Reykspúandi flugsveit veltir sér yfir Akureyri Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2024 19:19 Mannfjöldi sótti flugsýninguna á Akureyrarflugvelli í fyrra. Egill Aðalsteinsson Flugsýning á Akureyrarflugvelli milli klukkan 14 og 16 á morgun, laugardag, verður hápunktur flughátíðar sem haldin er í Eyjafirði um helgina. Þar verður meðal annars sýnt listflug af ýmsu tagi, þyrluflug, rafmagnsflug, svifflug og gírókoptaflug. Flughátíðin hófst í Flugsafni Íslands á Akureyrarflugvelli fyrr í dag með opnun sýningar um sögu Loftleiða í samstarfi við Sögufélag Loftleiða. Tilefnið er 80 ára afmæli Loftleiða í ár en sýningin var fyrst sett upp á Loftleiðahótelinu á Reykjavíkurflugvelli í marsmánuði. Gírókopti á flugsýningunni í fyrra.Egill Aðalsteinsson Síðdegis í dag hófst samkoma Vélflugfélags Akureyrar, Fly In, á Melgerðismelum, fyrsta flugvelli Eyjafjarðar. Þar safnast einkaflugmenn saman á flugvélum sínum á fjölskyldusamkomu en áhorfendur Stöðvar 2 sáu frá þeim viðburði í beinni útsendingu fyrir ári. Flugdagur Flugsafnsins hefst svo klukkan eitt á morgun með því að sýningarsvæðið á Akureyrarflugvelli verður opnað almenningi. Meðal dagskráratriða er reykspúandi listflug flugsveitar fjögurra flugvéla, þyrluflug Landhelgisgæslunnar, flug gírókopta og listflug Arngríms Jóhannssonar á svifflugu. Flugmódel á Flugsafninu á sýningunni í fyrra.Egill Aðalsteinsson Gestum býðst að sjá listflug á gamalli tveggja sæta sovéskri kennsluflugvél, Yak-52, þeirri sömu og setti borgarstjórann í Reykjavík á hvolf yfir ráðhúsinu á flugsýningunni á Reykjavíkurflugvelli fyrr í mánuðinum. Þá er von á fyrstu og einu rafmagnsflugvél Íslendinga, TF-KWH, norður. Áhorfendur gætu orðið vitni að fyrsta flugtaki hennar frá Akureyrarflugvelli. Veðurspáin er hagstæð, spáð er 13 til 15 stiga hita á Akureyri um miðjan dag, sólskini og hægum andvara. Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Söfn Akureyri Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Var stórhissa á því hvað pabbi hafði gert mikið „Við stöndum að eilífu í þakkarskuld við þessa frumkvöðla,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra í ávarpi við opnun sýningar í tilefni 80 ára afmælis Loftleiða. Með uppbyggingu á fluginu með Ísland sem tengimiðstöð hefðu þeir lagt grunninn að þeirri öflugu ferðaþjónustu sem til væri orðin í landinu. 9. mars 2024 07:47 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Flughátíðin hófst í Flugsafni Íslands á Akureyrarflugvelli fyrr í dag með opnun sýningar um sögu Loftleiða í samstarfi við Sögufélag Loftleiða. Tilefnið er 80 ára afmæli Loftleiða í ár en sýningin var fyrst sett upp á Loftleiðahótelinu á Reykjavíkurflugvelli í marsmánuði. Gírókopti á flugsýningunni í fyrra.Egill Aðalsteinsson Síðdegis í dag hófst samkoma Vélflugfélags Akureyrar, Fly In, á Melgerðismelum, fyrsta flugvelli Eyjafjarðar. Þar safnast einkaflugmenn saman á flugvélum sínum á fjölskyldusamkomu en áhorfendur Stöðvar 2 sáu frá þeim viðburði í beinni útsendingu fyrir ári. Flugdagur Flugsafnsins hefst svo klukkan eitt á morgun með því að sýningarsvæðið á Akureyrarflugvelli verður opnað almenningi. Meðal dagskráratriða er reykspúandi listflug flugsveitar fjögurra flugvéla, þyrluflug Landhelgisgæslunnar, flug gírókopta og listflug Arngríms Jóhannssonar á svifflugu. Flugmódel á Flugsafninu á sýningunni í fyrra.Egill Aðalsteinsson Gestum býðst að sjá listflug á gamalli tveggja sæta sovéskri kennsluflugvél, Yak-52, þeirri sömu og setti borgarstjórann í Reykjavík á hvolf yfir ráðhúsinu á flugsýningunni á Reykjavíkurflugvelli fyrr í mánuðinum. Þá er von á fyrstu og einu rafmagnsflugvél Íslendinga, TF-KWH, norður. Áhorfendur gætu orðið vitni að fyrsta flugtaki hennar frá Akureyrarflugvelli. Veðurspáin er hagstæð, spáð er 13 til 15 stiga hita á Akureyri um miðjan dag, sólskini og hægum andvara.
Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Söfn Akureyri Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Var stórhissa á því hvað pabbi hafði gert mikið „Við stöndum að eilífu í þakkarskuld við þessa frumkvöðla,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra í ávarpi við opnun sýningar í tilefni 80 ára afmælis Loftleiða. Með uppbyggingu á fluginu með Ísland sem tengimiðstöð hefðu þeir lagt grunninn að þeirri öflugu ferðaþjónustu sem til væri orðin í landinu. 9. mars 2024 07:47 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Var stórhissa á því hvað pabbi hafði gert mikið „Við stöndum að eilífu í þakkarskuld við þessa frumkvöðla,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra í ávarpi við opnun sýningar í tilefni 80 ára afmælis Loftleiða. Með uppbyggingu á fluginu með Ísland sem tengimiðstöð hefðu þeir lagt grunninn að þeirri öflugu ferðaþjónustu sem til væri orðin í landinu. 9. mars 2024 07:47
Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30