
Manuel Fernandes varð 73 ára gamall en hann var mikil hetja hjá uppeldisfélagi Ronaldo, Sporting Lissabon. Hann hafði verið að berjast við erfið veikindi og hafði nýverið gengist undir aðgerð þar sem æxli var fjarlægt.
„Frábær maður, stórkostlegur leikmaður og sannur vinur,“ skrifaði Jose Mourinho á Instagram. Mourinho þekkti Fernandes vel. Hann var túlkur hans þegar Manuel Fernandes var aðstoðarmaður Bobby Robson hjá Sporting.
„Hvíldu í friði,“ skrifaði Cristiano Ronaldo undir teiknaða mynd af Fernandes. Ronaldo lék með Sporting frá 1997 til 2003 þar af eitt tímabil með aðalliðinu.
Fernandes spilaði lengi með Sporting og var einn markahæsti leikmaður Portúgala á áttunda og níunda áratugnum. Hann skoraði 386 mörk í öllum keppnum með Sporting og varð tvisvar sinnum portúgalskur meistari með félaginu, 1980 og 1982.
Faleceu Manuel Fernandes, o segundo maior goleador da história do Sporting, aos 73 anos.
— B24 (@B24PT) June 27, 2024
Que descanse em paz. pic.twitter.com/6ph0rR6VOY
Alls var Fernandes með 241 mark í 485 leikjum í efstu deild í Portúgal en hann spilaði í deildinni í nítján tímabil. Hann spilaði líka 31 landsleik fyrir Portúgal frá 1975 til 1987 og skoraði í þeim sjö mörk.
Portúgalska landsliðið minntist hans með einnar mínútu þögn á æfingu liðsins í dag.
Foi cumprido um minuto de silêncio em homenagem a Manuel Fernandes antes do treino da Seleção Nacional. pic.twitter.com/WyflsbihFW
— B24 (@B24PT) June 28, 2024