„Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál“ Ritstjórn skrifar 3. júlí 2024 10:43 Mohamad Kourani í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Vísir „Ég kann ekki að gera árás með hníf. Ég er ekki ógnandi maður. Ég er bara venjulegur maður. Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál,“ sagði Mohamad Kourani fyrir dómi í dag en hann er meðal annars grunaður um að stinga tvo menn í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári. Mál Mohamads var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Hann er ákærður fyrir stunguárásina í OK Market, sem og fyrir önnur brot, líkt og fyrir að hóta lögreglumanni og fjölskyldu hans lífláti, og kasta hlandi á fangaverði. Í skýrslutöku sinni reifst Mohamad nokkuð við saksóknara og dómara. Hann sagði þinghaldið ósanngjarnt og nefndi nokkrar ástæður fyrir því. Hann vildi að dómurinn myndi taka fleiri mál fyrir, ekki bara þau sem ákæruvaldið vildi leggja áherslu á, en hann sagðist vera brotaþoli í þeim málunum sem ekki væru tekin fyrir. Jafnframt sagðist hann hafa verið sprautaður með „hundrað sprautum“ gegn eigin vilja og vegna þess hrjáist hann af minnisleysi. Um væri að ræða heilaþvott. Þegar hann var spurður út í stunguárásina sagði Mohamad: „Þið megið spyrja Frakkland eða Bretland.“ Saksóknari útskýrði að hvorki Frakkland né Bretland væru fyrir dómi. Dómari sagði að með skýrslutökunni væri verið að falast eftir hans hlið á málinu, en Mohamad sagði að dómsvaldið væri að ákæra hann án þess að hlusta á hann. „Þetta er ekki ég“ Tvö myndbönd sem sýna árásina í OK Market voru spiluð fyrir dómi. Mohamad sagðist ekki kannast við það að árásarmaðurinn í myndbandinu væri hann sjálfur. „Þetta er ekki ég,“ sagði Mohamad og hló. Dómarinn minntist á að í skýrslu hjá lögreglu hefði Mohamad haldið því fram að andlit hans hefði verið „photosjoppað“ inn á myndbandið. Hann stóð við þann framburð fyrir dómi. Mohamad gaf einnig til kynna að mennirnir sem urðu fyrir stunguárásinni, eða að minnsta kosti annar þeirra, bæri ábyrgð á stunguárás sem hann varð fyrir árið 2018. Einu sinni sagði hann þá hafa borgað fyrir þá árás. Hann var í kjölfarið spurður hvort árásin í OK Market hafi verið hefndarárás, en hann vildi ekki svara því nema að rannsókn á málum á hendur mönnunum sem urðu fyrir árásinni yrði opnuð. Segist eiga rétt á því að ákveða hvaða fréttir séu skrifaðar um sig Þá beindi Mohamad sjónum sínum að blaðamönnum í dómsal. Hann sagði að ef þeir myndu ekki eyða því sem þeir væru að skrifa yrði vandamál. Dómarinn spurði hvort hann væri að hóta blaðamönnum, en hann sagði svo ekki vera. Mögulega yrði hann laus eftir nokkra mánuði og þá væri hann frjáls maður. Dómari spurði hvort hann túlkaði orð Muhamads rétt þannig að hann liti svo á að það væri réttur hans að hóta blaðamönnum. Mohamad sagði að hann ætti rétt á því að ákveða hvort þeir skrifuðu fréttir um hann eða ekki. Dómsmál Reykjavík Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. 10. mars 2024 09:20 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Mál Mohamads var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Hann er ákærður fyrir stunguárásina í OK Market, sem og fyrir önnur brot, líkt og fyrir að hóta lögreglumanni og fjölskyldu hans lífláti, og kasta hlandi á fangaverði. Í skýrslutöku sinni reifst Mohamad nokkuð við saksóknara og dómara. Hann sagði þinghaldið ósanngjarnt og nefndi nokkrar ástæður fyrir því. Hann vildi að dómurinn myndi taka fleiri mál fyrir, ekki bara þau sem ákæruvaldið vildi leggja áherslu á, en hann sagðist vera brotaþoli í þeim málunum sem ekki væru tekin fyrir. Jafnframt sagðist hann hafa verið sprautaður með „hundrað sprautum“ gegn eigin vilja og vegna þess hrjáist hann af minnisleysi. Um væri að ræða heilaþvott. Þegar hann var spurður út í stunguárásina sagði Mohamad: „Þið megið spyrja Frakkland eða Bretland.“ Saksóknari útskýrði að hvorki Frakkland né Bretland væru fyrir dómi. Dómari sagði að með skýrslutökunni væri verið að falast eftir hans hlið á málinu, en Mohamad sagði að dómsvaldið væri að ákæra hann án þess að hlusta á hann. „Þetta er ekki ég“ Tvö myndbönd sem sýna árásina í OK Market voru spiluð fyrir dómi. Mohamad sagðist ekki kannast við það að árásarmaðurinn í myndbandinu væri hann sjálfur. „Þetta er ekki ég,“ sagði Mohamad og hló. Dómarinn minntist á að í skýrslu hjá lögreglu hefði Mohamad haldið því fram að andlit hans hefði verið „photosjoppað“ inn á myndbandið. Hann stóð við þann framburð fyrir dómi. Mohamad gaf einnig til kynna að mennirnir sem urðu fyrir stunguárásinni, eða að minnsta kosti annar þeirra, bæri ábyrgð á stunguárás sem hann varð fyrir árið 2018. Einu sinni sagði hann þá hafa borgað fyrir þá árás. Hann var í kjölfarið spurður hvort árásin í OK Market hafi verið hefndarárás, en hann vildi ekki svara því nema að rannsókn á málum á hendur mönnunum sem urðu fyrir árásinni yrði opnuð. Segist eiga rétt á því að ákveða hvaða fréttir séu skrifaðar um sig Þá beindi Mohamad sjónum sínum að blaðamönnum í dómsal. Hann sagði að ef þeir myndu ekki eyða því sem þeir væru að skrifa yrði vandamál. Dómarinn spurði hvort hann væri að hóta blaðamönnum, en hann sagði svo ekki vera. Mögulega yrði hann laus eftir nokkra mánuði og þá væri hann frjáls maður. Dómari spurði hvort hann túlkaði orð Muhamads rétt þannig að hann liti svo á að það væri réttur hans að hóta blaðamönnum. Mohamad sagði að hann ætti rétt á því að ákveða hvort þeir skrifuðu fréttir um hann eða ekki.
Dómsmál Reykjavík Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. 10. mars 2024 09:20 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. 10. mars 2024 09:20
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent