Tjónvaldurinn tók varla eftir því að hafa rústað bílnum Jakob Bjarnar skrifar 1. júlí 2024 16:42 Einar vill ekki segja til mannsins, hann hafi virkað hinn vænsti í síma né heldur á hvaða bílastæði þetta var. En þarna koma margir bílar og leggja. aðsend Einar Skúlason gönguhrólfur varð fyrir því um daginn að ekið var utan í bílinn hans á dögunum. Önnur hliðin öll rispuð, ekki vitað hver hafði verið að verki og Einar sá fram á meiriháttar fjárútlát við að láta gera við bílinn. Þá hafði samband athugull vegfarandi og það breytti öllu. „Hann hringdi í lögregluna og lögreglan hringdi í mig með hann á línunni og gaf okkur svo samband. Hann útskýrði fyrir mér að hann hefði orðið vitni að því er bíll keyrði utan í bílinn á bílastæði og virtist ekki ætla að gera neitt í því. Hann hafði tekið myndir þar sem sást í bílnúmerið og fékk netfangið mitt í símtalinu og sendi mér svo myndir.“ Einar segir þetta hafa breytt öllu og lýkur upp miklu lofsorði á vegfarandann. Hann náði svo í tjónvaldinn næsta dag og hann kannaðist við þetta, hann hefði nú varla tekið eftir þessu, hafði næstum gleymt því að hafa samband en hann ætlaði að gera það…“ Misskilningur að menn þurfi að greiða þetta úr eigin vasa Einar segir að hann hafi hljómað eins og þetta hvíldi ekki mikið á honum. En að öðru leyti virkaði þetta vænsti maður í símanum. „Sko, hann var haldinn þeim misskilningi að hann þyrfti kannski að borga þetta sjálfur. En það er trygging bílsins hans sem þarf að borga. Hann virtist misskilja þetta. En hann þurfti bara að staðfesta þetta og koma í farveg. Flóknara var það nú ekki.“ Einar segir að kannski missi hann einhverja bónusa af iðgjaldi en það sé ekkert á við það tjón sem Einar hefði þurft að sitja uppi með ef ekki hefði neitt fengist að gert. „Þetta fór í ferli og í tjónskoðun kom í ljós að skipta þarf bæði um fram- og afturhurð og svo er það einhver sprautuvinna að auki. Þannig að tjónið hleypur á hundruðum þúsunda.“ Ótrúlega margir kannast við svipaða sögu Einar ítrekar þakkir sínar til hins góða og athugula vegfaranda. Hann sæti uppi með þetta sjálfur ef ekki hefði komið til hans. Sá hafi tjáð sér að móðir hans hefði einhvern tíma orðið fyrir sambærilegu tjóni á bílnum sínum og þá hefði einhver ókunnugur látið vita. Þannig tókst að finna bílinn sem olli tjóninu. „Hann sagðist hafa haft það í huga þegar hann greip inn í mitt mál. Ég vildi láta vita af þessu góðverki og hvetja öll til að láta sig varða sem gerist í umhverfinu. Það bætir samfélagið fyrir okkur öll,“ segir Einar. Hann setti frásögn af þessu atviki á Facebook-síðu sína og ótrúlega margir hafa þessa sömu sögu að segja þar. „Já, það er leiðinlegt.“ Tryggingar Bílar Samfélagsmiðlar Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira
Þá hafði samband athugull vegfarandi og það breytti öllu. „Hann hringdi í lögregluna og lögreglan hringdi í mig með hann á línunni og gaf okkur svo samband. Hann útskýrði fyrir mér að hann hefði orðið vitni að því er bíll keyrði utan í bílinn á bílastæði og virtist ekki ætla að gera neitt í því. Hann hafði tekið myndir þar sem sást í bílnúmerið og fékk netfangið mitt í símtalinu og sendi mér svo myndir.“ Einar segir þetta hafa breytt öllu og lýkur upp miklu lofsorði á vegfarandann. Hann náði svo í tjónvaldinn næsta dag og hann kannaðist við þetta, hann hefði nú varla tekið eftir þessu, hafði næstum gleymt því að hafa samband en hann ætlaði að gera það…“ Misskilningur að menn þurfi að greiða þetta úr eigin vasa Einar segir að hann hafi hljómað eins og þetta hvíldi ekki mikið á honum. En að öðru leyti virkaði þetta vænsti maður í símanum. „Sko, hann var haldinn þeim misskilningi að hann þyrfti kannski að borga þetta sjálfur. En það er trygging bílsins hans sem þarf að borga. Hann virtist misskilja þetta. En hann þurfti bara að staðfesta þetta og koma í farveg. Flóknara var það nú ekki.“ Einar segir að kannski missi hann einhverja bónusa af iðgjaldi en það sé ekkert á við það tjón sem Einar hefði þurft að sitja uppi með ef ekki hefði neitt fengist að gert. „Þetta fór í ferli og í tjónskoðun kom í ljós að skipta þarf bæði um fram- og afturhurð og svo er það einhver sprautuvinna að auki. Þannig að tjónið hleypur á hundruðum þúsunda.“ Ótrúlega margir kannast við svipaða sögu Einar ítrekar þakkir sínar til hins góða og athugula vegfaranda. Hann sæti uppi með þetta sjálfur ef ekki hefði komið til hans. Sá hafi tjáð sér að móðir hans hefði einhvern tíma orðið fyrir sambærilegu tjóni á bílnum sínum og þá hefði einhver ókunnugur látið vita. Þannig tókst að finna bílinn sem olli tjóninu. „Hann sagðist hafa haft það í huga þegar hann greip inn í mitt mál. Ég vildi láta vita af þessu góðverki og hvetja öll til að láta sig varða sem gerist í umhverfinu. Það bætir samfélagið fyrir okkur öll,“ segir Einar. Hann setti frásögn af þessu atviki á Facebook-síðu sína og ótrúlega margir hafa þessa sömu sögu að segja þar. „Já, það er leiðinlegt.“
Tryggingar Bílar Samfélagsmiðlar Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira