Hrædd um að hún mæti óvart í gömlu vinnuna í fyrramálið Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 30. júní 2024 22:06 Séra Guðrún Karls Helgudóttir messaði í síðasta skipti sem sóknarprestur í Grafarvogsprestakalli í dag. Vísir Séra Guðrún Karls Helgudóttir, verðandi biskup Íslands, stýrði í dag sinni síðustu messu sem sóknarprestur í Grafarvogskirkju. Guðrún tekur formlega við sem biskup á morgun. Fréttamaður hitti Guðrúnu í kvöld, en fullt var úr dyrum í kveðjumessunni hennar. Hún segir daginn hafa verið tilfinningaþrunginn. „Ég var hrærð. Ég á vart til orð yfir þessum degi. Það komu náttúrlega mjög margir, svona á miðju sumri, sem mér finnst einstakt og ég er ákaflega þakklát fyrir það,“ segir Guðrún. Hún hefur starfað í Grafarvogskirkju í sextán ár og segir einstakt að fá að þjóna í Grafarvogssöfnuði. „Þetta hefur verið svo stór hluti af mínu lífi svo lengi að ég er hrædd um að ég mæti óvart hingað í fyrramálið. Ef ég verð sein í vinnuna á morgun þá er það vegna þess að ég er hér,“ segir Guðrún glottandi. Hvernig lítur morgundagurinn út hjá þér? „Ég veit það ekki alveg. Ég mæti á nýjan vinnustað, á nýja skrifstofu. Ég mun hitta samstarfsfólkið verðandi. Einhver viðtöl bókuð. Annars veit ég það ekki.“ Þetta komi allt í ljós. „Þetta verður skrítið en ég er mjög bjartsýn og hlakka mikið til. Og ég finn svo mikinn meðbyr og gleði og kraft í kirkjunni núna og hlakka til að nýta hann til þess að halda áfram að vera sú sterka og góða kirkja sem við erum kölluð til að vera. “ Guðrún tekur við embætti biskups Íslands á morgun, 1. júlí, en verður vígð þann 1. september. „Þannig að ég verð í tvo mánuði biskup sem mun ekki vígja presta eða kirkjur eða svoleiðis. En annað mun ég geta gert.“ Röðin í altarisgönguna var löng.Vísir Í messunni var þétt setið.Vísir Kórinn söng.Vísir Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Fréttamaður hitti Guðrúnu í kvöld, en fullt var úr dyrum í kveðjumessunni hennar. Hún segir daginn hafa verið tilfinningaþrunginn. „Ég var hrærð. Ég á vart til orð yfir þessum degi. Það komu náttúrlega mjög margir, svona á miðju sumri, sem mér finnst einstakt og ég er ákaflega þakklát fyrir það,“ segir Guðrún. Hún hefur starfað í Grafarvogskirkju í sextán ár og segir einstakt að fá að þjóna í Grafarvogssöfnuði. „Þetta hefur verið svo stór hluti af mínu lífi svo lengi að ég er hrædd um að ég mæti óvart hingað í fyrramálið. Ef ég verð sein í vinnuna á morgun þá er það vegna þess að ég er hér,“ segir Guðrún glottandi. Hvernig lítur morgundagurinn út hjá þér? „Ég veit það ekki alveg. Ég mæti á nýjan vinnustað, á nýja skrifstofu. Ég mun hitta samstarfsfólkið verðandi. Einhver viðtöl bókuð. Annars veit ég það ekki.“ Þetta komi allt í ljós. „Þetta verður skrítið en ég er mjög bjartsýn og hlakka mikið til. Og ég finn svo mikinn meðbyr og gleði og kraft í kirkjunni núna og hlakka til að nýta hann til þess að halda áfram að vera sú sterka og góða kirkja sem við erum kölluð til að vera. “ Guðrún tekur við embætti biskups Íslands á morgun, 1. júlí, en verður vígð þann 1. september. „Þannig að ég verð í tvo mánuði biskup sem mun ekki vígja presta eða kirkjur eða svoleiðis. En annað mun ég geta gert.“ Röðin í altarisgönguna var löng.Vísir Í messunni var þétt setið.Vísir Kórinn söng.Vísir
Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira