Þjóðverjar hæðast að Englendingum: „Þessi ljón eru kettlingar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júní 2024 08:01 Harry Kane hefur ekki fundið sig á EM. getty/Stu Forster Það eru ekki bara enskir fjölmiðlar sem láta fótboltalandsliðið sitt fá það óþvegið heldur einnig kollegar þeirra í Evrópu. England gerði markalaust jafntefli við Slóveníu í lokaleik sínum í C-riðli Evrópumótsins í gær. Stigið dugði Englendingum til að vinna riðilinn en þeir hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir frammistöðu sína á mótinu. Þýska blaðið Bild fór ekki neinum silkihönskum um enska liðið eftir leikinn gegn Slóveníu og talaði meðal annars um að ljónin, eins og enska landsliðið er jafnan kallað, væru eins og kettlingar. Í umfjöllun Bild var athyglinni einnig beint að Gareth Southgate, þjálfara enska landsliðsins, og því velt upp hver leikáætlun hans væri eiginlega. Frammistaða Englendinga var einnig sögð skelfileg og að þeir hefðu ekki haft neina stjórn á leiknum. Leikmenn enska liðsins sluppu ekki við gagnrýni Bild. Jude Bellingham var meðal annars sagður hafa verið mjög daufur og ólíkur sjálfum sér og að Phil Foden og Bukayo Saka hafi ekki haft mikil áhrif á leikinn. Conor Gallagher fékk einnig fyrir ferðina en í umsögn Bild segir að hann hafi verið algjörlega týndur í leiknum. Sem fyrr sagði vann England C-riðilinn og er enn ósigrað á EM. Næsti leikur Englendinga verður í Gelsenkirchen á sunnudaginn. Andstæðingurinn verður annað hvort liðið sem endar í 3. sæti D- eða E-riðils. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Sjá meira
England gerði markalaust jafntefli við Slóveníu í lokaleik sínum í C-riðli Evrópumótsins í gær. Stigið dugði Englendingum til að vinna riðilinn en þeir hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir frammistöðu sína á mótinu. Þýska blaðið Bild fór ekki neinum silkihönskum um enska liðið eftir leikinn gegn Slóveníu og talaði meðal annars um að ljónin, eins og enska landsliðið er jafnan kallað, væru eins og kettlingar. Í umfjöllun Bild var athyglinni einnig beint að Gareth Southgate, þjálfara enska landsliðsins, og því velt upp hver leikáætlun hans væri eiginlega. Frammistaða Englendinga var einnig sögð skelfileg og að þeir hefðu ekki haft neina stjórn á leiknum. Leikmenn enska liðsins sluppu ekki við gagnrýni Bild. Jude Bellingham var meðal annars sagður hafa verið mjög daufur og ólíkur sjálfum sér og að Phil Foden og Bukayo Saka hafi ekki haft mikil áhrif á leikinn. Conor Gallagher fékk einnig fyrir ferðina en í umsögn Bild segir að hann hafi verið algjörlega týndur í leiknum. Sem fyrr sagði vann England C-riðilinn og er enn ósigrað á EM. Næsti leikur Englendinga verður í Gelsenkirchen á sunnudaginn. Andstæðingurinn verður annað hvort liðið sem endar í 3. sæti D- eða E-riðils.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Sjá meira