Sjálfbærniskólinn opnar: Reglugerðin mun líka hafa áhrif á lítil og meðalstór fyrirtæki Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. júní 2024 07:00 Ketill Berg Magnússon, mannauðstjóri hjá Marel í Norður Evrópu er einn af gestgjöfum Sjálfbærniskólans sem hefst í Opna Háskólanum í Háskóla Reykjavík í haust. Hann segir mikilvægt að fólk átti sig á því að breyttar leikreglur sem eru að fara að taka gildi, muni hafa áhrif á stór sem smá fyrirtæki því öll fyrirtæki. Vísir/Arnar Halldórsson „Vissulega nær reglugerðin aðeins til stærri fyrirtækja, með 250 manns eða fleiri og smærri félög tengd almannahagsmunum. Hugmyndafræðin nær hins vegar til allra fyrirtækja, sem þýðir að fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki munu breyttar leikreglur líka hafa áhrif,“ segir Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri hjá Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskólans sem hefst í Opna Háskólanum, Háskóla Reykjavík í haust. „Þetta þýðir í raun að lítil og meðalstór fyrirtæki sem vilja eiga viðskipti við stór fyrirtæki, þurfa að hafa hlutina líka í lagi. Því stóru fyrirtækin sem heyra undir reglugerðina, þurfa að geta sýnt fram á að allir aðilar í virðiskeðjunni þeirra, séu sjálfbærir aðilar og standist þær kröfur sem gerðar eru til þeirra sem slíkir.“ Að mati Ketils, nær námskeiðið sem Sjálfbærniskólinn mun standa fyrir, til starfsfólks í bæði stærri og smærri fyrirtækjum. Í dag og á morgun, fjallar Atvinnulífið um Sjálfbærniskóla Opna Háskólans, sem hefst þann 10.september næstkomandi. Nánar má sjá um skólann hér. Fyrir öll fyrirtæki: Ekki bara sum Síðustu tuttugu árin eða svo, hefur Ketill kennt við Háskólann í Reykjavík, með aðkomu að Opna háskólanum, MBA náminu og grunnnáminu. Kennsla Ketils hefur meira og minna tengst sjálfbærni og viðskiptasiðfræði, sem Ketill telur á endanum tengjast mannauðsmálum í fyrirtækjum. „Ég hef alveg farið í gegnum þannig tíma að velta fyrir mér hvort ég eigi ekki að láta þessi sjálfbærnimál aðeins til hliðar og einbeita mér meira að mannauðsmálunum, sem ég hef fyrst og fremst starfað í. Niðurstaðan er þó alltaf sú sama: Sjálfbærni snýst að miklu leyti um mannauðsmálin þegar betur er að gáð.“ Enda fela sjálfbærnimálin í sér atriði eins og góða stjórnarhætti, jafnrétti, mannréttindi og fleira í þeim dúr. Í kynningu um Sjálfbærniskólann, segir: Með nýjum reglugerðum frá ESB fylgir aukin krafa um upplýsingaskyldu fyrirtækja á sviði sjálfbærni. Þekking á sjálfbærni er því nauðsynleg til að undirbúa þitt fyrirtæki fyrir framtíðina. Ketill ítrekar þó, að áhrif reglugerðarinnar nær til allra í atvinnulífinu. Ef þú vilt vera í viðskiptum við stórt fyrirtæki, þýðir ekkert fyrir þig að selja vörur sem framleiddar eru í einhverri kjallaraholu út í heimi, þar sem jafnvel er verið að stunda mansal eða brjóta á öðrum mannréttindum. Flest fyrirtæki eru birgjar eða með einhverjum hætti hluti af stærri virðiskeðju. Þar af leiðandi er sjálfbærnin liður í því að yfir höfuð geta staðið í rekstri.“ Ketill segir að mögulega upplifi sum fyrirtæki að sjálfbærninni sé að fylgja aukavinna og skýrslugerð, sem mögulega virkar flókin og viðamikil í upphafi. „Það fylgir þessu kannski einhver pappírsvinna. En þegar ný lög taka gildi, verða skilaboðin frá stóru fyrirtækjunum mjög skýr. Þar af leiðandi er mikilvægt fyrir öll fyrirtæki að innleiða þessa hugsun sem fyrst, sem sjálfbærnihugtakinu fylgir.“ Enn sem komið er, þurfi þó að virkja sem flesta með því að tryggja atvinnulífinu fræðslu. „Það er góð tímasetning núna að hefja Sjálfbærniskólann í haust því þessar reglur sem Evrópusambandið er að setja, eru í raun ákveðin tímamót. Hugmyndin að skólanum spratt má segja hjá nokkrum aðilum í einu. Því að þegar ég hafði samband við Opna háskólann til að ræða þessa hugmynd, kom til dæmis í ljós að Festa var með sambærilegar hugmyndir og eins aðilar innan skólans,“ segir Ketill og bætir við: „Ég er hins vegar í fullu starfi hjá Marel og það sama á við um fulltrúa Festu. Þess vegna settum við Sjálfbærniskólann upp þannig að námskeiðinu er skipt upp í þrjá áfanga, þar sem ýmsir sérfræðingar eru kallaðir til.“ Ketill og Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Festu, eru gestgjafar námskeiðsins og hafa aðkomuna að Sjálfbærniskólanum þannig. Ketill segir líklegt að margir sem munu koma í skólann, muni átta sig á hvernig hægt er að tengja saman margt sem fyrirtækin eru nú þegar að gera í sínu starfi, sem hluta af sjálfbærnistefnunni. Oft átti fólk sig ekki á því að allt tengist sjálfbærni, þótt orðfærið í daglegu tali gefi það ekki alltaf til kynna. Vísir/Arnar Halldórsson Praktískt nám fyrir alla Ketill segir Sjálfbærniskólann horfa sérstaklega til stjórnenda, en fyrst og fremst sé námsefnið praktískt nám fyrir alla. „Í Sjálfbærniskólanum munu fyrirtæki fá svigrúm til að átta sig á því Hvernig ætlum við að fara að þessu? Hvar eigum við að byrja og hvað þurfum við að vita og skilja,“ segir Ketill. „Með sérfræðingunum sem kenna á námskeiðinu, fá nemendur yfirsýn yfir stóru myndina þannig að allir sjái hvernig stóra myndin tengist þeirra vinnustað eða rekstri. Síðan er ætlunin að búta námsefnið niður, þannig að námskeiðið sé hagnýtt fyrir stjórnendur.“ Námskeið Sjálfbærniskólans stendur yfir frá september til desember og skiptist í þrjá hluta: Stóra myndin Náttúran og sjálfbærni Fólkið og sjálfbærni „Við erum enn svolítið mikið í fræðsluhlutanum á sjálfbærni. En þurfum að koma upplýsingum og þekkingu áleiðis á mannamáli því að sjálfbærnin kemur inn á öll svið reksturs.“ Sem dæmi nefnir Ketill. „Fólk á markaðssviði þarf að huga að því hvernig allt í starfi fyrirtækisins hefur jákvæð áhrif á umhverfið og vinnur síðan að því að miðla þeim upplýsingum. En fólk í mötuneytum eru jafnmiklir þátttakendur, því þar er verið að huga að matarsóun á hverjum degi og hvernig hægt er að draga úr henni.“ Að vissu leyti segir Ketill orðfærið stundum fæla fólk frá. „Fólk heldur stundum að sjálfbærni komi því ekki við eða tengist þeirra störfum ekki neitt. Hið rétta er þó, að sjálfbærnin snertir okkur öll í dag nú þegar. Orðfærið er bara enn þannig að það er svolítið fræðilegt og sérhæft, sem stundum leiðir til þess að fólk er ekki að átta sig á því um hvað sjálfbærni snýst í raun.“ Aftur nefnir Ketill dæmi. „Segjum sem svo að vinnustaður sem leggur áherslu á jafnrétti og að þar líðist ekki einhver karlahúmor innan teyma, sem mögulega lætur einhverjum ekki líða vel. Að vinna að þessu jafnrétti flokkast undir sjálfbærni, þótt orðfærið sé ekki endilega þannig við fyrstu sýn.“ Ketill segir ein af áskorunum sem framundan er, sé að ná til fleiri aðila en hingað til að hafa lifað og hrærst í sjálfbærnimálum. „Við þurfum að draga það betur fram að þegar að við tölum um sjálfbærni, erum við í raun að tala um eitthvað sem við öll erum sammála um. Því í grunninn snýst sjálfbærni um að sóa ekki verðmætum og að koma ekki illa fram við fólk. Og hvaða fyrirtæki er ekki sammála því að sóa ekki verðmætum? „Ég vonast til þess að í Sjálfbærniskólann komi fólk í atvinnulífinu sem brennur fyrir málefninu, en líka hópur fólks sem vill vita um hvað sjálfbærnin snýst og átta sig betur á því hvað það getur gert til að leggja sitt af mörkum.“ Að mati Ketils, séu mörg fyrirtæki nú þegar að gera marga góða hluti, sem þegar hafa markað upphafið. „Í Sjálfbærniskólanum lærum við síðan ákveðnar aðferðir og hugtök, meðal annars um það hvernig við getum selt hugmyndina að sjálfbærni innanhús á okkar vinnustað, þannig að rekstraraðilar sjái tækifærin sem sjálfbærnin felur í sér. Og ég sé alveg fyrir mér að margir sem komi í skólann muni upplifa á eigin skinni, hvernig það er hægt að tengja svo margt saman í starfi fyrirtækisins, sem mögulega er nú þegar að gera fullt af flottum hlutum en vantar að læra hvernig hægt er að nýta þegar unnið starf sem hluta af sinni sjálfbærnistefnu.“ Ketill segir að allt frá árinu 2011, þegar starf Festu hófst, hafi útgangspunkturinn verið sá að horfa á sjálfbærni út frá þeim tækifærum sem sjálfbærnin skapar. „Í Sjálfbærniskólanum hlýtur fólk ákveðna þekkingu og lærir á þau tól og tæki sem auðveldar fólki að skoða reksturinn út frá því hver staðan er í dag, hvað hægt er að gera og um leið og þú ert komin þangað, ertu í raun komin með áætlun um það hvað þú ætlar að gera í framtíðinni. Skólinn verður því praktísk nálgun á sjálfbærnina, sem mikil þörf er á því að mínu mati er þetta nýja regluverk sem framundan er, að fara að breyta öllu sem snertir atvinnulífið næstu áratugina.“ Sjálfbærni Skóla- og menntamál Stjórnun Vinnumarkaður Mannauðsmál Umhverfismál Jafnréttismál Mannréttindi Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
„Þetta þýðir í raun að lítil og meðalstór fyrirtæki sem vilja eiga viðskipti við stór fyrirtæki, þurfa að hafa hlutina líka í lagi. Því stóru fyrirtækin sem heyra undir reglugerðina, þurfa að geta sýnt fram á að allir aðilar í virðiskeðjunni þeirra, séu sjálfbærir aðilar og standist þær kröfur sem gerðar eru til þeirra sem slíkir.“ Að mati Ketils, nær námskeiðið sem Sjálfbærniskólinn mun standa fyrir, til starfsfólks í bæði stærri og smærri fyrirtækjum. Í dag og á morgun, fjallar Atvinnulífið um Sjálfbærniskóla Opna Háskólans, sem hefst þann 10.september næstkomandi. Nánar má sjá um skólann hér. Fyrir öll fyrirtæki: Ekki bara sum Síðustu tuttugu árin eða svo, hefur Ketill kennt við Háskólann í Reykjavík, með aðkomu að Opna háskólanum, MBA náminu og grunnnáminu. Kennsla Ketils hefur meira og minna tengst sjálfbærni og viðskiptasiðfræði, sem Ketill telur á endanum tengjast mannauðsmálum í fyrirtækjum. „Ég hef alveg farið í gegnum þannig tíma að velta fyrir mér hvort ég eigi ekki að láta þessi sjálfbærnimál aðeins til hliðar og einbeita mér meira að mannauðsmálunum, sem ég hef fyrst og fremst starfað í. Niðurstaðan er þó alltaf sú sama: Sjálfbærni snýst að miklu leyti um mannauðsmálin þegar betur er að gáð.“ Enda fela sjálfbærnimálin í sér atriði eins og góða stjórnarhætti, jafnrétti, mannréttindi og fleira í þeim dúr. Í kynningu um Sjálfbærniskólann, segir: Með nýjum reglugerðum frá ESB fylgir aukin krafa um upplýsingaskyldu fyrirtækja á sviði sjálfbærni. Þekking á sjálfbærni er því nauðsynleg til að undirbúa þitt fyrirtæki fyrir framtíðina. Ketill ítrekar þó, að áhrif reglugerðarinnar nær til allra í atvinnulífinu. Ef þú vilt vera í viðskiptum við stórt fyrirtæki, þýðir ekkert fyrir þig að selja vörur sem framleiddar eru í einhverri kjallaraholu út í heimi, þar sem jafnvel er verið að stunda mansal eða brjóta á öðrum mannréttindum. Flest fyrirtæki eru birgjar eða með einhverjum hætti hluti af stærri virðiskeðju. Þar af leiðandi er sjálfbærnin liður í því að yfir höfuð geta staðið í rekstri.“ Ketill segir að mögulega upplifi sum fyrirtæki að sjálfbærninni sé að fylgja aukavinna og skýrslugerð, sem mögulega virkar flókin og viðamikil í upphafi. „Það fylgir þessu kannski einhver pappírsvinna. En þegar ný lög taka gildi, verða skilaboðin frá stóru fyrirtækjunum mjög skýr. Þar af leiðandi er mikilvægt fyrir öll fyrirtæki að innleiða þessa hugsun sem fyrst, sem sjálfbærnihugtakinu fylgir.“ Enn sem komið er, þurfi þó að virkja sem flesta með því að tryggja atvinnulífinu fræðslu. „Það er góð tímasetning núna að hefja Sjálfbærniskólann í haust því þessar reglur sem Evrópusambandið er að setja, eru í raun ákveðin tímamót. Hugmyndin að skólanum spratt má segja hjá nokkrum aðilum í einu. Því að þegar ég hafði samband við Opna háskólann til að ræða þessa hugmynd, kom til dæmis í ljós að Festa var með sambærilegar hugmyndir og eins aðilar innan skólans,“ segir Ketill og bætir við: „Ég er hins vegar í fullu starfi hjá Marel og það sama á við um fulltrúa Festu. Þess vegna settum við Sjálfbærniskólann upp þannig að námskeiðinu er skipt upp í þrjá áfanga, þar sem ýmsir sérfræðingar eru kallaðir til.“ Ketill og Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Festu, eru gestgjafar námskeiðsins og hafa aðkomuna að Sjálfbærniskólanum þannig. Ketill segir líklegt að margir sem munu koma í skólann, muni átta sig á hvernig hægt er að tengja saman margt sem fyrirtækin eru nú þegar að gera í sínu starfi, sem hluta af sjálfbærnistefnunni. Oft átti fólk sig ekki á því að allt tengist sjálfbærni, þótt orðfærið í daglegu tali gefi það ekki alltaf til kynna. Vísir/Arnar Halldórsson Praktískt nám fyrir alla Ketill segir Sjálfbærniskólann horfa sérstaklega til stjórnenda, en fyrst og fremst sé námsefnið praktískt nám fyrir alla. „Í Sjálfbærniskólanum munu fyrirtæki fá svigrúm til að átta sig á því Hvernig ætlum við að fara að þessu? Hvar eigum við að byrja og hvað þurfum við að vita og skilja,“ segir Ketill. „Með sérfræðingunum sem kenna á námskeiðinu, fá nemendur yfirsýn yfir stóru myndina þannig að allir sjái hvernig stóra myndin tengist þeirra vinnustað eða rekstri. Síðan er ætlunin að búta námsefnið niður, þannig að námskeiðið sé hagnýtt fyrir stjórnendur.“ Námskeið Sjálfbærniskólans stendur yfir frá september til desember og skiptist í þrjá hluta: Stóra myndin Náttúran og sjálfbærni Fólkið og sjálfbærni „Við erum enn svolítið mikið í fræðsluhlutanum á sjálfbærni. En þurfum að koma upplýsingum og þekkingu áleiðis á mannamáli því að sjálfbærnin kemur inn á öll svið reksturs.“ Sem dæmi nefnir Ketill. „Fólk á markaðssviði þarf að huga að því hvernig allt í starfi fyrirtækisins hefur jákvæð áhrif á umhverfið og vinnur síðan að því að miðla þeim upplýsingum. En fólk í mötuneytum eru jafnmiklir þátttakendur, því þar er verið að huga að matarsóun á hverjum degi og hvernig hægt er að draga úr henni.“ Að vissu leyti segir Ketill orðfærið stundum fæla fólk frá. „Fólk heldur stundum að sjálfbærni komi því ekki við eða tengist þeirra störfum ekki neitt. Hið rétta er þó, að sjálfbærnin snertir okkur öll í dag nú þegar. Orðfærið er bara enn þannig að það er svolítið fræðilegt og sérhæft, sem stundum leiðir til þess að fólk er ekki að átta sig á því um hvað sjálfbærni snýst í raun.“ Aftur nefnir Ketill dæmi. „Segjum sem svo að vinnustaður sem leggur áherslu á jafnrétti og að þar líðist ekki einhver karlahúmor innan teyma, sem mögulega lætur einhverjum ekki líða vel. Að vinna að þessu jafnrétti flokkast undir sjálfbærni, þótt orðfærið sé ekki endilega þannig við fyrstu sýn.“ Ketill segir ein af áskorunum sem framundan er, sé að ná til fleiri aðila en hingað til að hafa lifað og hrærst í sjálfbærnimálum. „Við þurfum að draga það betur fram að þegar að við tölum um sjálfbærni, erum við í raun að tala um eitthvað sem við öll erum sammála um. Því í grunninn snýst sjálfbærni um að sóa ekki verðmætum og að koma ekki illa fram við fólk. Og hvaða fyrirtæki er ekki sammála því að sóa ekki verðmætum? „Ég vonast til þess að í Sjálfbærniskólann komi fólk í atvinnulífinu sem brennur fyrir málefninu, en líka hópur fólks sem vill vita um hvað sjálfbærnin snýst og átta sig betur á því hvað það getur gert til að leggja sitt af mörkum.“ Að mati Ketils, séu mörg fyrirtæki nú þegar að gera marga góða hluti, sem þegar hafa markað upphafið. „Í Sjálfbærniskólanum lærum við síðan ákveðnar aðferðir og hugtök, meðal annars um það hvernig við getum selt hugmyndina að sjálfbærni innanhús á okkar vinnustað, þannig að rekstraraðilar sjái tækifærin sem sjálfbærnin felur í sér. Og ég sé alveg fyrir mér að margir sem komi í skólann muni upplifa á eigin skinni, hvernig það er hægt að tengja svo margt saman í starfi fyrirtækisins, sem mögulega er nú þegar að gera fullt af flottum hlutum en vantar að læra hvernig hægt er að nýta þegar unnið starf sem hluta af sinni sjálfbærnistefnu.“ Ketill segir að allt frá árinu 2011, þegar starf Festu hófst, hafi útgangspunkturinn verið sá að horfa á sjálfbærni út frá þeim tækifærum sem sjálfbærnin skapar. „Í Sjálfbærniskólanum hlýtur fólk ákveðna þekkingu og lærir á þau tól og tæki sem auðveldar fólki að skoða reksturinn út frá því hver staðan er í dag, hvað hægt er að gera og um leið og þú ert komin þangað, ertu í raun komin með áætlun um það hvað þú ætlar að gera í framtíðinni. Skólinn verður því praktísk nálgun á sjálfbærnina, sem mikil þörf er á því að mínu mati er þetta nýja regluverk sem framundan er, að fara að breyta öllu sem snertir atvinnulífið næstu áratugina.“
Sjálfbærni Skóla- og menntamál Stjórnun Vinnumarkaður Mannauðsmál Umhverfismál Jafnréttismál Mannréttindi Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira