Enginn íslenskur frjálsíþróttamaður gerði nóg til að komast á ÓL í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2024 17:13 Erna Sóley Gunnarsdóttir var næsti því að vera með 32 efstu í sinni grein. Getty/Dean Mouhtaropoulos Eigi Ísland að eiga keppendur í frjálsum íþróttum á Ólympíuleikunum í París þá þarf Ísland að fá sérstakt boðsæti eða að einhverjar þjóðir að afþakki sæti sín vegna meiðsla eða annarra hluta. Árangur íslenska frjálsíþróttafólksins var ekki nógu góður til að fá farseðil á leikana í ár. Ísland hefur átt keppenda í frjálsum íþróttum á öllum Ólympíuleikum frá og með árinu 1912 og þetta yrðu því sögulegir Ólympíuleikar verði enginn Íslendingur meðal keppenda. Staðan er þessi vegna þess að enginn Íslendingur náði að vera nógu ofarlega á stigalista Alþjóða frjálsíþróttasambandsins til að fá beint sæti í keppni leikanna. Ríkissjónvarpið segir frá þessu á vef sínum. Fimm íslenskir kastarar áttu raunhæfa möguleika á því að enda meðal 32 efstu í sinni grein á stigalistanum en eftir að lokalistinn var uppfærður þá kom í ljós að ekkert þeirra náði því. Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir var efst Íslendinga en hún er í 34. sæti eftir Íslandsmetið sitt um síðustu helgi. Hún var því bara tveimur sætum frá Ólympíusætinu. Erna Sóley bætti eigið Íslandsmet með kasti upp á 17,91 metra. Sleggjukastarinn Elísabet Rut Rúnarsdóttir endaði í 36. sæti, sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson í 37. sæti, spjótkastarinn Sindri Hrafn Guðmundsson í 37. sæti og kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason var í 38. sæti á listanum. Íslendingarnir voru því tveimur til sex sætum frá því að komast beint inn á leikana. Það er enn smá von um að sæti detti inn. Ólympíunefndir allra þjóða þurfa núna að samþykkja eða hafna sæti síns fólks inn á leikana. Von íslenska frjálsíþróttafólksins er því að einhverjir keppendur fyrir ofan þau á stigalistanum afþakki boðið vegna meiðsla eða annarra hluta. Það gæti einnig farið svo að Ísland fái boðsæti til að vera með að minnsta kosti einn keppenda á leikunum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Sjá meira
Árangur íslenska frjálsíþróttafólksins var ekki nógu góður til að fá farseðil á leikana í ár. Ísland hefur átt keppenda í frjálsum íþróttum á öllum Ólympíuleikum frá og með árinu 1912 og þetta yrðu því sögulegir Ólympíuleikar verði enginn Íslendingur meðal keppenda. Staðan er þessi vegna þess að enginn Íslendingur náði að vera nógu ofarlega á stigalista Alþjóða frjálsíþróttasambandsins til að fá beint sæti í keppni leikanna. Ríkissjónvarpið segir frá þessu á vef sínum. Fimm íslenskir kastarar áttu raunhæfa möguleika á því að enda meðal 32 efstu í sinni grein á stigalistanum en eftir að lokalistinn var uppfærður þá kom í ljós að ekkert þeirra náði því. Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir var efst Íslendinga en hún er í 34. sæti eftir Íslandsmetið sitt um síðustu helgi. Hún var því bara tveimur sætum frá Ólympíusætinu. Erna Sóley bætti eigið Íslandsmet með kasti upp á 17,91 metra. Sleggjukastarinn Elísabet Rut Rúnarsdóttir endaði í 36. sæti, sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson í 37. sæti, spjótkastarinn Sindri Hrafn Guðmundsson í 37. sæti og kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason var í 38. sæti á listanum. Íslendingarnir voru því tveimur til sex sætum frá því að komast beint inn á leikana. Það er enn smá von um að sæti detti inn. Ólympíunefndir allra þjóða þurfa núna að samþykkja eða hafna sæti síns fólks inn á leikana. Von íslenska frjálsíþróttafólksins er því að einhverjir keppendur fyrir ofan þau á stigalistanum afþakki boðið vegna meiðsla eða annarra hluta. Það gæti einnig farið svo að Ísland fái boðsæti til að vera með að minnsta kosti einn keppenda á leikunum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni