Agnes segist niðurlægð og vill leita til dómstóla Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2024 11:07 Agnes segist ósátt, hún hafi verið niðurlægð og þar er um að kenna sterkum öflum innan kirkjuþings sem vilja gera embættisfærslur hennar ómerkar. vísir/vilhelm Agnes M. Sigurðardóttir biskup segist ekki hafa átt sæla daga í embætti. Hún segist hafa verið beitt órétti, hún hafi fengið að finna fyrir því að vera fyrsta konan í embætti biskups og það hafi verið logið miskunnarlaust uppá hana í fjölmiðlum. Allt þetta kemur fram í viðtali við Agnesi sem birtist í Heimildinni í dag. Þar er farið vítt og breytt yfir sviðið, meðal annars er komið inn á vandræðagang vegna skipunartíma hennar, að hann hafi runnið út 30. júní 2022. Áhöld um skipunartímann Eftir það gerði framkvæmdastjóri Biskupsstofu ráðningarsaming við Agnesi sem gildir til 31. október á þessu ár. Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunar komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að hún hafi átt að hætta fyrr og embættisverk hennar eftir þann tíma markleysan ein. Þar er vísað til þess að heimild til biskupskjörs hafi verið samþykkt af kirkjuþinginu 2022 en engin kosning farið fram. Agnes telur að kirkjuþing hefði átt að greiða úr málinu og eyða óvissu um stöðu hennar. Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands og tekur við af Agnesi. Nú er að sjá hvort hún lendir í hakkavél afturhaldssamra karla innan prestastéttarinnar.vísir/vilhelm „Raunar hefur Agnes sagt að þetta snúist ekki um stöðu hennar sem persónu heldur stöðu biskups, og hún þurfi að vera skýr. Hún hefur því íhugað að vísa málinu til dómstóla, sem er eina leiðin sem fær er eftir að úrskurðarnefnd hefur kveðið upp úrskurð sinn, sem er endanlegur og bindandi innan þjóðkirkjunnar. Allt vegna þess að hún er kona Þessu tengist sú ákvörðun Agnesar að framlengja leyfi séra Gunnars Sigurjónssonar sem settur hafði verið af í Digranes- ogh Hjallaprestakalli í september 2022 vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Úrskurðarnefndin hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að Agnes hefði ekki haft umboð til þess. Að sögn Agnesar hafa ýmsir sagt við hana, löglærðir og ekki, að þeim þyki sá úrskurður einkennilegur. En nýlegar breytingar innan þjóðkirkjunnar hafa falist í því að áfrýjunarnefnd hafi verið lögð niður. „Nú er ekkert hægt að gera annað en að fara með þetta fyrir dómstóla,“ segir Agnes. Hún telur að hér sé við kirkjuþing að sakast. Og það sem meira er: „Þetta gerist vegna þess að ég er kona. Það er ein ástæðan. Þetta myndi aldrei hafa gerst ef ég væri karl, held ég.“ Agnes segist vilja skila skömminni til kirkjuþings. Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Dómstólar Trúmál Tengdar fréttir Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. 7. maí 2024 12:00 Vilja Agnesi áfram sem biskup yfir Íslandi Framsögumenn ályktunar sem gengur út á að Agnes M. Sigurðardóttir verði eftir sem áður biskup yfir Íslandi eru Bryndís Malla Elídóttir og Kristrún Heimisdóttir. 26. október 2023 16:42 Ef Agnes vígði prest sem gaf fólk saman, er hjónabandið löglegt? Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður segir að ef gengið sé út frá því að niðurstaða úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar um embættishæfi Agnesar M. Sigurðardóttur sé réttur sé enginn biskup yfir Íslandi. 20. október 2023 07:03 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Sjá meira
Allt þetta kemur fram í viðtali við Agnesi sem birtist í Heimildinni í dag. Þar er farið vítt og breytt yfir sviðið, meðal annars er komið inn á vandræðagang vegna skipunartíma hennar, að hann hafi runnið út 30. júní 2022. Áhöld um skipunartímann Eftir það gerði framkvæmdastjóri Biskupsstofu ráðningarsaming við Agnesi sem gildir til 31. október á þessu ár. Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunar komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að hún hafi átt að hætta fyrr og embættisverk hennar eftir þann tíma markleysan ein. Þar er vísað til þess að heimild til biskupskjörs hafi verið samþykkt af kirkjuþinginu 2022 en engin kosning farið fram. Agnes telur að kirkjuþing hefði átt að greiða úr málinu og eyða óvissu um stöðu hennar. Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands og tekur við af Agnesi. Nú er að sjá hvort hún lendir í hakkavél afturhaldssamra karla innan prestastéttarinnar.vísir/vilhelm „Raunar hefur Agnes sagt að þetta snúist ekki um stöðu hennar sem persónu heldur stöðu biskups, og hún þurfi að vera skýr. Hún hefur því íhugað að vísa málinu til dómstóla, sem er eina leiðin sem fær er eftir að úrskurðarnefnd hefur kveðið upp úrskurð sinn, sem er endanlegur og bindandi innan þjóðkirkjunnar. Allt vegna þess að hún er kona Þessu tengist sú ákvörðun Agnesar að framlengja leyfi séra Gunnars Sigurjónssonar sem settur hafði verið af í Digranes- ogh Hjallaprestakalli í september 2022 vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Úrskurðarnefndin hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að Agnes hefði ekki haft umboð til þess. Að sögn Agnesar hafa ýmsir sagt við hana, löglærðir og ekki, að þeim þyki sá úrskurður einkennilegur. En nýlegar breytingar innan þjóðkirkjunnar hafa falist í því að áfrýjunarnefnd hafi verið lögð niður. „Nú er ekkert hægt að gera annað en að fara með þetta fyrir dómstóla,“ segir Agnes. Hún telur að hér sé við kirkjuþing að sakast. Og það sem meira er: „Þetta gerist vegna þess að ég er kona. Það er ein ástæðan. Þetta myndi aldrei hafa gerst ef ég væri karl, held ég.“ Agnes segist vilja skila skömminni til kirkjuþings.
Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Dómstólar Trúmál Tengdar fréttir Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. 7. maí 2024 12:00 Vilja Agnesi áfram sem biskup yfir Íslandi Framsögumenn ályktunar sem gengur út á að Agnes M. Sigurðardóttir verði eftir sem áður biskup yfir Íslandi eru Bryndís Malla Elídóttir og Kristrún Heimisdóttir. 26. október 2023 16:42 Ef Agnes vígði prest sem gaf fólk saman, er hjónabandið löglegt? Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður segir að ef gengið sé út frá því að niðurstaða úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar um embættishæfi Agnesar M. Sigurðardóttur sé réttur sé enginn biskup yfir Íslandi. 20. október 2023 07:03 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Sjá meira
Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. 7. maí 2024 12:00
Vilja Agnesi áfram sem biskup yfir Íslandi Framsögumenn ályktunar sem gengur út á að Agnes M. Sigurðardóttir verði eftir sem áður biskup yfir Íslandi eru Bryndís Malla Elídóttir og Kristrún Heimisdóttir. 26. október 2023 16:42
Ef Agnes vígði prest sem gaf fólk saman, er hjónabandið löglegt? Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður segir að ef gengið sé út frá því að niðurstaða úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar um embættishæfi Agnesar M. Sigurðardóttur sé réttur sé enginn biskup yfir Íslandi. 20. október 2023 07:03