Russell kom fyrstur í mark eftir að heimsmeistarinn Max Verstappen á Red Bull og Lando Norris á McLaren lentu í árekstri í baráttu sinni um fyrsta sæti.
George Russell takes second career victory after Norris and Verstappen collide at Red Bull Ring #F1 #AustrianGP | Full report 👇https://t.co/o7DEmwaXNP
— Formula 1 (@F1) June 30, 2024
Áreksturinn varð til þess að Norris þurfti að draga sig úr keppni og Verstappen fékk tíu sekúndna refsingu.
Þetta var fyrsti sigur Mercedes í Formúlu 1 síðan í brasilíska kappakstrinum árið 2022. Oscar Piastri, liðsfélagi Norris hjá McLaren, kom annar í mark og Carlos Sainz á Ferrari varð þriðji.
Lewis Hamilton á Mercedes hafnaði í fjórða sæti og heimsmeistarinn Verstappen varð fimmti.