Víkingar geta náð því sem enginn hefur gert í sextíu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2024 15:01 Aron Elís Þrándarson og Danijel Dejan Djuric fagna bikarsigri Víkinga í fyrra. Með þeim á myndini er Oliver Ekroth. Vísir/Hulda Margrét Víkingar eru einum leik frá fimmta bikarúrslitaleiknum í röð og sá leikur er á móti Stjörnunni í kvöld í undanúrslitum Mjólkurbikars karla. Víkingar fá Garðbæinga í heimsókn í Víkina aðeins sex dögum eftir að þeir unnu þá 4-0 á útivelli í Bestu deildinni. Stjörnumenn mæta örugglega í hefndarhug eftir að hafa tapað báðum deildarleikjum sínum á móti Víkingi í sumar og alls spilað í 180 mínútur á móti þeim án þess að skora. Hilmar Árni Halldórsson skoraði fyrir Stjörnuna í síðasta bikartapi Víkinga.Vísir/Diego Stjörnumenn státa líka af því að vera síðasta liðið til að slá Víking út úr bikarkeppninni. Það gerðu þeir með 2-1 sigri í Víkinni 30. júlí 2020. Emil Atlason skoraði fyrra markið á fyrstu mínútu og Hilmar Árni Halldórsson kom þeim í 2-0 á 54. mínútu áður en Nikolaj Hansen minnkaði muninn. Allir eru með í kvöld. Átján bikarsigrar í röð Þessi bikarkeppni fyrir fjórum árum síðan var hins vegar aldrei kláruð þar sem að henni var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Það gerir það að verkum að Víkingar hafa nú unnið fjóra síðustu bikarúrslitaleiki, bikarúrslitaleikinn árið 2019 og svo bikarúrslitaleikina undanfarin þrjú sumur. Víkingar lyftu bikarnum á Laugardalsvellinum síðasta haust.Vísir/Hulda Margrét Víkingsliðið hefur enn fremur unnið átján bikarleiki í röð. Níu hafa verið á móti liðum úr B-deildinni en níu á móti liðum úr neðri deildum. Með sigri í leiknum í kvöld þá getur Víkingur því leikið eftir afrek KR-inga frá fyrstu árum bikarkeppninnar. KR-ingar komust í fimm fyrstu bikarúrslitaleikina á árunum 1960 til 1964 og unnu þá alla. Ekkert lið hefur náð því að spila fimm bikarúrslitaleiki í röð undanfarin sextíu ár. Fimm bikartitlar í röð frá 1960 til 1964 KR-ingar léku fimmtán bikarleiki í röð án þess að tapa frá 1960 til 1964. Sigurgangan endaði með tapi á móti ÍBA á Akureyrarvelli í átta liða úrslitum í september 1965. Á þessum árum fór bikarkeppnin fram eftir Íslandsmótið og úrslitaleikirnir voru spilaðir á gamla Melavellinum. KR-ingar með bikarinn á síðum Tímans eftir fimmta bikarsigur sinn í röðþTimarit.is/Tíminn Víkingar eru reyndar þegar búnir að jafna afrek Valsara og Framara sem eru einu félögin sem hafa spilað fjóra bikarúrslitaleiki í röð á Laugardalsvellinum. Valsmenn gerðu þá frá 1976 til 1979 en Framarar frá 1984 til 1987. Bæði lið unnu þá bara tvo af þessum leikjum, Valur 1976 og 1977 en Framarar 1985 og 1987. Á fimmta árinu þá töpuðu Valsmenn í sextán liða úrslitunum 1980 á móti verðandi bikarmeisturum Fram en Framarar töpuðu í átta liða úrslitunum 1988 á móti verðandi bikarmeisturum Vals. Hvorugt liðanna komst því í fimmta bikarúrslitaleikinn í röð. Nú er að sjá hvort Víkingum takist að leika eftir KR-inga frá því fyrir sextíu árum eða hvort Stjörnumenn komist í sinn fyrsta bikarúrslitaleik í sex ár. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Stjarnan Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Víkingar fá Garðbæinga í heimsókn í Víkina aðeins sex dögum eftir að þeir unnu þá 4-0 á útivelli í Bestu deildinni. Stjörnumenn mæta örugglega í hefndarhug eftir að hafa tapað báðum deildarleikjum sínum á móti Víkingi í sumar og alls spilað í 180 mínútur á móti þeim án þess að skora. Hilmar Árni Halldórsson skoraði fyrir Stjörnuna í síðasta bikartapi Víkinga.Vísir/Diego Stjörnumenn státa líka af því að vera síðasta liðið til að slá Víking út úr bikarkeppninni. Það gerðu þeir með 2-1 sigri í Víkinni 30. júlí 2020. Emil Atlason skoraði fyrra markið á fyrstu mínútu og Hilmar Árni Halldórsson kom þeim í 2-0 á 54. mínútu áður en Nikolaj Hansen minnkaði muninn. Allir eru með í kvöld. Átján bikarsigrar í röð Þessi bikarkeppni fyrir fjórum árum síðan var hins vegar aldrei kláruð þar sem að henni var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Það gerir það að verkum að Víkingar hafa nú unnið fjóra síðustu bikarúrslitaleiki, bikarúrslitaleikinn árið 2019 og svo bikarúrslitaleikina undanfarin þrjú sumur. Víkingar lyftu bikarnum á Laugardalsvellinum síðasta haust.Vísir/Hulda Margrét Víkingsliðið hefur enn fremur unnið átján bikarleiki í röð. Níu hafa verið á móti liðum úr B-deildinni en níu á móti liðum úr neðri deildum. Með sigri í leiknum í kvöld þá getur Víkingur því leikið eftir afrek KR-inga frá fyrstu árum bikarkeppninnar. KR-ingar komust í fimm fyrstu bikarúrslitaleikina á árunum 1960 til 1964 og unnu þá alla. Ekkert lið hefur náð því að spila fimm bikarúrslitaleiki í röð undanfarin sextíu ár. Fimm bikartitlar í röð frá 1960 til 1964 KR-ingar léku fimmtán bikarleiki í röð án þess að tapa frá 1960 til 1964. Sigurgangan endaði með tapi á móti ÍBA á Akureyrarvelli í átta liða úrslitum í september 1965. Á þessum árum fór bikarkeppnin fram eftir Íslandsmótið og úrslitaleikirnir voru spilaðir á gamla Melavellinum. KR-ingar með bikarinn á síðum Tímans eftir fimmta bikarsigur sinn í röðþTimarit.is/Tíminn Víkingar eru reyndar þegar búnir að jafna afrek Valsara og Framara sem eru einu félögin sem hafa spilað fjóra bikarúrslitaleiki í röð á Laugardalsvellinum. Valsmenn gerðu þá frá 1976 til 1979 en Framarar frá 1984 til 1987. Bæði lið unnu þá bara tvo af þessum leikjum, Valur 1976 og 1977 en Framarar 1985 og 1987. Á fimmta árinu þá töpuðu Valsmenn í sextán liða úrslitunum 1980 á móti verðandi bikarmeisturum Fram en Framarar töpuðu í átta liða úrslitunum 1988 á móti verðandi bikarmeisturum Vals. Hvorugt liðanna komst því í fimmta bikarúrslitaleikinn í röð. Nú er að sjá hvort Víkingum takist að leika eftir KR-inga frá því fyrir sextíu árum eða hvort Stjörnumenn komist í sinn fyrsta bikarúrslitaleik í sex ár. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Stjarnan Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira