Senda tækið til útlanda til skoðunar og vilja endurgreiða Steinunni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. júní 2024 17:16 Athygli vakti á dögunum þegar Vísir fjallaði um kolsýrutæki sem hafði sprungið í frumeindir sínar og miður skemmtileg samskipti Elko við viðskiptavininn. Óttar Örn Sigurbergsson framkvæmdastjóri Elko harmar atvikið. Vísir Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið líta mál þar sem kolsýrutæki sprakk með þeim afleiðingum að neytandi hlaut skaða á hendi alvarlegum augum. Hann segist hafa ítrekað starfsreglur og sent tækið til útlanda í skoðun hjá sérfræðingum. Vísir fjallaði um mál Steinunnar Ólafsdóttur í liðinni viku. Hún varar við notkun kolsýrutækis af gerðinni Aarke sem sprakk í frumeindir sínar eftir að yfirþrýstingur myndaðist þegar hún var að laga kolsýrt vatn. Steinunn átti í bréfaskiptum við Elko, sem sagði engin tæki hættulaus. Mestar líkur væru á því að flaskan hafi verið sett skakkt í tækið, eitthvað sem Steinunn kannast ekkert við. Þá hafi fyrirtækið brýnt fyrir henni nauðsyn þess að lesa leiðbeiningar sem fylgja slíkum tækjum rétt. Steinunn sagði málalokin dapurleg. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Óttar Örn Sigurbergsson framkvæmdastjóri Elko málinu ekki lokið. Enn sé ekki vitað hvað hafi orðið til þess að yfirþrýstingur myndaðist í flöskunni. Fyrirtækið hafi verið í sambandi við Steinunni og boðist til að endurgreiða henni tækið og aukahluti. Verið sé að senda tækið til útlanda í skoðun hjá sérfræðingum. „Við lítum alltaf alvarlegum augum ef slys verða á fólki eða kemur til tjóns á ytra umhverfi. Í kjölfar þessa slyss þá höfum við uppfært allar vörulýsingar með vísun í færslu á blogg.elko.is þar sem er farið yfir helstu öryggisatriði við notkun á kolsýrutækjum,“ segir í svari Óttars. Aðspurður hvort viðbrögð fyrirtækisins hefðu mátt vera öðruvísi í umræddu máli segist hann hafa tekið atvikið og verklag því tengdu til sérstakrar skoðunar og ítrekar starfsreglur komi svona atvik upp aftur. „Við höfum beðið umræddan viðskiptavin afsökunar á fyrstu viðbrögðum fyrirtækisins.“ Loks segir í svari Óttars að Elko hafi haft samband við framleiðanda tækisins svo grafast mætti betur fyrir um orsakir slyssins. Í samráði við viðskiptavin muni framleiðandinn hafa samband beint til að rannsaka málið, auk þess sem tækið verði sent í skoðun til útlanda hjá sérfræðingum. Neytendur Slysavarnir Tækni Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Vísir fjallaði um mál Steinunnar Ólafsdóttur í liðinni viku. Hún varar við notkun kolsýrutækis af gerðinni Aarke sem sprakk í frumeindir sínar eftir að yfirþrýstingur myndaðist þegar hún var að laga kolsýrt vatn. Steinunn átti í bréfaskiptum við Elko, sem sagði engin tæki hættulaus. Mestar líkur væru á því að flaskan hafi verið sett skakkt í tækið, eitthvað sem Steinunn kannast ekkert við. Þá hafi fyrirtækið brýnt fyrir henni nauðsyn þess að lesa leiðbeiningar sem fylgja slíkum tækjum rétt. Steinunn sagði málalokin dapurleg. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Óttar Örn Sigurbergsson framkvæmdastjóri Elko málinu ekki lokið. Enn sé ekki vitað hvað hafi orðið til þess að yfirþrýstingur myndaðist í flöskunni. Fyrirtækið hafi verið í sambandi við Steinunni og boðist til að endurgreiða henni tækið og aukahluti. Verið sé að senda tækið til útlanda í skoðun hjá sérfræðingum. „Við lítum alltaf alvarlegum augum ef slys verða á fólki eða kemur til tjóns á ytra umhverfi. Í kjölfar þessa slyss þá höfum við uppfært allar vörulýsingar með vísun í færslu á blogg.elko.is þar sem er farið yfir helstu öryggisatriði við notkun á kolsýrutækjum,“ segir í svari Óttars. Aðspurður hvort viðbrögð fyrirtækisins hefðu mátt vera öðruvísi í umræddu máli segist hann hafa tekið atvikið og verklag því tengdu til sérstakrar skoðunar og ítrekar starfsreglur komi svona atvik upp aftur. „Við höfum beðið umræddan viðskiptavin afsökunar á fyrstu viðbrögðum fyrirtækisins.“ Loks segir í svari Óttars að Elko hafi haft samband við framleiðanda tækisins svo grafast mætti betur fyrir um orsakir slyssins. Í samráði við viðskiptavin muni framleiðandinn hafa samband beint til að rannsaka málið, auk þess sem tækið verði sent í skoðun til útlanda hjá sérfræðingum.
Neytendur Slysavarnir Tækni Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent