Samkeppnin harðnar í íslenska veðmálaheiminum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. júlí 2024 15:27 Epicbet sem Daði Laxdal er í forsvari fyrir hefur meðal annars verið í samstarfi við Hjörvar Hafliðason í að auglýsa veðbankann nýja. Vísir/Samsett Daði Laxdal Gautason, fyrrverandi svæðisstjóri íþróttaveðbankans Coolbet á Íslandi, er tekin við taumunum hjá nýjum veðbanka sem ber nafnið Epicbet. Síðan er í eigu eistneska fyrirtækisins SISU Tech sem var stofnað af starfsmönnum Coolbet í kjölfar sölu þess. Þann 14. júní síðastliðinn tilkynnti Daði um stofnun síðunnar í færslu sem hann birti á Facebook. „Þessi síða hefur verið í undirbúningi í 2 ár og það er spennandi að bjóða fólki frá yfir 150 löndum að prófa hana í fyrsta sinn í dag. Sisu Group sem stendur að baki síðunnar hefur yfir 650 ár samanlagt af reynslu að þróa hugbúnað í veðmálaheiminum og markmiðið er að þetta verði besta síðan í heiminum,“ skrifaði Daði. Epicbet hefur verið afar sýnileg á samfélagsmiðlum og auglýst mikið á Twitter ásamt auglýsingum í hlaðvarpi Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football. Hlaðvarpið er eitt það allra vinsælasta á Íslandi. Hjörvar hefur komið fram í nokkrum auglýsingum á síðu Epicbet á Instagram en þar bregður einnig fyrir samfélagsmiðlastjörnum. Hann hélt upp á sex ára afmæli hlaðvarpsins í Egilshöll á dögunum og þakkaði Epicbet á Íslandi sérstaklega fyrir sinn þátt að gera viðburðinn að veruleika. View this post on Instagram A post shared by Dr.Football (@dr.footballpodcast) Illa hefur gengið að ná utan um starfsemi veðmálasíðna á Íslandi en veðmálastarfsemi er ólögleg hér á landi. Þá er einnig ólöglegt að auglýsa veðmálasíður en á samfélagsmiðlum eru auglýsingar frá slíkum síðum áberandi. Fjölmiðlanefnd hefur ekki eftirlit með þeim þar. Fjölmiðlanefnd hefur aftur á móti beitt sér gegn veðmálastarfsemi í hlaðvörpum. Sýn fékk sekt upp á eina milljón króna vegna auglýsinga Coolbet sem birtust í hlaðvarpinu Þungavigitinni árið 2021. Auglýsingin var telin brot á fjölmiðlalögum. Ekki var fallist á sjónarmið Sýnar að aðeins væri verið að auglýsa fatalínur Coolbet en ekki veðmálastarfsemi. Coolbet er áberandi í hinum ýmsu hlaðvörpum og má nefna hlaðvarp Götustráka sem dæmi. Á samfélagsmiðlum er eftirlit með Coolbet lítið en þar auglýsa Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, og kærastan Friðþóra Sigurjónsdóttir föt merkt Coolbet. Þátttakendur í leikjum geta unnið sér inn inneign á veðmálasíðunni. Coolbet er öflugt á samfélagsmiðlum eins og Epicbet. Veðmálasíðan tekur meðal annars þátt í viðburðum á borð við útilegu Verzlunarskóla Íslands á dögunum og efndi til golfmóts á dögunum þar sem fjöldi þekktra karlmanna, margir sem eiga í samstarfi við Coolbet á samfélagsmiðlum, mættu til keppni í boði hússins. Fjárhættuspil Tengdar fréttir Coolbet áberandi í útilegu Verzlinga Veðmálafyrirtæki með ólöglega starfsemi hér á landi var í áberandi samstarfi við útilegu framhaldsskólanema í Grímsnesi um helgina. Skólastjóra Verzlunarskóla Íslands er ekki skemmt. Coolbet og fleiri veðmálafyrirtæki auglýsa grimmt á samfélagsmiðlum án aðgerða stjórnvalda. 25. júní 2024 18:57 „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Coolbet farið að herja á menntaskólakrakka Átján hafa stöðu sakbornings í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem kókaíni var smyglað í pottum á skemmtiferðaskipi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 25. júní 2024 17:49 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Þann 14. júní síðastliðinn tilkynnti Daði um stofnun síðunnar í færslu sem hann birti á Facebook. „Þessi síða hefur verið í undirbúningi í 2 ár og það er spennandi að bjóða fólki frá yfir 150 löndum að prófa hana í fyrsta sinn í dag. Sisu Group sem stendur að baki síðunnar hefur yfir 650 ár samanlagt af reynslu að þróa hugbúnað í veðmálaheiminum og markmiðið er að þetta verði besta síðan í heiminum,“ skrifaði Daði. Epicbet hefur verið afar sýnileg á samfélagsmiðlum og auglýst mikið á Twitter ásamt auglýsingum í hlaðvarpi Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football. Hlaðvarpið er eitt það allra vinsælasta á Íslandi. Hjörvar hefur komið fram í nokkrum auglýsingum á síðu Epicbet á Instagram en þar bregður einnig fyrir samfélagsmiðlastjörnum. Hann hélt upp á sex ára afmæli hlaðvarpsins í Egilshöll á dögunum og þakkaði Epicbet á Íslandi sérstaklega fyrir sinn þátt að gera viðburðinn að veruleika. View this post on Instagram A post shared by Dr.Football (@dr.footballpodcast) Illa hefur gengið að ná utan um starfsemi veðmálasíðna á Íslandi en veðmálastarfsemi er ólögleg hér á landi. Þá er einnig ólöglegt að auglýsa veðmálasíður en á samfélagsmiðlum eru auglýsingar frá slíkum síðum áberandi. Fjölmiðlanefnd hefur ekki eftirlit með þeim þar. Fjölmiðlanefnd hefur aftur á móti beitt sér gegn veðmálastarfsemi í hlaðvörpum. Sýn fékk sekt upp á eina milljón króna vegna auglýsinga Coolbet sem birtust í hlaðvarpinu Þungavigitinni árið 2021. Auglýsingin var telin brot á fjölmiðlalögum. Ekki var fallist á sjónarmið Sýnar að aðeins væri verið að auglýsa fatalínur Coolbet en ekki veðmálastarfsemi. Coolbet er áberandi í hinum ýmsu hlaðvörpum og má nefna hlaðvarp Götustráka sem dæmi. Á samfélagsmiðlum er eftirlit með Coolbet lítið en þar auglýsa Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, og kærastan Friðþóra Sigurjónsdóttir föt merkt Coolbet. Þátttakendur í leikjum geta unnið sér inn inneign á veðmálasíðunni. Coolbet er öflugt á samfélagsmiðlum eins og Epicbet. Veðmálasíðan tekur meðal annars þátt í viðburðum á borð við útilegu Verzlunarskóla Íslands á dögunum og efndi til golfmóts á dögunum þar sem fjöldi þekktra karlmanna, margir sem eiga í samstarfi við Coolbet á samfélagsmiðlum, mættu til keppni í boði hússins.
Fjárhættuspil Tengdar fréttir Coolbet áberandi í útilegu Verzlinga Veðmálafyrirtæki með ólöglega starfsemi hér á landi var í áberandi samstarfi við útilegu framhaldsskólanema í Grímsnesi um helgina. Skólastjóra Verzlunarskóla Íslands er ekki skemmt. Coolbet og fleiri veðmálafyrirtæki auglýsa grimmt á samfélagsmiðlum án aðgerða stjórnvalda. 25. júní 2024 18:57 „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Coolbet farið að herja á menntaskólakrakka Átján hafa stöðu sakbornings í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem kókaíni var smyglað í pottum á skemmtiferðaskipi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 25. júní 2024 17:49 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Coolbet áberandi í útilegu Verzlinga Veðmálafyrirtæki með ólöglega starfsemi hér á landi var í áberandi samstarfi við útilegu framhaldsskólanema í Grímsnesi um helgina. Skólastjóra Verzlunarskóla Íslands er ekki skemmt. Coolbet og fleiri veðmálafyrirtæki auglýsa grimmt á samfélagsmiðlum án aðgerða stjórnvalda. 25. júní 2024 18:57
„Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30
Coolbet farið að herja á menntaskólakrakka Átján hafa stöðu sakbornings í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem kókaíni var smyglað í pottum á skemmtiferðaskipi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 25. júní 2024 17:49