Akureyringar komast loksins á Prikið Boði Logason skrifar 2. júlí 2024 07:00 Á toppnum í 25 ár. Strákarnir slógu í gegn í Laugardalshöllinni í maí og stútfylltu höllina. Núna ætla þeir að halda risatónleika fyrir Akureyringa þann 30. ágúst næstkomandi. Glitta má í barinn af Prikinu á bak við rapparana knáu. Mynd/Þorgeir Ólafsson „Við erum ógeðslega spenntir fyrir því að fara með þetta „show“ til Akureyrar. Síðan við spiluðum með BT músinni á þaki á Akureyri árið 2001 höfum við elskað þetta pleis,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Bent. XXX Rottweiler stútfylltu Laugardalshöllina í maí síðastliðnum þegar þeir héldu risatónleika. Tónleikarnir fóru fram úr björtustu vonum og var stemmingin engri lík eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: XXX Rottweiler - Negla (LIVE í Laugardalshöll) Nú ætla strákarnir að endurtaka leikinn og það á Akureyri þann 30. ágúst. „Þetta er í rauninni fyrsta sinn sem við erum sjálfir að halda tónleika en ekki bara spila á giggum sem við erum bókaðir á. Þannig að við vildum fara all-in, hafa þetta á sama skala og Up In Smoke Tour og þetta bandaríska stöff sem maður dýrkaði þegar maður var unglingur. Hafa alvöru sviðsmynd, hafa alvöru show,“ segir Bent í samtali við Vísi. Tónleikarnir fara fram í íþróttahöllinni á Akureyri og því má búast við svipaðri stemmingu og í maí. Þeir ætla að tjalda öllu til. Það vakti mikla athygli á tónleikunum í Laugardalshöllinni að búið var að smíða eftirlíkingu af barnum á Prikinu. Bent segir að sjálfsögðu fylgi barinn norður í land. „Prikið hefur náttúrulega alltaf verið ákveðinn samnefnari fyrir hiphop á Íslandi og staðurinn þar sem ég drakk í mig kjarkinn sem ég er ennþá fullur af. Þó ég sé löngu hættur að drekka,“ segir hann. Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca, er fullur tilhlökkunar og segir í samtali við Vísi að Reykjavík sé brunarúst eftir „snarhalaða og sögulega afmælistónleika XXX Rottweilerhunda í mökkstappaðri Laugardalshöll,“ eins og hann orðar það. „Höfuðborg Norðurlands þarf líka sitt Prik, svo Rottweiler-rútan neglir nú norður og niður til að fýra upp í þessu festivali ásamt hiphopp-meistaraflokki Norðurlands. Með bjór í belgnum, bassa í botni, bossa í lofti; ballið aldrei búið,“ segir Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem BlazRoca, í samtali við Vísi. Eins og áður segir þá fara tónleikarnir fram í Íþróttahöllinni á Akureyri þann 30. ágúst. „Ég veit að fólk mun koma allstaðar að á þessa tónleika. Það er líka Akureyrarvaka þessa helgi þannig að það er eiginlega bara rugl að fara ekki norður,“ segir Bent. Nálgast má miða á tónleikana hér. Tónleikar á Íslandi Tónlist Akureyri Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira
XXX Rottweiler stútfylltu Laugardalshöllina í maí síðastliðnum þegar þeir héldu risatónleika. Tónleikarnir fóru fram úr björtustu vonum og var stemmingin engri lík eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: XXX Rottweiler - Negla (LIVE í Laugardalshöll) Nú ætla strákarnir að endurtaka leikinn og það á Akureyri þann 30. ágúst. „Þetta er í rauninni fyrsta sinn sem við erum sjálfir að halda tónleika en ekki bara spila á giggum sem við erum bókaðir á. Þannig að við vildum fara all-in, hafa þetta á sama skala og Up In Smoke Tour og þetta bandaríska stöff sem maður dýrkaði þegar maður var unglingur. Hafa alvöru sviðsmynd, hafa alvöru show,“ segir Bent í samtali við Vísi. Tónleikarnir fara fram í íþróttahöllinni á Akureyri og því má búast við svipaðri stemmingu og í maí. Þeir ætla að tjalda öllu til. Það vakti mikla athygli á tónleikunum í Laugardalshöllinni að búið var að smíða eftirlíkingu af barnum á Prikinu. Bent segir að sjálfsögðu fylgi barinn norður í land. „Prikið hefur náttúrulega alltaf verið ákveðinn samnefnari fyrir hiphop á Íslandi og staðurinn þar sem ég drakk í mig kjarkinn sem ég er ennþá fullur af. Þó ég sé löngu hættur að drekka,“ segir hann. Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca, er fullur tilhlökkunar og segir í samtali við Vísi að Reykjavík sé brunarúst eftir „snarhalaða og sögulega afmælistónleika XXX Rottweilerhunda í mökkstappaðri Laugardalshöll,“ eins og hann orðar það. „Höfuðborg Norðurlands þarf líka sitt Prik, svo Rottweiler-rútan neglir nú norður og niður til að fýra upp í þessu festivali ásamt hiphopp-meistaraflokki Norðurlands. Með bjór í belgnum, bassa í botni, bossa í lofti; ballið aldrei búið,“ segir Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem BlazRoca, í samtali við Vísi. Eins og áður segir þá fara tónleikarnir fram í Íþróttahöllinni á Akureyri þann 30. ágúst. „Ég veit að fólk mun koma allstaðar að á þessa tónleika. Það er líka Akureyrarvaka þessa helgi þannig að það er eiginlega bara rugl að fara ekki norður,“ segir Bent. Nálgast má miða á tónleikana hér.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Akureyri Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira