Þeir ökumenn sem lögregla stöðvaði vegna hraðaksturs voru allt frá því að vera 17 ára.
„Með nokkurra daga gamalt ökuskírteini og yfir í að vera á sjötugsaldri með áralanga reynslu af akstri og ættu því að vita betur,“ eins og lögreglan orðar það í Facebook-færslu.
„Aðspurðir um hraðakstur grípa ökumenn gjarnan til ýmissa afsakana og segjast oft hafa verið of seinir á leiðinni eitthvað, t.d. í vinnuna eins var tilfellið hjá einum ökuþórnum um helgina. Einn sem var stöðvaður fyrir hraðakstur að þessu sinni var með radarvara í bílnum og var svekktur með að radarvarinn brást honum!“
Sprengdu sektarskalann
Grófasta brotið sem lögregla varð vör við um helgina var framið á Vesturlandsvegi í Reykjavík, við Korputorg.
„En þar mældust tvær bifreiðar á 168 km hraða. Ökumennirnir, karlar um tvítugt, voru þar í „kappakstri“ en slíkur var hraðinn að þeir sprengdu sektarskalann. Fyrir þennan ofsaakastur eiga ökumennirnir nú yfir höfði sér ákæru.“