Hægðirnar segja til um heilsufarið – rétt fóður mikilvægt Dýrheimar 28. júní 2024 08:47 Theodóra Róbertsdóttir, dýrahjúkrunarfræðingur hjá Dýrheimum hefur sérhæft sig í næringu smádýra á vegum bresku dýralæknasamtakanna. Rétt næring er lykillinn að heilbrigði og vellíðan hunda og katta. Afleiðingar af röngu fæði geta verið allt að tvö ár að koma fram. Theodóra Róbertsdóttir, dýrahjúkrunarfræðingur hjá Dýrheimum hefur sérhæft sig í næringu smádýra á vegum bresku dýralæknasamtakanna. „Undanfarið hafa orðið miklar breytingar á því hvernig við horfum á næringu fyrir hunda og ketti. Í dag teljum við næringu fimmta lífsmarkið á eftir hitastigi, púls, öndun og verkjum. Því fylgjast dýralæknar grannt með næringarþætti í heilsufarsskoðunum. Rétt samsett næring hefur áhrif á uppvöxt, langlífi og heilsu ásamt því að styðja almennt við endurheimt, einnig ef um sjúkdóma er að ræða má halda einkennum niðri og jafnvel meðhöndla þá með því að velja viðeigandi sjúkrafóður.“ útskýrir Theodóra. Hvort sem við erum með hund eða kött er markmiðið að vera með heildstætt fóður í réttu jafnvægi. Hún segir vandamál sem mögulega orsakast af vanfóðrun geti verið mjög lengi að koma fram. Það er því mikilvægt að gæludýraeigendur geri kröfur til fóðurframleiðenda er varðar gæðaprófanir, gæði hráefna og stöðugleika í aðgengi að fóðrinu. En hverju þarf helst að fylgjast með? „Eðlilegar hægðir dýranna er það sem auðveldast er að fylgjast með og ótrúlegt hve hægðir verða fljótt að hversdagslegu og eðlilegu umræðuefni við kvöldmatarborð hunda- og kattaeiganda,“ segir Theodóra. „Eins þarf að fylgjast með hvort dýrin hafi eðlilega orku, húð og feldur sé í góðu standi, þau séu hrein og líði sjáanlega vel. Ef þú ert til dæmis með tveggja ára hund eða kött sem virkar orkulaus gæti það verið vísbending um að eitthvað sé að, það er eðlilegra að þau sé virk og vilji vera með í leik og starfi,“ segir hún. Kettir haga sér öðruvísi en hundar og möguleg erfiðara að meta hvort um eðlilega leti sé að ræða þegar kötturinn leggur sig mikið eða hvað? Kettir eru nartarar og vilja fá sér allt upp í 16-20 máltíðir á dag. „Hvað varðar ketti er gott að fylgjast með hvort þeir séu að éta margar litlar máltíðir á dag. Kettir eru nartarar og fá sér allt upp í 16-20 máltíðir á dag meðan hundar éta almennt um tvær máltíðir á dag. Gott er að fylgjast með hvort kötturinn drekki vel, hreyfi sig og þvoi sér. Ef hreinleikinn er ekki í lagi hjá köttum getur það verið merki um að einhver vandamál séu til staðar. Líkt og hjá hundum er gott að fylgjast með hægðum kattarins.“ Hvernig á að velja fóður og hvað þarf að hafa í huga? „Við veljum alltaf fóður fyrir hvern einstakling og horfum á um hvaða tegund ræðir og svo á hvaða aldursskeiði hundurinn eða kötturinn er þegar kemur að fóðurvali. Einnig með tilliti til heilsufars ef um sjúkdóma er að ræða, þarf að velja fóður í samræmi við það. Mikilvægt er að huga að næringargildi hráefna í stað innihaldslista, því næringargildið er það sem gefur réttustu myndina. Hvort sem við erum með hund eða kött er markmiðið að vera með heildstætt fóður í réttu jafnvægi. Að fóðrið sé í réttum hlutföllum, sé meltanlegt og að dýrin okkar nái að nýta næringarefnin vel. Nýtanleikinn fer eftir því hverskonar hráefni við erum með og hvaðan það kemur. Eins þarf fóðrið að vera aðlaðandi og þar spilar fitu-og próteinmagn stóran þátt, áferð, lykt og lögun. Magn skiptir miklu máli því það að gefa dýrinu of lítið eða of mikið getur valdið skaða. Það er einnig mjög mikilvægt að fóðrið sé öruggt, þ.e. innihaldi ekki eitthvað sem getur valdið dýrinu og/eða heimilisfólki skaða. „Ýmis óelduð hráefni geta innihaldið bakteríur (salmonella, kampýlóbakter og e.coli) sem valda sjúkdómum í meltingarvegi dýra án þess að valda endilega einkennum hjá dýrunum en þau geta þó smitað slíkum bakteríum í heimilisfólk.“ Theodóra mælir með Royal Canin fóðrinu hjá Dýrheimum sem er sérhannað fyrir hunda og ketti. Ef einhverjar viðvörunarbjöllur hringja varðandi heilbrigði og líðan dýrsins segir Theodóra að því fyrr sem gripið er inn í því minna mál sé að koma mataræðinu í rétt horf hjá dýrinu og þar með líðan og heilsufari. Theodóra segir mikilvægt að fá faglega aðstoð hjá dýrahjúkrunarfræðingum eða dýralæknum. Sjálf starfar Theodóra í Dýrheimum auk fleiri sérfræðinga á sínum sviðum. „Hægt er að bóka næringarráðgjöf gegnum heimasíðuna okkar www.dyrheimar.is Þar er farið í sameiningu yfir allt varðandi rétta næringu fyrir hundinn- og/eða köttinn þinn. Þetta getur verið fyrirbyggjandi ráðgjöf en einnig ef vandamál eru þegar komin upp.“ Theodóra mælir með Royal Canin fóðrinu hjá Dýrheimum. Það er sérhannað fyrir hunda og ketti af teymi löggiltra dýralækna með sérhæfingu í næringu, Ph.D næringarfræðinga og starfsmanna með meistaragráðu í fóðrun smádýra. Vísindi og rannsóknir eru kjarninn í mótun Royal Canin á næringu, öflugt gæðaeftirlit og notkun á fyrsta flokks hráefni. Gæludýr Hundar Kettir Dýraheilbrigði Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Sjá meira
„Undanfarið hafa orðið miklar breytingar á því hvernig við horfum á næringu fyrir hunda og ketti. Í dag teljum við næringu fimmta lífsmarkið á eftir hitastigi, púls, öndun og verkjum. Því fylgjast dýralæknar grannt með næringarþætti í heilsufarsskoðunum. Rétt samsett næring hefur áhrif á uppvöxt, langlífi og heilsu ásamt því að styðja almennt við endurheimt, einnig ef um sjúkdóma er að ræða má halda einkennum niðri og jafnvel meðhöndla þá með því að velja viðeigandi sjúkrafóður.“ útskýrir Theodóra. Hvort sem við erum með hund eða kött er markmiðið að vera með heildstætt fóður í réttu jafnvægi. Hún segir vandamál sem mögulega orsakast af vanfóðrun geti verið mjög lengi að koma fram. Það er því mikilvægt að gæludýraeigendur geri kröfur til fóðurframleiðenda er varðar gæðaprófanir, gæði hráefna og stöðugleika í aðgengi að fóðrinu. En hverju þarf helst að fylgjast með? „Eðlilegar hægðir dýranna er það sem auðveldast er að fylgjast með og ótrúlegt hve hægðir verða fljótt að hversdagslegu og eðlilegu umræðuefni við kvöldmatarborð hunda- og kattaeiganda,“ segir Theodóra. „Eins þarf að fylgjast með hvort dýrin hafi eðlilega orku, húð og feldur sé í góðu standi, þau séu hrein og líði sjáanlega vel. Ef þú ert til dæmis með tveggja ára hund eða kött sem virkar orkulaus gæti það verið vísbending um að eitthvað sé að, það er eðlilegra að þau sé virk og vilji vera með í leik og starfi,“ segir hún. Kettir haga sér öðruvísi en hundar og möguleg erfiðara að meta hvort um eðlilega leti sé að ræða þegar kötturinn leggur sig mikið eða hvað? Kettir eru nartarar og vilja fá sér allt upp í 16-20 máltíðir á dag. „Hvað varðar ketti er gott að fylgjast með hvort þeir séu að éta margar litlar máltíðir á dag. Kettir eru nartarar og fá sér allt upp í 16-20 máltíðir á dag meðan hundar éta almennt um tvær máltíðir á dag. Gott er að fylgjast með hvort kötturinn drekki vel, hreyfi sig og þvoi sér. Ef hreinleikinn er ekki í lagi hjá köttum getur það verið merki um að einhver vandamál séu til staðar. Líkt og hjá hundum er gott að fylgjast með hægðum kattarins.“ Hvernig á að velja fóður og hvað þarf að hafa í huga? „Við veljum alltaf fóður fyrir hvern einstakling og horfum á um hvaða tegund ræðir og svo á hvaða aldursskeiði hundurinn eða kötturinn er þegar kemur að fóðurvali. Einnig með tilliti til heilsufars ef um sjúkdóma er að ræða, þarf að velja fóður í samræmi við það. Mikilvægt er að huga að næringargildi hráefna í stað innihaldslista, því næringargildið er það sem gefur réttustu myndina. Hvort sem við erum með hund eða kött er markmiðið að vera með heildstætt fóður í réttu jafnvægi. Að fóðrið sé í réttum hlutföllum, sé meltanlegt og að dýrin okkar nái að nýta næringarefnin vel. Nýtanleikinn fer eftir því hverskonar hráefni við erum með og hvaðan það kemur. Eins þarf fóðrið að vera aðlaðandi og þar spilar fitu-og próteinmagn stóran þátt, áferð, lykt og lögun. Magn skiptir miklu máli því það að gefa dýrinu of lítið eða of mikið getur valdið skaða. Það er einnig mjög mikilvægt að fóðrið sé öruggt, þ.e. innihaldi ekki eitthvað sem getur valdið dýrinu og/eða heimilisfólki skaða. „Ýmis óelduð hráefni geta innihaldið bakteríur (salmonella, kampýlóbakter og e.coli) sem valda sjúkdómum í meltingarvegi dýra án þess að valda endilega einkennum hjá dýrunum en þau geta þó smitað slíkum bakteríum í heimilisfólk.“ Theodóra mælir með Royal Canin fóðrinu hjá Dýrheimum sem er sérhannað fyrir hunda og ketti. Ef einhverjar viðvörunarbjöllur hringja varðandi heilbrigði og líðan dýrsins segir Theodóra að því fyrr sem gripið er inn í því minna mál sé að koma mataræðinu í rétt horf hjá dýrinu og þar með líðan og heilsufari. Theodóra segir mikilvægt að fá faglega aðstoð hjá dýrahjúkrunarfræðingum eða dýralæknum. Sjálf starfar Theodóra í Dýrheimum auk fleiri sérfræðinga á sínum sviðum. „Hægt er að bóka næringarráðgjöf gegnum heimasíðuna okkar www.dyrheimar.is Þar er farið í sameiningu yfir allt varðandi rétta næringu fyrir hundinn- og/eða köttinn þinn. Þetta getur verið fyrirbyggjandi ráðgjöf en einnig ef vandamál eru þegar komin upp.“ Theodóra mælir með Royal Canin fóðrinu hjá Dýrheimum. Það er sérhannað fyrir hunda og ketti af teymi löggiltra dýralækna með sérhæfingu í næringu, Ph.D næringarfræðinga og starfsmanna með meistaragráðu í fóðrun smádýra. Vísindi og rannsóknir eru kjarninn í mótun Royal Canin á næringu, öflugt gæðaeftirlit og notkun á fyrsta flokks hráefni.
Gæludýr Hundar Kettir Dýraheilbrigði Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Sjá meira