Erlent

Þakið á flug­velli í Nýju Delí hrundi vegna mikillar rigningar

Lovísa Arnardóttir skrifar
Mikil rigning í Nýju Delí í gærmorgun hafði víðtæk áhrif á samgöngur.
Mikil rigning í Nýju Delí í gærmorgun hafði víðtæk áhrif á samgöngur. Vísir/Getty

Þakið á flugvellinum í Nýju Delí hrundi í gærmorgun vegna mikillar rigningar og vinds. Einn er látinn og er búið að aflýsa innanlandsflugi. Sá hluti þaksins sem hrundi er við brottfararhliðs númer eitt á flugvellinum. 

Á flugvellinum rigndi 148.5 millílítrum af vatni á þremur klukkutímum sem er meira en meðaltalið fyrir allan júnímánuð samkvæmt veðurstofu Indlands. Atvikið átti sér stað seint í gær eða snemma morguns að staðartíma. Brottfararhliðinu var í kjölfarið lokað og brottfararsalurinn rýmdur. Ráðherra flugmála, Kinjarapu Rammohan Naidu, hefur óskað skýringa um málið.

Í frétt Reuters segir að tíu flugum hafi verið aflýst og 40 seinkað. Átta voru fluttir slasaðir á spítala en björgunaraðgerðum er lokið. Í innlendum fjölmiðlum má sjá myndefni af leigubíl sem kramdist undir þakinu þegar það hrundi. 

Veðrið hafði ekki bara áhrif á flugvellinum en víða í Delí voru flóð og fólk fast í bílum. Þá hafði rigningin líka áhrif á almenningssamgöngur og rafmagn. Í einu stærsta fylki Indlands, Uttar Pradesh, létust tuttugu í flóðum síðustu 48 klukkutímana. Sjö þeirra létust vegna eldinga.


Tengdar fréttir

Narendra Modi lýsir yfir sigri á Indlandi

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum þar í landi þrátt fyrir mikið fylgistap milli kosninga. Flokkur hans, Bharatiya Janata, hefur unnið hreinan meirihluta á Lok Sabha, neðri deild indverska þingsins, síðustu tvær kosningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×