Íslensk hugbúnaðarlausn greinir kolefnisspor innkaupa fyrirtækja Lovísa Arnardóttir skrifar 28. júní 2024 12:50 Kristín Hrefna segir markvissa greiningu á kolefnisspori forsendu þess að móta aðgerðir sem dragi úr kolefnislosun. Aðsend Ný íslensk hugbúnaðarlausn sem kallast GreenSenze gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að greina og fylgjast með kolefnisspori í innkaupum. Lausnin er hönnuð og búin til af KPMG og Origo. Í tilkynningu segir að algengt sé að íslensk fyrirtæki geti aðeins gert grein fyrir 30 prósent af losun gróðurhúsalofttegunda í sinni starfsemi. „Lausnin notfærir sér gögn úr rafrænum reikningum og auðgar þau með ýmsum gagnalindum og sérfræðiþekkingu KPMG á kolefnisútreikningum. Upplýsingarnar eru svo birtar með skýrum hætti í lifandi mælaborði þar sem hægt er með einföldum hætti að skoða ítarleg gögn um það sem hægt er að bæta í sjálfbærni fyrirtækja,“ segir Kristín Hrefna Halldórsdóttir, forstöðuman gæða- og innkaupalausna hjá Origo. „Markviss greining á kolefnisspori er forsenda þess að fyrirtæki geti mótað aðgerðir sem draga úr kolefnislosun og stuðla að sjálfbærni í rekstri. Með GreenSenze geta fyrirtæki fylgst með þróun mála með tilliti til markmiða fyrirtækisins og brugðist hratt við“. Kristín bendir á að kröfur stjórnvalda um upplýsingagjöf á kolefnisspori fyrirtækja séu sífellt að aukast . Flest fyrirtæki muni þurfa að standa frekari skil á greiningum á kolefnisspori sínu á næstu árum. Hafa engin tól til að greina umfang Hún segir að greiningu á losun gróðurhúsalofttegunda hjá fyrirtækjum og stofnunum sé gjarnan skipt í þrjú umföng. Umfang 1 nái yfir eldsneytisnotkun hjá bílaflota fyrirtækja, tvö að heildar orku- eða rafmagnsnotkun fyrirtækja og þrjú yfir allar aðkeyptar vörur og þjónustur, notkun á seldum vörum, fjárfestingum, vinnuferðum, samgöngum starfsfólks og fleira. Hún segir mörg fyrirtæki standa frammi fyrir því vandamáli að hafa engin tól til þess að greina losun í umfangi þrjú, sem er yfirleitt stærsta umfangið eða um 60 til 70 prósent af allri losun fyrirtækja. Viðmótið er nokkuð aðgengilegt eins og má sjá.Aðsend Það verði erfitt að uppfylla Parísarsáttmálann eða setja sér raunhæf markmið um sjálfbærni í rekstri ef fyrirtæki greina aðeins frá þriðjungi þeirra gróðurhúsalofttegunda sem þau losa. Á næstu árum megi búast við yfirvöld setji enn strangari reglur um kolefnisbókhald fyrirtækja og því nauðsynlegt að fyrirtæki finni leiðir til þess að greina frá sinni losun. Kristín segir að lausnin muni hjálpa fyrirtækjum að fylgjast með stöðunni í rauntíma. „Með GreenSenze má sjá þróun kolefnislosunar á milli mánaða, þar sem upplýsingar um kolefnislosun í innkaupum reiknast um leið og rafrænn reikningur berst. Lausnin greinir hvar hægt er að gera betur í kolefnislosun, sem veitir tækifæri til að bæta ákvarðanatöku og innleiða grænni innkaup.“ Nýsköpun Tækni Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira
„Lausnin notfærir sér gögn úr rafrænum reikningum og auðgar þau með ýmsum gagnalindum og sérfræðiþekkingu KPMG á kolefnisútreikningum. Upplýsingarnar eru svo birtar með skýrum hætti í lifandi mælaborði þar sem hægt er með einföldum hætti að skoða ítarleg gögn um það sem hægt er að bæta í sjálfbærni fyrirtækja,“ segir Kristín Hrefna Halldórsdóttir, forstöðuman gæða- og innkaupalausna hjá Origo. „Markviss greining á kolefnisspori er forsenda þess að fyrirtæki geti mótað aðgerðir sem draga úr kolefnislosun og stuðla að sjálfbærni í rekstri. Með GreenSenze geta fyrirtæki fylgst með þróun mála með tilliti til markmiða fyrirtækisins og brugðist hratt við“. Kristín bendir á að kröfur stjórnvalda um upplýsingagjöf á kolefnisspori fyrirtækja séu sífellt að aukast . Flest fyrirtæki muni þurfa að standa frekari skil á greiningum á kolefnisspori sínu á næstu árum. Hafa engin tól til að greina umfang Hún segir að greiningu á losun gróðurhúsalofttegunda hjá fyrirtækjum og stofnunum sé gjarnan skipt í þrjú umföng. Umfang 1 nái yfir eldsneytisnotkun hjá bílaflota fyrirtækja, tvö að heildar orku- eða rafmagnsnotkun fyrirtækja og þrjú yfir allar aðkeyptar vörur og þjónustur, notkun á seldum vörum, fjárfestingum, vinnuferðum, samgöngum starfsfólks og fleira. Hún segir mörg fyrirtæki standa frammi fyrir því vandamáli að hafa engin tól til þess að greina losun í umfangi þrjú, sem er yfirleitt stærsta umfangið eða um 60 til 70 prósent af allri losun fyrirtækja. Viðmótið er nokkuð aðgengilegt eins og má sjá.Aðsend Það verði erfitt að uppfylla Parísarsáttmálann eða setja sér raunhæf markmið um sjálfbærni í rekstri ef fyrirtæki greina aðeins frá þriðjungi þeirra gróðurhúsalofttegunda sem þau losa. Á næstu árum megi búast við yfirvöld setji enn strangari reglur um kolefnisbókhald fyrirtækja og því nauðsynlegt að fyrirtæki finni leiðir til þess að greina frá sinni losun. Kristín segir að lausnin muni hjálpa fyrirtækjum að fylgjast með stöðunni í rauntíma. „Með GreenSenze má sjá þróun kolefnislosunar á milli mánaða, þar sem upplýsingar um kolefnislosun í innkaupum reiknast um leið og rafrænn reikningur berst. Lausnin greinir hvar hægt er að gera betur í kolefnislosun, sem veitir tækifæri til að bæta ákvarðanatöku og innleiða grænni innkaup.“
Nýsköpun Tækni Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira