Vestmannaeyjabær höfðar skaðabótamál á hendur Vinnslustöðinni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. júlí 2024 17:08 Töluverðar skemmdir urðu á neysluvatnslögninni til Vestmannaeyja þegar akkeri Hugins VE festist í vatnslögninni í desember í fyrra. Bæjarstjórn gerir ráð fyrir að tjónið nemi í það minnsta 1500 milljónum króna. Vísir/Vilhelm Bæjarráð Vestmannaeyjarbæjar hefur ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur Vinnslustöðinni hf. vegna mikils tjóns sem skip stöðvarinnar olli á neysluvatnslögn milli lands og Eyja síðasta haust. Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar segir þá sem fara með hagsmuni bæjarbúa ekki geta fallist á það að bæjarbúar greiði fyrir tjón Vinnslustöðvarinnar með hærra útsvari eða vatnsgjöldum. Bæjarstjórn telji að ljóst liggi fyrir að óhappið hafi orðið vegna stórfellds gáleysis. „Tjónið er að minnsta kosti 1500 milljónir en þeir vísa til ákvæða siglingalaga sem heimila að takmarka tjónabæturnar við 360 milljónir. Sú heimild gildir ekki ef óhappið stafar af stórfelldu gáleysi sem við teljum liggja ljóst fyrir að liggi þarna að baki,“ segir Páll í samtali við fréttastofu. Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa falið lögmanni sínum að höfða mál á hendur Vinnslustöðinni. Vinnslustöðin, VÍS og Huginn hafa viðurkennt bótaskyldu en hafna kröfu bæjarins með vísan til ofangreindrar heimildar í siglingalögum. „Svo er það bara grundvallarreglan í skaðabótamálum og grundvallarreglan í samskiptum milli manna og aðila í þjófélaginu að þú bætir það tjón sem þú veldur,“ segir Páll. „Þess vegna stefnum við Vinnslustöðinni, Huginn ehf. sem er útgerðaraðili skipsins sem er hundrað prósent í eigu Vinnslustöðvarinnar og tryggingafélaginu VÍS til greiðslu á tjóninu sem nemur að minnsta kosti 1500 milljónum.“ Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Vatn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Krefja Vinnslustöðina um 1,5 milljarða króna Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa sent Vinnslustöð Vestmannaeyja hf. og tryggingafélagi fyrirtækisins kröfubréf þar sem farið er fram á að tjónið á vatnslögn til Eyja verði að fullu bætt. Eins og staðan er í dag er áætlað heildartjón á bilinu 1.380 til 1.485 milljónir króna. 7. júní 2024 13:34 Töf á viðgerð á vatnslögninni vegna veðurs Slæmt veður hefur hamlað viðgerðarvinnu á vatnslögn til Vestmannaeyja. Það kemur fram í tilkynningu frá Slökkviliði Vestmannaeyja. Þar kemur fram að mikil vinna hafi verið lögð í að festa vatnslögnina. Vinnan hafi gengið vel en ekki eins hratt og áætlanir hafi gert ráð fyrir, vegna veðurs. 8. desember 2023 16:15 Árétta að nægt vatn sé í Eyjum Vestmannaeyjarbær áréttar að þótt hættuástandi Almannavarna hafi verið lýst yfir í bæjarfélaginu vegna skemmda á vatnslögn þá er öllum íbúum og fyrirtækjum tryggt nóg vatn sem stendur. Þetta kemur fram á heimasíðu bæjarins. 30. nóvember 2023 15:11 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar segir þá sem fara með hagsmuni bæjarbúa ekki geta fallist á það að bæjarbúar greiði fyrir tjón Vinnslustöðvarinnar með hærra útsvari eða vatnsgjöldum. Bæjarstjórn telji að ljóst liggi fyrir að óhappið hafi orðið vegna stórfellds gáleysis. „Tjónið er að minnsta kosti 1500 milljónir en þeir vísa til ákvæða siglingalaga sem heimila að takmarka tjónabæturnar við 360 milljónir. Sú heimild gildir ekki ef óhappið stafar af stórfelldu gáleysi sem við teljum liggja ljóst fyrir að liggi þarna að baki,“ segir Páll í samtali við fréttastofu. Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa falið lögmanni sínum að höfða mál á hendur Vinnslustöðinni. Vinnslustöðin, VÍS og Huginn hafa viðurkennt bótaskyldu en hafna kröfu bæjarins með vísan til ofangreindrar heimildar í siglingalögum. „Svo er það bara grundvallarreglan í skaðabótamálum og grundvallarreglan í samskiptum milli manna og aðila í þjófélaginu að þú bætir það tjón sem þú veldur,“ segir Páll. „Þess vegna stefnum við Vinnslustöðinni, Huginn ehf. sem er útgerðaraðili skipsins sem er hundrað prósent í eigu Vinnslustöðvarinnar og tryggingafélaginu VÍS til greiðslu á tjóninu sem nemur að minnsta kosti 1500 milljónum.“
Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Vatn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Krefja Vinnslustöðina um 1,5 milljarða króna Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa sent Vinnslustöð Vestmannaeyja hf. og tryggingafélagi fyrirtækisins kröfubréf þar sem farið er fram á að tjónið á vatnslögn til Eyja verði að fullu bætt. Eins og staðan er í dag er áætlað heildartjón á bilinu 1.380 til 1.485 milljónir króna. 7. júní 2024 13:34 Töf á viðgerð á vatnslögninni vegna veðurs Slæmt veður hefur hamlað viðgerðarvinnu á vatnslögn til Vestmannaeyja. Það kemur fram í tilkynningu frá Slökkviliði Vestmannaeyja. Þar kemur fram að mikil vinna hafi verið lögð í að festa vatnslögnina. Vinnan hafi gengið vel en ekki eins hratt og áætlanir hafi gert ráð fyrir, vegna veðurs. 8. desember 2023 16:15 Árétta að nægt vatn sé í Eyjum Vestmannaeyjarbær áréttar að þótt hættuástandi Almannavarna hafi verið lýst yfir í bæjarfélaginu vegna skemmda á vatnslögn þá er öllum íbúum og fyrirtækjum tryggt nóg vatn sem stendur. Þetta kemur fram á heimasíðu bæjarins. 30. nóvember 2023 15:11 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Krefja Vinnslustöðina um 1,5 milljarða króna Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa sent Vinnslustöð Vestmannaeyja hf. og tryggingafélagi fyrirtækisins kröfubréf þar sem farið er fram á að tjónið á vatnslögn til Eyja verði að fullu bætt. Eins og staðan er í dag er áætlað heildartjón á bilinu 1.380 til 1.485 milljónir króna. 7. júní 2024 13:34
Töf á viðgerð á vatnslögninni vegna veðurs Slæmt veður hefur hamlað viðgerðarvinnu á vatnslögn til Vestmannaeyja. Það kemur fram í tilkynningu frá Slökkviliði Vestmannaeyja. Þar kemur fram að mikil vinna hafi verið lögð í að festa vatnslögnina. Vinnan hafi gengið vel en ekki eins hratt og áætlanir hafi gert ráð fyrir, vegna veðurs. 8. desember 2023 16:15
Árétta að nægt vatn sé í Eyjum Vestmannaeyjarbær áréttar að þótt hættuástandi Almannavarna hafi verið lýst yfir í bæjarfélaginu vegna skemmda á vatnslögn þá er öllum íbúum og fyrirtækjum tryggt nóg vatn sem stendur. Þetta kemur fram á heimasíðu bæjarins. 30. nóvember 2023 15:11