Ronaldo staðfestir að Evrópumótið í ár verði hans síðasta Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. júlí 2024 07:53 Cristiano Ronaldo undirbýr sig fyrir kveðjustund en hann er 39 ára gamall og hefur unnið næstum því allt sem fótboltinn hefur að bjóða. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Cristiano Ronaldo hefur nú staðfest það sem allmarga grunaði, Evrópumótið í ár verður hans síðasta á ferlinum. Hann staðfesti þetta í viðtali við O Jogo eftir að Portúgal vann Slóveníu í vítaspyrnukeppni í gær. Ronaldo fékk tækifæri í framlengingu til að gera út um leikinn en klikkaði af vítapunktinum. Hann steig svo fyrstur á punktinn í vítaspyrnukeppninni og skoraði, líkt og Bernardo Silva og Bruno Fernandes. Diogo Costa reyndist þó helsta hetja Portúgala en hann varði allar þrjár vítaspyrnur Slóvena. Ronaldo hefur ekki enn skorað á mótinu og það sást greinilega í gær að hann langaði í mark. Hann fær annað tækifæri til að skora á sínu síðasta Evrópumóti þegar Portúgal mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum. Sjálfur segist hann þó ekki vera að eltast við persónuleg afrek. „Þetta er án efa mitt síðasta EM, en ég er alls ekki í uppnámi yfir því. Ég mun ekki eiga erfitt með að yfirgefa fótboltann. Hve mikið meira get ég unnið? Þetta snýst ekki lengur um að eltast við einstaklingsárangur. Ég vil bara gera fólk hamingjusamt, það er það sem hvetur mig áfram.“ Liðsfélagar Ronaldo þurftu að stappa í hann stálinu eftir að hann klúðraði vítaspyrnu sem hefði unnið leikinn.sportphoto/Getty Images „Sá sem aldrei reynir mun aldrei mistakast. Auðvitað var svekkjandi að skora ekki, en það er gleymt núna. Lokaniðurstaðan er sú eina sem skiptir máli. Það getur verið erfitt að skora úr víti. Ég hef tapað tveimur vítakeppnum á árinu en í dag vann ég. Fótboltinn er stundum sanngjarn og hann var það í dag,“ sagði Ronaldo að lokum. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Hann staðfesti þetta í viðtali við O Jogo eftir að Portúgal vann Slóveníu í vítaspyrnukeppni í gær. Ronaldo fékk tækifæri í framlengingu til að gera út um leikinn en klikkaði af vítapunktinum. Hann steig svo fyrstur á punktinn í vítaspyrnukeppninni og skoraði, líkt og Bernardo Silva og Bruno Fernandes. Diogo Costa reyndist þó helsta hetja Portúgala en hann varði allar þrjár vítaspyrnur Slóvena. Ronaldo hefur ekki enn skorað á mótinu og það sást greinilega í gær að hann langaði í mark. Hann fær annað tækifæri til að skora á sínu síðasta Evrópumóti þegar Portúgal mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum. Sjálfur segist hann þó ekki vera að eltast við persónuleg afrek. „Þetta er án efa mitt síðasta EM, en ég er alls ekki í uppnámi yfir því. Ég mun ekki eiga erfitt með að yfirgefa fótboltann. Hve mikið meira get ég unnið? Þetta snýst ekki lengur um að eltast við einstaklingsárangur. Ég vil bara gera fólk hamingjusamt, það er það sem hvetur mig áfram.“ Liðsfélagar Ronaldo þurftu að stappa í hann stálinu eftir að hann klúðraði vítaspyrnu sem hefði unnið leikinn.sportphoto/Getty Images „Sá sem aldrei reynir mun aldrei mistakast. Auðvitað var svekkjandi að skora ekki, en það er gleymt núna. Lokaniðurstaðan er sú eina sem skiptir máli. Það getur verið erfitt að skora úr víti. Ég hef tapað tveimur vítakeppnum á árinu en í dag vann ég. Fótboltinn er stundum sanngjarn og hann var það í dag,“ sagði Ronaldo að lokum.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira