einstaklingum sem eru virkir þátttakendur í skipulagðri brotastarfsemi,“ segir meðal annars í skýrslunni. Segir að einn áhættuþáttur þegar komi að brotahópum sé sú aðferðafræði að nálgast ungmenni, sem séu einn viðkvæmasti hópur samfélagsins, með það í huga að efla brotastarfsemina. Vegna smæðar þjóðfélagsins hér á landi sjáist afleiðingar af hagnýtingu ungmenna og þeirri aðferðafræði sem brotahópar nýti fyrr en ella. Megi sjá að ungmenni, átján ára og yngri, séu hagnýtt í sölu fíkniefna. Ofbeldi sé beitt gagnvart jafnöldrum og eldri einstaklingum sen tengist fíkniefnamarkaðnium og/eða skipulagðri brotastarfsemi. „Þegar fjallað er um hagnýtingu er átt við þá aðferðafræði brotahópa að þvinga, hóta, kúga eða beita sálrænum blekkingum til að fá sínu framgengt. Gögn lögreglu gefa til kynna að einstaklingar og hópar í skipulagðri brotastarfsemi nálgast börn og ungmenni þar sem líkamsárásir, ofbeldi, hótanir, fíkniefnasala og vopnaburður eru hluti af ólöglegri starfsemi hópana.“ Skýrslan í heild sinni inni á vef Embættis ríkislögreglustjóra.
Börn og uppeldi Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira