Heimsóttu Dagbjörtu fyrir handtökuna: „Ég vildi óska þess að ég hefði ekki farið“ Jón Þór Stefánsson skrifar 26. júní 2024 15:51 Maðurinn fannst látinn i íbúð í Bátavogi. Vísir/Vilhelm Tveir menn komu á vettvang Bátavogsmálsins svokallaða áður en Dagbjört Rúnarsdóttir var handtekin en eftir að hinn látni hafði verið fluttur á brott með sjúkrabíl. Dagbjört er grunuð um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana á heimili sínu í Bátavogi í september í fyrra, Annar þessara tveggja manna gaf skýrslu fyrir dómi í dag, en hann sagðist hvorki þekkja Dagbjörtu né hinn látna. Hins vegar hafi félagi hans, hinn maðurinn, þekkt þau. „Hvers vegna komst þú þangað?“ spurði Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari fyrir dómi í dag. „Það er mjög góð spurning,“ svaraði maðurinn. Hann sagðist hafa verið með vini sínum sem hafi heyrt í Dagbjörtu. „Hann sagði: kíkjum á þessa vinkonu mína. Ég hafði aldrei hitt hana áður.“ Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Henni er gefið að sök að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi á heimili hennar í Bátavogi í aðdraganda andláts hans dagana tvo á undan. Samkvæmt endanlegri niðurstöðu úr réttarkrufningu lést maðurinn af völdum köfnunar, og þá hafði innvortisblæðing spillandi áhrif á súrefnisnæringu til heilans sem var til þess fallið að stuðla enn frekar að köfnuninni. Fjallað var um framburð Dagbjartar í morgun á Vísi. Hægt er að lesa nánar um hann hér. Blöskraði dauði hundurinn Vinurinn hafi útskýrt fyrir honum að þetta væri gott fólk. Honum þætti þó stundum leiðinlegt hvernig Dagbjört kæmi fram við hinn látna. Maðurinn útskýrði að þar sem hann þekkti ekki Dagbjörtu ætti hann erfitt með að lýsa því í hvers konar ástandi hún væri, en að hans viti hafi henni ekki liðið „neitt rosalega vel“. Dagbjört hafi boðið þeim drykki, og reynt að sína þeim látinn hund sem væri í frystinum. „Mér hálfblöskraði þegar hún ætlaði að sýna okkur þennan hund. Ég er ekki vanur því að koma heim til fólks og vera sýndur dauður hundur,“ sagði hann. Maðurinn segir Dagbjörtu hafa talað um að hinn látni, sem þeir vissu einungis að hefði verið fluttur með sjúkrabíl á brott, hefði eitrað fyrir hundinum. Síðan hafi lögreglan komið á vettvang og beðið þá um að fara út, sem og þeir gerðu. Í kjölfarið var Dagbjört handtekin. „Ég vildi óska þess að ég hefði ekki farið á þennan stað.“ Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir „Ég myndi aldrei gera honum eitt eða neitt“ „Hundurinn minn er dáinn. Ég hef ekkert að gera en að vera leiðinleg við þig [...] þangað til þú ákveður að bæta ráð þitt,“ heyrist Dagbjört Rúnarsdóttir, sem er grunuð um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana í Bátavogi í september síðastliðinum, segja við manninn skömmu áður en hann lést. 26. júní 2024 11:13 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Annar þessara tveggja manna gaf skýrslu fyrir dómi í dag, en hann sagðist hvorki þekkja Dagbjörtu né hinn látna. Hins vegar hafi félagi hans, hinn maðurinn, þekkt þau. „Hvers vegna komst þú þangað?“ spurði Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari fyrir dómi í dag. „Það er mjög góð spurning,“ svaraði maðurinn. Hann sagðist hafa verið með vini sínum sem hafi heyrt í Dagbjörtu. „Hann sagði: kíkjum á þessa vinkonu mína. Ég hafði aldrei hitt hana áður.“ Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Henni er gefið að sök að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi á heimili hennar í Bátavogi í aðdraganda andláts hans dagana tvo á undan. Samkvæmt endanlegri niðurstöðu úr réttarkrufningu lést maðurinn af völdum köfnunar, og þá hafði innvortisblæðing spillandi áhrif á súrefnisnæringu til heilans sem var til þess fallið að stuðla enn frekar að köfnuninni. Fjallað var um framburð Dagbjartar í morgun á Vísi. Hægt er að lesa nánar um hann hér. Blöskraði dauði hundurinn Vinurinn hafi útskýrt fyrir honum að þetta væri gott fólk. Honum þætti þó stundum leiðinlegt hvernig Dagbjört kæmi fram við hinn látna. Maðurinn útskýrði að þar sem hann þekkti ekki Dagbjörtu ætti hann erfitt með að lýsa því í hvers konar ástandi hún væri, en að hans viti hafi henni ekki liðið „neitt rosalega vel“. Dagbjört hafi boðið þeim drykki, og reynt að sína þeim látinn hund sem væri í frystinum. „Mér hálfblöskraði þegar hún ætlaði að sýna okkur þennan hund. Ég er ekki vanur því að koma heim til fólks og vera sýndur dauður hundur,“ sagði hann. Maðurinn segir Dagbjörtu hafa talað um að hinn látni, sem þeir vissu einungis að hefði verið fluttur með sjúkrabíl á brott, hefði eitrað fyrir hundinum. Síðan hafi lögreglan komið á vettvang og beðið þá um að fara út, sem og þeir gerðu. Í kjölfarið var Dagbjört handtekin. „Ég vildi óska þess að ég hefði ekki farið á þennan stað.“
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir „Ég myndi aldrei gera honum eitt eða neitt“ „Hundurinn minn er dáinn. Ég hef ekkert að gera en að vera leiðinleg við þig [...] þangað til þú ákveður að bæta ráð þitt,“ heyrist Dagbjört Rúnarsdóttir, sem er grunuð um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana í Bátavogi í september síðastliðinum, segja við manninn skömmu áður en hann lést. 26. júní 2024 11:13 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
„Ég myndi aldrei gera honum eitt eða neitt“ „Hundurinn minn er dáinn. Ég hef ekkert að gera en að vera leiðinleg við þig [...] þangað til þú ákveður að bæta ráð þitt,“ heyrist Dagbjört Rúnarsdóttir, sem er grunuð um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana í Bátavogi í september síðastliðinum, segja við manninn skömmu áður en hann lést. 26. júní 2024 11:13
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði