Einn helsti rithöfundur Albaníu er allur Jakob Bjarnar skrifar 1. júlí 2024 10:17 Ismail Kadare, albanski rithöfundurinn, er allur. Getty Images/Leonardo Cendamo Albanski rithöfundurinn Ismail Kadare er látinn. Hann er fæddur 1936 og lést 1. júlí á þessu ári. Kadare hefur verið talinn eitt helsta skáld og hugsuður 20. og 21. aldarinnar, en hann hefur barist mjög gegn alræði í skrifum sínum. Hann fékkst við skáldsagnaritun, ljóð, pistla og var auk þess handritshöfundur og leikskáld. Kadare hafði átt við vanheilsu að stríða undanfarin ár en hjartað gaf sig. Einn þeirra sem ekki hefur farið dult með hrifningu sína á Kadare er hinn fjölfróði Egill Helgason sjónvarpsmaður sem telur synd og skömm að hann hafi aldrei fengið Nóbelsverðlaunin eins og hann átti svo innilega skilið. Í greinarkorni sem Egill tók saman um Kadare kemur fram að Kadare hafi ýmis búið í Albanínu og Frakklandi. „Kadare er einn af frumlegustu rithöfundum sem nú er uppi – og hann hefur frá miklu að segja. Er frá dularfullri þjóð með dularfulla sögu og dularfullar hugsanir.“ Ein bóka Kadares fjallar um fræðimenn sem fara í albönsk fjöll til að leita að söngvurum sem þylja kvæði í anda Hómers, löng söguljóð sem þeir kunna utan að. „Hún gerist í kringum 1930, Kadare er að leika sér með kenningar um munnlega geymd sem voru vinsælar um tíma. Bókin heitir á ensku The File on H – H er ekki minni maður en sjálfur Hómer. Og Egill heldur áfram að rifja upp bækur eftir Kadare sem hann þekkir: „Önnur bók eftir hann fjallar um fall manns sem átti að verða arftaki hins mikla leiðsögumanns – Envers Hoxha. Og auðvitað fellur fjölskylda hans með honum líka. Allir þurfa alltaf að hafa vara á sér; hvert orð, hver svipur, hver hugsun getur steypt manni í glötun.“ Og áfram heldur Egill í upprifjun sinni á bókum eftir þennan mikla meistara: „Sú þriðja sem ég hef lesið eftir Kadare segir frá stórri og dimmri höll þar sem öllum draumum í ríkinu er safnað saman. Hún er mjög í anda Kafka, en um leið metafóra um hina alltumlykjandi alræðisstjórn sem Albanía bjó við. Kadare er höfundur sem vandist við að geta ekki sagt hlutina beint út. Stundum gerir það bækur forvitnilegri.“ Og Egill segir að endingu: „Albanía var kannski akkúrat staðurinn til að geta af sér annan Kafka.“ Bókaútgáfa Andlát Albanía Bókmenntir Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Hann fékkst við skáldsagnaritun, ljóð, pistla og var auk þess handritshöfundur og leikskáld. Kadare hafði átt við vanheilsu að stríða undanfarin ár en hjartað gaf sig. Einn þeirra sem ekki hefur farið dult með hrifningu sína á Kadare er hinn fjölfróði Egill Helgason sjónvarpsmaður sem telur synd og skömm að hann hafi aldrei fengið Nóbelsverðlaunin eins og hann átti svo innilega skilið. Í greinarkorni sem Egill tók saman um Kadare kemur fram að Kadare hafi ýmis búið í Albanínu og Frakklandi. „Kadare er einn af frumlegustu rithöfundum sem nú er uppi – og hann hefur frá miklu að segja. Er frá dularfullri þjóð með dularfulla sögu og dularfullar hugsanir.“ Ein bóka Kadares fjallar um fræðimenn sem fara í albönsk fjöll til að leita að söngvurum sem þylja kvæði í anda Hómers, löng söguljóð sem þeir kunna utan að. „Hún gerist í kringum 1930, Kadare er að leika sér með kenningar um munnlega geymd sem voru vinsælar um tíma. Bókin heitir á ensku The File on H – H er ekki minni maður en sjálfur Hómer. Og Egill heldur áfram að rifja upp bækur eftir Kadare sem hann þekkir: „Önnur bók eftir hann fjallar um fall manns sem átti að verða arftaki hins mikla leiðsögumanns – Envers Hoxha. Og auðvitað fellur fjölskylda hans með honum líka. Allir þurfa alltaf að hafa vara á sér; hvert orð, hver svipur, hver hugsun getur steypt manni í glötun.“ Og áfram heldur Egill í upprifjun sinni á bókum eftir þennan mikla meistara: „Sú þriðja sem ég hef lesið eftir Kadare segir frá stórri og dimmri höll þar sem öllum draumum í ríkinu er safnað saman. Hún er mjög í anda Kafka, en um leið metafóra um hina alltumlykjandi alræðisstjórn sem Albanía bjó við. Kadare er höfundur sem vandist við að geta ekki sagt hlutina beint út. Stundum gerir það bækur forvitnilegri.“ Og Egill segir að endingu: „Albanía var kannski akkúrat staðurinn til að geta af sér annan Kafka.“
Bókaútgáfa Andlát Albanía Bókmenntir Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira