Samkeppnin harðnar í íslenska veðmálaheiminum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. júlí 2024 15:27 Epicbet sem Daði Laxdal er í forsvari fyrir hefur meðal annars verið í samstarfi við Hjörvar Hafliðason í að auglýsa veðbankann nýja. Vísir/Samsett Daði Laxdal Gautason, fyrrverandi svæðisstjóri íþróttaveðbankans Coolbet á Íslandi, er tekinn við taumunum hjá nýjum veðbanka sem ber nafnið Epicbet. Síðan er í eigu eistneska fyrirtækisins SISU Tech sem var stofnað af starfsmönnum Coolbet í kjölfar sölu þess. Þann 14. júní síðastliðinn tilkynnti Daði um stofnun síðunnar í færslu sem hann birti á Facebook. „Þessi síða hefur verið í undirbúningi í 2 ár og það er spennandi að bjóða fólki frá yfir 150 löndum að prófa hana í fyrsta sinn í dag. Sisu Group sem stendur að baki síðunnar hefur yfir 650 ár samanlagt af reynslu að þróa hugbúnað í veðmálaheiminum og markmiðið er að þetta verði besta síðan í heiminum,“ skrifaði Daði. Epicbet hefur verið afar sýnileg á samfélagsmiðlum og auglýst mikið á Twitter ásamt auglýsingum í hlaðvarpi Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football. Hlaðvarpið er eitt það allra vinsælasta á Íslandi. Hjörvar hefur komið fram í nokkrum auglýsingum á síðu Epicbet á Instagram en þar bregður einnig fyrir samfélagsmiðlastjörnum. Hann hélt upp á sex ára afmæli hlaðvarpsins í Egilshöll á dögunum og þakkaði Epicbet á Íslandi sérstaklega fyrir sinn þátt að gera viðburðinn að veruleika. View this post on Instagram A post shared by Dr.Football (@dr.footballpodcast) Illa hefur gengið að ná utan um starfsemi veðmálasíðna á Íslandi en veðmálastarfsemi er ólögleg hér á landi. Þá er einnig ólöglegt að auglýsa veðmálasíður en á samfélagsmiðlum eru auglýsingar frá slíkum síðum áberandi. Fjölmiðlanefnd hefur ekki eftirlit með þeim þar. Fjölmiðlanefnd hefur aftur á móti beitt sér gegn veðmálastarfsemi í hlaðvörpum. Sýn fékk sekt upp á eina milljón króna vegna auglýsinga Coolbet sem birtust í hlaðvarpinu Þungavigitinni árið 2021. Auglýsingin var telin brot á fjölmiðlalögum. Ekki var fallist á sjónarmið Sýnar að aðeins væri verið að auglýsa fatalínur Coolbet en ekki veðmálastarfsemi. Coolbet er áberandi í hinum ýmsu hlaðvörpum og má nefna hlaðvarp Götustráka sem dæmi. Á samfélagsmiðlum er eftirlit með Coolbet lítið en þar auglýsa Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, og kærastan Friðþóra Sigurjónsdóttir föt merkt Coolbet. Þátttakendur í leikjum geta unnið sér inn inneign á veðmálasíðunni. Coolbet er öflugt á samfélagsmiðlum eins og Epicbet. Veðmálasíðan tekur meðal annars þátt í viðburðum á borð við útilegu Verzlunarskóla Íslands á dögunum og efndi til golfmóts á dögunum þar sem fjöldi þekktra karlmanna, margir sem eiga í samstarfi við Coolbet á samfélagsmiðlum, mættu til keppni í boði hússins. Fjárhættuspil Tengdar fréttir Coolbet áberandi í útilegu Verzlinga Veðmálafyrirtæki með ólöglega starfsemi hér á landi var í áberandi samstarfi við útilegu framhaldsskólanema í Grímsnesi um helgina. Skólastjóra Verzlunarskóla Íslands er ekki skemmt. Coolbet og fleiri veðmálafyrirtæki auglýsa grimmt á samfélagsmiðlum án aðgerða stjórnvalda. 25. júní 2024 18:57 „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Coolbet farið að herja á menntaskólakrakka Átján hafa stöðu sakbornings í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem kókaíni var smyglað í pottum á skemmtiferðaskipi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 25. júní 2024 17:49 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Þann 14. júní síðastliðinn tilkynnti Daði um stofnun síðunnar í færslu sem hann birti á Facebook. „Þessi síða hefur verið í undirbúningi í 2 ár og það er spennandi að bjóða fólki frá yfir 150 löndum að prófa hana í fyrsta sinn í dag. Sisu Group sem stendur að baki síðunnar hefur yfir 650 ár samanlagt af reynslu að þróa hugbúnað í veðmálaheiminum og markmiðið er að þetta verði besta síðan í heiminum,“ skrifaði Daði. Epicbet hefur verið afar sýnileg á samfélagsmiðlum og auglýst mikið á Twitter ásamt auglýsingum í hlaðvarpi Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football. Hlaðvarpið er eitt það allra vinsælasta á Íslandi. Hjörvar hefur komið fram í nokkrum auglýsingum á síðu Epicbet á Instagram en þar bregður einnig fyrir samfélagsmiðlastjörnum. Hann hélt upp á sex ára afmæli hlaðvarpsins í Egilshöll á dögunum og þakkaði Epicbet á Íslandi sérstaklega fyrir sinn þátt að gera viðburðinn að veruleika. View this post on Instagram A post shared by Dr.Football (@dr.footballpodcast) Illa hefur gengið að ná utan um starfsemi veðmálasíðna á Íslandi en veðmálastarfsemi er ólögleg hér á landi. Þá er einnig ólöglegt að auglýsa veðmálasíður en á samfélagsmiðlum eru auglýsingar frá slíkum síðum áberandi. Fjölmiðlanefnd hefur ekki eftirlit með þeim þar. Fjölmiðlanefnd hefur aftur á móti beitt sér gegn veðmálastarfsemi í hlaðvörpum. Sýn fékk sekt upp á eina milljón króna vegna auglýsinga Coolbet sem birtust í hlaðvarpinu Þungavigitinni árið 2021. Auglýsingin var telin brot á fjölmiðlalögum. Ekki var fallist á sjónarmið Sýnar að aðeins væri verið að auglýsa fatalínur Coolbet en ekki veðmálastarfsemi. Coolbet er áberandi í hinum ýmsu hlaðvörpum og má nefna hlaðvarp Götustráka sem dæmi. Á samfélagsmiðlum er eftirlit með Coolbet lítið en þar auglýsa Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, og kærastan Friðþóra Sigurjónsdóttir föt merkt Coolbet. Þátttakendur í leikjum geta unnið sér inn inneign á veðmálasíðunni. Coolbet er öflugt á samfélagsmiðlum eins og Epicbet. Veðmálasíðan tekur meðal annars þátt í viðburðum á borð við útilegu Verzlunarskóla Íslands á dögunum og efndi til golfmóts á dögunum þar sem fjöldi þekktra karlmanna, margir sem eiga í samstarfi við Coolbet á samfélagsmiðlum, mættu til keppni í boði hússins.
Fjárhættuspil Tengdar fréttir Coolbet áberandi í útilegu Verzlinga Veðmálafyrirtæki með ólöglega starfsemi hér á landi var í áberandi samstarfi við útilegu framhaldsskólanema í Grímsnesi um helgina. Skólastjóra Verzlunarskóla Íslands er ekki skemmt. Coolbet og fleiri veðmálafyrirtæki auglýsa grimmt á samfélagsmiðlum án aðgerða stjórnvalda. 25. júní 2024 18:57 „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Coolbet farið að herja á menntaskólakrakka Átján hafa stöðu sakbornings í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem kókaíni var smyglað í pottum á skemmtiferðaskipi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 25. júní 2024 17:49 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Coolbet áberandi í útilegu Verzlinga Veðmálafyrirtæki með ólöglega starfsemi hér á landi var í áberandi samstarfi við útilegu framhaldsskólanema í Grímsnesi um helgina. Skólastjóra Verzlunarskóla Íslands er ekki skemmt. Coolbet og fleiri veðmálafyrirtæki auglýsa grimmt á samfélagsmiðlum án aðgerða stjórnvalda. 25. júní 2024 18:57
„Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30
Coolbet farið að herja á menntaskólakrakka Átján hafa stöðu sakbornings í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem kókaíni var smyglað í pottum á skemmtiferðaskipi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 25. júní 2024 17:49
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?