Erlent

Maður á þrí­tugs­aldri stunginn til bana í Kaup­manna­höfn

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Kona á þrítugsaldri hefur verið handtekinn í tengslum við málið.
Kona á þrítugsaldri hefur verið handtekinn í tengslum við málið. Getty/Hieronymus Ukkel

Maður á þrítugsaldri lést af völdum sára sinna í nótt eftir að hafa verið stunginn í Amagerhverfi Kaupmannahafnar. Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið 25 ára konu í tengslum við málið.

„Klukkan 00:58 fáum við tilkynningu um einhverja óreiðu og þegar við mætum komum við að manneskju sem er illa haldin vegna hnífsstungu og lést viðkomandi í kjölfarið,“ hefur Ekstra bladet eftir Jonathan Wald, vakstjóra hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn.

Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur gefið út að árásarkonan og fórnarlambið eigi í sambandi en greina ekkert frekar frá aðdraganda stunguárásarinnar.

„Þetta gerðist á götunni,“ segir Jonathan Wald.

Banakonan verður ákærð fyrir manndráp og verður yfirheyrð klukkan hálf tvö í dag á dönskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×