Sex fyrirtæki sektuð vegna nikotínauglýsinga Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. júní 2024 16:09 Neytendastofa hefur haft til skoðunar auglýsingar á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur. Sex fyrirtæki fengu sektir fyrir brot gegn auglýsingabanni. Egill Aðalsteinsson Neytendastofa hefur sektað sex fyrirtæki fyrir brot gegn auglýsingabanni á nikotínvörum. Fyrirtækin sex eru Djákninn, FVN, Gryfjan, Innflutningur og dreifing, Nicopods og SH Import. Sektirnar eru frá 100 þúsund krónum að 400 þúsund. Neytendastofa hefur haft til skoðunar auglýsingar á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur. Lagði stofnunin sérstaka áherslu á auglýsingar á samfélagsmiðlum, vefsíðum og utan á verslunum. Í ákvörðun stofnunarinnar kemur fram að bannað sé að auglýsa vörurnar á samfélagsmiðlum. Túlka beri hugtakið auglýsing rúmt og falla því þar undir allar myndbirtingar þar sem með beinum eða óbeinum hætti eru sýndar nikotínvörur, rafrettur eða áfyllingar fyrir rafrettur. Þetta eigi við óháð því hvort fyrirtækið hafi greitt fyrir aukna dreifingu myndanna eða ekki. Þá segir til að mynda í einni ákvörðuninni: „Hvað varðar færslur félagsins á samfélagsmiðlum, undir nöfnunum Fairvape, Snuskóngurinn og Silfurský, er um að ræða myndbirtingar eða sk. Stories sem sýna með beinum hætti nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar fyrir þær, eða þar sem þær eru sýndar óbeint, t.a.m. í bakgrunni auglýsingarinnar. Auglýsingarnar eru birtar í mismunandi tilgangi, ýmist til að auglýsa gjafaleiki, verðlækkanir eða til að kynna sjálfa vöruna. Þykir Neytendastofu engum vafa undirorpið að myndbirtingar með þessum hætti séu til þess að auka sölu á téðum vörum, enda vandséð að sérverslun með nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar fyrir þær birti myndir af vöruúrvali sínu í öðrum tilgangi en að kynna vörurnar fyrir neytendum til að auka sölu þeirra.“ Fyrirtækin fengu sem fyrr segir sektir sem hljóðuðu upp á allt að fjögurhundruð þúsund krónum. Áfengi og tóbak Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Neytendastofa hefur haft til skoðunar auglýsingar á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur. Lagði stofnunin sérstaka áherslu á auglýsingar á samfélagsmiðlum, vefsíðum og utan á verslunum. Í ákvörðun stofnunarinnar kemur fram að bannað sé að auglýsa vörurnar á samfélagsmiðlum. Túlka beri hugtakið auglýsing rúmt og falla því þar undir allar myndbirtingar þar sem með beinum eða óbeinum hætti eru sýndar nikotínvörur, rafrettur eða áfyllingar fyrir rafrettur. Þetta eigi við óháð því hvort fyrirtækið hafi greitt fyrir aukna dreifingu myndanna eða ekki. Þá segir til að mynda í einni ákvörðuninni: „Hvað varðar færslur félagsins á samfélagsmiðlum, undir nöfnunum Fairvape, Snuskóngurinn og Silfurský, er um að ræða myndbirtingar eða sk. Stories sem sýna með beinum hætti nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar fyrir þær, eða þar sem þær eru sýndar óbeint, t.a.m. í bakgrunni auglýsingarinnar. Auglýsingarnar eru birtar í mismunandi tilgangi, ýmist til að auglýsa gjafaleiki, verðlækkanir eða til að kynna sjálfa vöruna. Þykir Neytendastofu engum vafa undirorpið að myndbirtingar með þessum hætti séu til þess að auka sölu á téðum vörum, enda vandséð að sérverslun með nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar fyrir þær birti myndir af vöruúrvali sínu í öðrum tilgangi en að kynna vörurnar fyrir neytendum til að auka sölu þeirra.“ Fyrirtækin fengu sem fyrr segir sektir sem hljóðuðu upp á allt að fjögurhundruð þúsund krónum.
Áfengi og tóbak Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira